Erlent

Sal­man sagður hafa boðið Raisi í opin­bera heim­sókn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Salman konungur er sagður hafa boðið Raisi í opinbera heimsókn.
Salman konungur er sagður hafa boðið Raisi í opinbera heimsókn. epa

Mohammad Jamshidi, háttsettur embættismaður í Íran, segir Salman bin Abdul Aziz al-Sád, konung Sádi Arabíu, hafa boðið Ebrahim Raisi, forseta Íran, í opinbera heimsókn. 

Ríkin samþykktu að taka aftur upp diplómatísk samskipti fyrir um viku síðan. Kínverjar áttu milligöngu um sáttarskrefið, sem gæti mögulega haft veruleg áhrif fyrir Mið-Austurlönd.

Sádi Arabar hafa ekki staðfest fregnirnar en Jamshidi greindi frá á Twitter og sagði Raisi hafa fagnað boðinu og lagt áherslu á vilja Írana til að eiga nánara samstarf við Sáda.

Hossein Amir-Abdollahian, utanríkisráðherra Íran, sagði einnig frá því í samtali við blaðamenn að stjórnvöld ríkjanna tveggja hefðu komist að samkomulagi um fund utanríkisráðherranna tveggja og að þrjár staðsetningar kæmu til greina.

Hann greindi þó hvorki frá því um hvaða mögulegu fundarstaði væri að ræða né hvenær fundurinn myndi mögulega fara fram.

Bæði ríki hafa skuldbundið sig til að opna aftur sendiráð sín og taka aftur upp samvinnu á sviði öryggis- og viðskiptamála. Aðrir, þeirra á meðal stjórnvöld í Bandaríkjunum og Sameinuðu þjóðirnar, hafa fagnað fréttunum.

Sádi Arabía sleit diplómatískum samskiptum við Íran eftir að mótmælendur réðust inn í sendiráð landsins í Tehran. Það gerðist í kjölfar þess að sjía klerkurinn Sheikh Nimr al-Nimr var tekinn af lífi í Ríad eftir að hafa verið fundinn sekur um hryðjuverk.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.