Segir þjálfara ítalska Íslendingaliðsins hafa ítrekað kallað sig skítuga hóru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2023 10:30 Leikmenn Fiorentina liðsins brotnuðu oft niður á miðri æfingu og voru síðan grátandi inn í klefa eftir æfingar. Getty/Lisa Guglielmi/ Sænsk knattspyrnukona segir ömurlega sögu af upplifun sinni sem leikmaður ítalska félagsins Fiorentina. Íslenska landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir spilar með ítalska liðinu. Hin 25 ára Ronja Aronsson ákvað að yfirgefa ítalska félagið eftir aðeins hálft ár og hefur nú samið við Piteå IF í Svíþjóð. Aronsson sagði frá reynslu sinni í hlaðvarpsþættinum Fotbollfridag. Aftonbladet sagði frá. „Ef þú gerðir einhver mistök þá kölluðu þeir á þig skítuga hóran þín,“ sagði Ronja Aronsson. Aftonbladet Aronsson kom til Fiorentina í janúar 2022 en hálfu ári síðar snéri hægri bakvörðurinn aftur til Svíþjóðar. „Ég ákvað það eftir aðeins tvo mánuði að ég vildi ekki vera þarna áfram,“ sagði Aronsson. Aronsson segir að þjálfaraðferðirnar hjá Fiorentina snúist aðallega um blótsyrði, refsingar og stress. „Ef þú gerir einhver mistök í að rekja boltann eða ferð út úr stöðu, þá kalla þeir á þig skítuga hóran þin. Það voru fyrstu orðin sem ég lærði í ítölsku,“ sagði Aronsson. Hún lýsir þjálfara liðsins sem mjög skapbráðum manni. Leikmenn sem kvörtuðu undan honum voru settar í bann og oft þurfti að stoppa æfingar af því að leikmenn brotnuðu niður á vellinum. „Það var svo mikið í gangi sem átti ekkert skilið við fótbolta. Það voru líka ummæli um að leikmenn væri of feitir og það væri ástæðan fyrir að liðið tapaði leikjum. Þú sást leikmenn sitja grátandi í búningsklefanum,“ sagði Aronsson. Hún segir að leikmenn hafi reynt að losna við þjálfarann en eigandinn vildi ekki heyra á það minnst. „Forsetinn sagði að þetta væri eitthvað kvennavandamál og að við réðum ekki við þetta andlega. Það gekk því ekkert að tala við hann. Hann hafði tekið ákvörðun og hún var að þetta væri okkur leikmönnunum að kenna,“ sagði Aronsson. Alexandra Jóhannsdóttir hefur leikið með Fiorentina síðan í ágúst í fyrra og kom því til félagsins eftir að Ronja Aronsson yfirgaf ítalska félagið. Fiorentina er komið með sautján nýja leikmenn síðan að Aronsson spilaði þar en þjálfarinn er þarna ennþá. Hún heitir Patrizia Panico og er ein frægasta knattspyrnukonan í sögu Ítalíu með 107 mörk í 196 landsleikjum frá 1996 til 2014. Hún tók við Fiorentina liðinu árið 2021. Ítalski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjá meira
Hin 25 ára Ronja Aronsson ákvað að yfirgefa ítalska félagið eftir aðeins hálft ár og hefur nú samið við Piteå IF í Svíþjóð. Aronsson sagði frá reynslu sinni í hlaðvarpsþættinum Fotbollfridag. Aftonbladet sagði frá. „Ef þú gerðir einhver mistök þá kölluðu þeir á þig skítuga hóran þín,“ sagði Ronja Aronsson. Aftonbladet Aronsson kom til Fiorentina í janúar 2022 en hálfu ári síðar snéri hægri bakvörðurinn aftur til Svíþjóðar. „Ég ákvað það eftir aðeins tvo mánuði að ég vildi ekki vera þarna áfram,“ sagði Aronsson. Aronsson segir að þjálfaraðferðirnar hjá Fiorentina snúist aðallega um blótsyrði, refsingar og stress. „Ef þú gerir einhver mistök í að rekja boltann eða ferð út úr stöðu, þá kalla þeir á þig skítuga hóran þin. Það voru fyrstu orðin sem ég lærði í ítölsku,“ sagði Aronsson. Hún lýsir þjálfara liðsins sem mjög skapbráðum manni. Leikmenn sem kvörtuðu undan honum voru settar í bann og oft þurfti að stoppa æfingar af því að leikmenn brotnuðu niður á vellinum. „Það var svo mikið í gangi sem átti ekkert skilið við fótbolta. Það voru líka ummæli um að leikmenn væri of feitir og það væri ástæðan fyrir að liðið tapaði leikjum. Þú sást leikmenn sitja grátandi í búningsklefanum,“ sagði Aronsson. Hún segir að leikmenn hafi reynt að losna við þjálfarann en eigandinn vildi ekki heyra á það minnst. „Forsetinn sagði að þetta væri eitthvað kvennavandamál og að við réðum ekki við þetta andlega. Það gekk því ekkert að tala við hann. Hann hafði tekið ákvörðun og hún var að þetta væri okkur leikmönnunum að kenna,“ sagði Aronsson. Alexandra Jóhannsdóttir hefur leikið með Fiorentina síðan í ágúst í fyrra og kom því til félagsins eftir að Ronja Aronsson yfirgaf ítalska félagið. Fiorentina er komið með sautján nýja leikmenn síðan að Aronsson spilaði þar en þjálfarinn er þarna ennþá. Hún heitir Patrizia Panico og er ein frægasta knattspyrnukonan í sögu Ítalíu með 107 mörk í 196 landsleikjum frá 1996 til 2014. Hún tók við Fiorentina liðinu árið 2021.
Ítalski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjá meira