Stór bústaður við Apavatn var alelda þegar slökkviliðið mætti Máni Snær Þorláksson skrifar 17. mars 2023 09:44 Eldur kviknaði í bústað við Apavatn í morgun. Aðsend Brunavörnum Árnessýslu barst tilkynning um að kviknað væri í sumarbústað norðaustan við Apavatn klukkan rétt rúmlega sjö í morgun. Þá var bústaðurinn þegar alelda. „Þegar fyrstu bílar frá okkur koma þá er þetta í rauninni bara fallið,“ segir Halldór Ásgeirsson, aðalvarðstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, í samtali við fréttastofu. Að hans sögn er um að ræða stóran bústað með kjallara, hæð og risi. Ekkert liggur fyrir um upptök eldsins. Bústaðurinn er staðsettur einungis um fimmtán metrum frá bökkum Apavatns. Þegar slökkviliðið fékk staðfest að enginn hafi verið í bústaðnum var því ákveðið að slökkva eldinn í rólegheitunum með sem minnstu vatni til að menga ekki stöðuvatnið. „Við erum bara í rauninni að passa okkur að missa ekki mengað vatn út í Apavatn. Þarna eru hryggingarstöðvar fyrir silung og annað,“ segir Halldór. Slökkviliðið mun vinna í því að slökkva eldinn á næstu klukkutímunum. „Alveg eins gott og það gat mögulega verið“ Það er nokkuð af bústöðum í kringum þann bústað sem kviknaði í. Eldurinn breiddist þó ekki út og segir Halldór að hægt sé að þakka vel slegni lóðinni fyrir það. „Þessi bústaður stendur á þokkalega stórri lóð og grasflatirnar í kringum hann eru vel slegnar,“ segir hann. „Það eiginlega bjargaði því að það varð ekki útbreiðsla í gróðurinn. Þarna var bara slétt og fínt, vel slegið, snögghærð, þannig það var engin sina eða neitt. Þannig þetta var eiginlega alveg eins gott og það gat mögulega verið.“ Halldór ítrekar mikilvægi þess að fólk sé með vel hirt og snögghært svæði í kringum bústaðinn sinn. Þannig séu minni líkur á að eldur dreifist. Slökkvilið Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
„Þegar fyrstu bílar frá okkur koma þá er þetta í rauninni bara fallið,“ segir Halldór Ásgeirsson, aðalvarðstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, í samtali við fréttastofu. Að hans sögn er um að ræða stóran bústað með kjallara, hæð og risi. Ekkert liggur fyrir um upptök eldsins. Bústaðurinn er staðsettur einungis um fimmtán metrum frá bökkum Apavatns. Þegar slökkviliðið fékk staðfest að enginn hafi verið í bústaðnum var því ákveðið að slökkva eldinn í rólegheitunum með sem minnstu vatni til að menga ekki stöðuvatnið. „Við erum bara í rauninni að passa okkur að missa ekki mengað vatn út í Apavatn. Þarna eru hryggingarstöðvar fyrir silung og annað,“ segir Halldór. Slökkviliðið mun vinna í því að slökkva eldinn á næstu klukkutímunum. „Alveg eins gott og það gat mögulega verið“ Það er nokkuð af bústöðum í kringum þann bústað sem kviknaði í. Eldurinn breiddist þó ekki út og segir Halldór að hægt sé að þakka vel slegni lóðinni fyrir það. „Þessi bústaður stendur á þokkalega stórri lóð og grasflatirnar í kringum hann eru vel slegnar,“ segir hann. „Það eiginlega bjargaði því að það varð ekki útbreiðsla í gróðurinn. Þarna var bara slétt og fínt, vel slegið, snögghærð, þannig það var engin sina eða neitt. Þannig þetta var eiginlega alveg eins gott og það gat mögulega verið.“ Halldór ítrekar mikilvægi þess að fólk sé með vel hirt og snögghært svæði í kringum bústaðinn sinn. Þannig séu minni líkur á að eldur dreifist.
Slökkvilið Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira