Baldur Sig sá mikinn mun á fjármagni, leikmannaveltu og leikstíl félaganna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2023 11:01 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari nýliða Fylkis, á skrifstofu sinni í Árbænum. S2 Sport Baldur Sigurðsson hefur nú heimsótt tvö lið í þáttaröðinni „Lengsta undirbúningstímabil í heimi“ sem er á dagskrá á sunnudagskvöldum á Stöð 2 Sport fram að Íslandsmótinu. Kattspyrnusérfræðingurinn tekur þátt í æfingum liðanna og ræðir svo við þjálfara og aðra sem tengjast liðunum. Í fyrstu tveimur þáttunum heimsótti hann Íslandsmeistara Breiðabliks og svo nýliða Fylkis. Hann sér mikinn mun á þessum félögum sem þarf ekki að koma á óvart. Annað liðið hefur verið í hópi allra bestu liða landsins í nokkurn tíma en hitt að mæta aftur í hóp þeirra bestu. „Við erum búinn að sjá Breiðablik og Fylki í fyrstu tveimur þáttunum og óhætt að segja að það er mikill munur á þeim. Við getum horft á fjármagn, leikmannaveltu og leikstíl svo eitthvað sé nefnt. Á meðan Blikar eru búnir að fá inn mikið af leikmönnum og misst þó nokkra líka að þá sjáum við að Rúnar og Fylkismenn eru að vinna með töluvert minna fjármagn og ætla sér að treysta, að mestu, á liðið sem fór upp úr Lengjudeildinni í fyrra,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Ég verð að viðurkenna að það kom mér á óvart hversu góða aðstöðu Fylkismenn hafa og Rúnar hefur verið duglegur að bæta hana síðan hann kom. Það eru nefnilega oft svona smáatriði hér og þar eins og í aðstöðumálum sem geta fært allt upp á næsta stig,“ sagði Baldur. „Svo er nokkuð ljóst að það er mikill hagur í því að hafa höll innan seilingar eins og veðrið hefur verið í vetur. Blikarnir gátu tekið ákvörðun um að færa æfinguna inn í Fífuna á meðan Fylkir höfðu í raun engra annarra kosta völ en að fara út í bylinn eða fara bara inn og lyfta,“ sagði Baldur. Það má sjá brot úr þættinum um Fylki hér fyrir neðan. Þar fer Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, yfir aðstöðuna hjá Fylkismönnum. „Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að þú sért að ljúga en þú ert bankandi á hurðina hjá stjórnarmönnum. Þú vilt fá tvo til þrjá leikmenn í viðbót,“ sagði Baldur Rúnar en svarið og framhaldið má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi: Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að þú sért að ljúga Besta deild karla Fylkir Breiðablik Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Valdimar verður með í forsetaslagnum Sport Fleiri fréttir Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Kattspyrnusérfræðingurinn tekur þátt í æfingum liðanna og ræðir svo við þjálfara og aðra sem tengjast liðunum. Í fyrstu tveimur þáttunum heimsótti hann Íslandsmeistara Breiðabliks og svo nýliða Fylkis. Hann sér mikinn mun á þessum félögum sem þarf ekki að koma á óvart. Annað liðið hefur verið í hópi allra bestu liða landsins í nokkurn tíma en hitt að mæta aftur í hóp þeirra bestu. „Við erum búinn að sjá Breiðablik og Fylki í fyrstu tveimur þáttunum og óhætt að segja að það er mikill munur á þeim. Við getum horft á fjármagn, leikmannaveltu og leikstíl svo eitthvað sé nefnt. Á meðan Blikar eru búnir að fá inn mikið af leikmönnum og misst þó nokkra líka að þá sjáum við að Rúnar og Fylkismenn eru að vinna með töluvert minna fjármagn og ætla sér að treysta, að mestu, á liðið sem fór upp úr Lengjudeildinni í fyrra,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Ég verð að viðurkenna að það kom mér á óvart hversu góða aðstöðu Fylkismenn hafa og Rúnar hefur verið duglegur að bæta hana síðan hann kom. Það eru nefnilega oft svona smáatriði hér og þar eins og í aðstöðumálum sem geta fært allt upp á næsta stig,“ sagði Baldur. „Svo er nokkuð ljóst að það er mikill hagur í því að hafa höll innan seilingar eins og veðrið hefur verið í vetur. Blikarnir gátu tekið ákvörðun um að færa æfinguna inn í Fífuna á meðan Fylkir höfðu í raun engra annarra kosta völ en að fara út í bylinn eða fara bara inn og lyfta,“ sagði Baldur. Það má sjá brot úr þættinum um Fylki hér fyrir neðan. Þar fer Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, yfir aðstöðuna hjá Fylkismönnum. „Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að þú sért að ljúga en þú ert bankandi á hurðina hjá stjórnarmönnum. Þú vilt fá tvo til þrjá leikmenn í viðbót,“ sagði Baldur Rúnar en svarið og framhaldið má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi: Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að þú sért að ljúga
Besta deild karla Fylkir Breiðablik Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Valdimar verður með í forsetaslagnum Sport Fleiri fréttir Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira