Átta spor, enginn heilahristingur og Sævar Atli er klár í landsleikina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2023 08:00 Víkingurinn Sævar Atli er klár í slaginn með íslenska landsliðinu þrátt fyrir slæmt höfuðhögg á sunnudag. Lyngby Sævar Atli Magnússon þurfti að fara af velli eftir þungt höfuðhögg í 1-1 jafntefli Lyngby og AC Horsens í dönsku úrvalsdeildinni. Hann var á dögunum valinn í íslenska A-landsliðið en talið var að hann myndi missa af komandi leikjum vegna meiðslanna. Svo verður ekki. Sævar Atli hefur spilað mjög vel að undanförnu og er stór ástæða þess að Lyngby á óvænt möguleika á að halda sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni eftir ömurlega byrjun á tímabilinu. Liðið hefur aðeins tapað einum af síðustu sex leikjum sínum. Sævar Atli var á sínum stað þegar Lyngby mætti AC Horsens í sannkölluðum sex stiga leik í gær, sunnudag. Því miður fyrir framherjann úr Breiðholti sem og Lyngby þurfti hann að yfirgefa völlinn þegar rétt rúmur stundarfjórðungur var liðinn. Sævar Atli fékk þungt höfuðhögg og virtist ekki líklegt að hann yrði með íslenska landsliðinu í komandi verkefni gegn Bosníu-Hersegóvínu og Liechtenstein. Umboðsmaðurinn Magnús Agnar Magnússon hefur nú staðfest að Sævar Atli er klár í slaginn þó vígalegur sé eftir að sauma þurfti saman sárið sem opnaðist á höfði hans. „Átta spor og enginn heilahristingur. Klár með íslenska landsliðinu. Stríðsmaður,“ skrifaði Magnús Agnar á enski í færslu á Twitter-síðu sinni. Lyngby tók í sama streng á Twitter-síðu sinni og talaði um „íslenska víkinginn.“ Sævar Atli Magnússon got heavy knock on the head, 8 stiches & no concussion. Ready for the Icelandic national team! Warrior pic.twitter.com/4aGQyAFFp0— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) March 19, 2023 Sævar Atli á að baki 2 A-landsleiki fyrir Íslands hönd en gæti á næstu dögum leikið sína fyrstu mótsleiki fyrir liðið. Ísland hefur leik í undankeppni EM 2024 þann 23. mars næstkomandi gegn Bosníu-Hersegóvínu. Þremur dögum síðar fer leikur Íslands og Liechtenstein fram. Báðir leikirnir fara fram ytra. Fótbolti Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Sævar Atli hefur spilað mjög vel að undanförnu og er stór ástæða þess að Lyngby á óvænt möguleika á að halda sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni eftir ömurlega byrjun á tímabilinu. Liðið hefur aðeins tapað einum af síðustu sex leikjum sínum. Sævar Atli var á sínum stað þegar Lyngby mætti AC Horsens í sannkölluðum sex stiga leik í gær, sunnudag. Því miður fyrir framherjann úr Breiðholti sem og Lyngby þurfti hann að yfirgefa völlinn þegar rétt rúmur stundarfjórðungur var liðinn. Sævar Atli fékk þungt höfuðhögg og virtist ekki líklegt að hann yrði með íslenska landsliðinu í komandi verkefni gegn Bosníu-Hersegóvínu og Liechtenstein. Umboðsmaðurinn Magnús Agnar Magnússon hefur nú staðfest að Sævar Atli er klár í slaginn þó vígalegur sé eftir að sauma þurfti saman sárið sem opnaðist á höfði hans. „Átta spor og enginn heilahristingur. Klár með íslenska landsliðinu. Stríðsmaður,“ skrifaði Magnús Agnar á enski í færslu á Twitter-síðu sinni. Lyngby tók í sama streng á Twitter-síðu sinni og talaði um „íslenska víkinginn.“ Sævar Atli Magnússon got heavy knock on the head, 8 stiches & no concussion. Ready for the Icelandic national team! Warrior pic.twitter.com/4aGQyAFFp0— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) March 19, 2023 Sævar Atli á að baki 2 A-landsleiki fyrir Íslands hönd en gæti á næstu dögum leikið sína fyrstu mótsleiki fyrir liðið. Ísland hefur leik í undankeppni EM 2024 þann 23. mars næstkomandi gegn Bosníu-Hersegóvínu. Þremur dögum síðar fer leikur Íslands og Liechtenstein fram. Báðir leikirnir fara fram ytra.
Fótbolti Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira