Salman sagður hafa boðið Raisi í opinbera heimsókn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2023 09:21 Salman konungur er sagður hafa boðið Raisi í opinbera heimsókn. epa Mohammad Jamshidi, háttsettur embættismaður í Íran, segir Salman bin Abdul Aziz al-Sád, konung Sádi Arabíu, hafa boðið Ebrahim Raisi, forseta Íran, í opinbera heimsókn. Ríkin samþykktu að taka aftur upp diplómatísk samskipti fyrir um viku síðan. Kínverjar áttu milligöngu um sáttarskrefið, sem gæti mögulega haft veruleg áhrif fyrir Mið-Austurlönd. Sádi Arabar hafa ekki staðfest fregnirnar en Jamshidi greindi frá á Twitter og sagði Raisi hafa fagnað boðinu og lagt áherslu á vilja Írana til að eiga nánara samstarf við Sáda. Hossein Amir-Abdollahian, utanríkisráðherra Íran, sagði einnig frá því í samtali við blaðamenn að stjórnvöld ríkjanna tveggja hefðu komist að samkomulagi um fund utanríkisráðherranna tveggja og að þrjár staðsetningar kæmu til greina. Hann greindi þó hvorki frá því um hvaða mögulegu fundarstaði væri að ræða né hvenær fundurinn myndi mögulega fara fram. Bæði ríki hafa skuldbundið sig til að opna aftur sendiráð sín og taka aftur upp samvinnu á sviði öryggis- og viðskiptamála. Aðrir, þeirra á meðal stjórnvöld í Bandaríkjunum og Sameinuðu þjóðirnar, hafa fagnað fréttunum. Sádi Arabía sleit diplómatískum samskiptum við Íran eftir að mótmælendur réðust inn í sendiráð landsins í Tehran. Það gerðist í kjölfar þess að sjía klerkurinn Sheikh Nimr al-Nimr var tekinn af lífi í Ríad eftir að hafa verið fundinn sekur um hryðjuverk. Sádi-Arabía Íran Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Sjá meira
Ríkin samþykktu að taka aftur upp diplómatísk samskipti fyrir um viku síðan. Kínverjar áttu milligöngu um sáttarskrefið, sem gæti mögulega haft veruleg áhrif fyrir Mið-Austurlönd. Sádi Arabar hafa ekki staðfest fregnirnar en Jamshidi greindi frá á Twitter og sagði Raisi hafa fagnað boðinu og lagt áherslu á vilja Írana til að eiga nánara samstarf við Sáda. Hossein Amir-Abdollahian, utanríkisráðherra Íran, sagði einnig frá því í samtali við blaðamenn að stjórnvöld ríkjanna tveggja hefðu komist að samkomulagi um fund utanríkisráðherranna tveggja og að þrjár staðsetningar kæmu til greina. Hann greindi þó hvorki frá því um hvaða mögulegu fundarstaði væri að ræða né hvenær fundurinn myndi mögulega fara fram. Bæði ríki hafa skuldbundið sig til að opna aftur sendiráð sín og taka aftur upp samvinnu á sviði öryggis- og viðskiptamála. Aðrir, þeirra á meðal stjórnvöld í Bandaríkjunum og Sameinuðu þjóðirnar, hafa fagnað fréttunum. Sádi Arabía sleit diplómatískum samskiptum við Íran eftir að mótmælendur réðust inn í sendiráð landsins í Tehran. Það gerðist í kjölfar þess að sjía klerkurinn Sheikh Nimr al-Nimr var tekinn af lífi í Ríad eftir að hafa verið fundinn sekur um hryðjuverk.
Sádi-Arabía Íran Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“