Erlent

Sex ára drengur látinn eftir árás sleða­hunda á Græn­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Aasiaat er fjórði stærsti bærinn á Grænlandi og eru íbúar þess um þrjú þúsund.
Aasiaat er fjórði stærsti bærinn á Grænlandi og eru íbúar þess um þrjú þúsund. Getty

Sex ára drengur er látinn eftir að hafa orðið fyrir árás sleðahunda í grænlenska bænum Aasiaat á vesturströnd landsins í gær.

Greint er frá málinu á fréttavefnum Sermitsiaq.AT. Þar segir að hundarnir hafi ráðist á drenginn við skála skíðaklúbbs bæjarins um hádegisbil í gær.

Fram kemur að jafnaldri drengsins hafi orðið vitni að árásinni. Hann hafi greint lögreglu frá því að drengurinn hafi farið of nálægt sleðahundunum, sem hafi verið bundnir, og að hundarnir þannig náð honum.

Drengnum sem varð vitni að árásinni, aðstandendum og samnemendum drengsins var boðin áfallahjálp í kjölfar árásarinnar.

Fjórir sleðahundanna, sem komu við sögu í árásinni, voru aflífaðir af hundaeftirlitsmanni sveitarfélagsins í gær.

Aasiaat er í sveitarfélaginu Qeqertalik og er að finna í suðurhluta Diskóflóa. Bærinn er sá fjórði stærsti á Grænlandi og eru íbúar þess um þrjú þúsund.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×