Vieira stýrði Palace í síðasta sinn þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Brighton, 1-0, á miðvikudaginn. Það var þriðja tap Palace í röð og tólfti leikurinn í röð án sigurs. Liðið er í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 27 stig, þremur stigum frá fallsæti.
Crystal Palace Football Club can confirm that Patrick Vieira has left his post as First Team Manager.#CPFC
— Crystal Palace F.C. (@CPFC) March 17, 2023
Næsti leikur Palace er gegn gamla liðinu hans Vieiras, Arsenal, á sunnudaginn. Skytturnar eru á toppi deildarinnar.
Vieira tók við Palace af Roy Hodgson fyrir síðasta tímabil. Í fyrra endaði Palace í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og komst í undanúrslit bikarkeppninnar.
Áður en Vieira tók við Palace stýrði hann New York City í Bandaríkjunum og Nice í Frakklandi.