Elva Hrönn hættir í VG Bjarki Sigurðsson skrifar 16. mars 2023 21:21 Elva Hrönn er hún var gestur Pallborðsins að ræða framboð sitt til formanns stéttarfélagsins VR. Vísir/Vilhelm Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, sagði sig úr flokknum fyrr í dag. Hún segist ekki geta kennt sig við hreyfingu „sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér.“ Elva greinir frá þessu í Facebook-færslu. Þar þakkar hún flokksmeðlimum samfylgdina en hún hefur verið meðlimur flokksins í sex ár. „Eftir 6 ár af allskonar góðu og ekki svo góðu er komið að leiðarlokum. Það er margt sem ég hef verið ósátt við og margt sem ég hef barist fyrir á vettvangi VG. En ég get ekki kennt mig við hreyfingu sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér. Takk fyrir samfylgdina,“ skrifar Elva. Í morgun tilkynnti Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður flokksins, að hann hafi einnig sagt sig úr Vinstri grænum af sömu ástæðu. Hann geti ekki stutt frumvarpið. Umrætt frumvarp kemur úr smiðju Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra og fjallar um breytingar á lögum um útlendinga. Einhverjir meðlimir stjórnarandstöðunnar hafa mótmælt því harðlega, sem og fjöldi samtaka sem hefur mótmælt fyrir utan Alþingishúsið reglulega frá því að frumvarpið barst fyrst í umræðuna. „Það er í mínum huga alveg ljóst að við þurfum að íhuga enn frekari skref til að færa okkur nær því regluverki sem gildir í nágrannalöndunum okkar þannig að við séum ekki að fá hér þann fjölda til okkar sem er langt, langt umfram það sem er í nágrannalöndum okkar,“ sagði Jón við upphaf umræðunnar um atkvæðagreiðsluna í gær. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Innflytjendamál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir Útlendingafrumvarpið samþykkt Meirihluti Alþingis hefur samþykkt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Fjölmargar breytingartillögur voru lagðar fram á Alþingi í dag en þær voru jafnóðum felldar. Minnihlutaþingmenn voru ómyrkir í máli og gagnrýndu meirihlutann harðlega. 15. mars 2023 20:47 Mótmælt fyrir utan Alþingi Hópur flóttamanna frá Írak stendur fyrir mótmælum fyrir utan Alþingi í dag vegna umdeilds frumvarps Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Greidd verða atkvæði um frumvarpið á þingi í dag. 15. mars 2023 16:50 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Elva greinir frá þessu í Facebook-færslu. Þar þakkar hún flokksmeðlimum samfylgdina en hún hefur verið meðlimur flokksins í sex ár. „Eftir 6 ár af allskonar góðu og ekki svo góðu er komið að leiðarlokum. Það er margt sem ég hef verið ósátt við og margt sem ég hef barist fyrir á vettvangi VG. En ég get ekki kennt mig við hreyfingu sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér. Takk fyrir samfylgdina,“ skrifar Elva. Í morgun tilkynnti Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður flokksins, að hann hafi einnig sagt sig úr Vinstri grænum af sömu ástæðu. Hann geti ekki stutt frumvarpið. Umrætt frumvarp kemur úr smiðju Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra og fjallar um breytingar á lögum um útlendinga. Einhverjir meðlimir stjórnarandstöðunnar hafa mótmælt því harðlega, sem og fjöldi samtaka sem hefur mótmælt fyrir utan Alþingishúsið reglulega frá því að frumvarpið barst fyrst í umræðuna. „Það er í mínum huga alveg ljóst að við þurfum að íhuga enn frekari skref til að færa okkur nær því regluverki sem gildir í nágrannalöndunum okkar þannig að við séum ekki að fá hér þann fjölda til okkar sem er langt, langt umfram það sem er í nágrannalöndum okkar,“ sagði Jón við upphaf umræðunnar um atkvæðagreiðsluna í gær.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Innflytjendamál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir Útlendingafrumvarpið samþykkt Meirihluti Alþingis hefur samþykkt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Fjölmargar breytingartillögur voru lagðar fram á Alþingi í dag en þær voru jafnóðum felldar. Minnihlutaþingmenn voru ómyrkir í máli og gagnrýndu meirihlutann harðlega. 15. mars 2023 20:47 Mótmælt fyrir utan Alþingi Hópur flóttamanna frá Írak stendur fyrir mótmælum fyrir utan Alþingi í dag vegna umdeilds frumvarps Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Greidd verða atkvæði um frumvarpið á þingi í dag. 15. mars 2023 16:50 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Útlendingafrumvarpið samþykkt Meirihluti Alþingis hefur samþykkt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Fjölmargar breytingartillögur voru lagðar fram á Alþingi í dag en þær voru jafnóðum felldar. Minnihlutaþingmenn voru ómyrkir í máli og gagnrýndu meirihlutann harðlega. 15. mars 2023 20:47
Mótmælt fyrir utan Alþingi Hópur flóttamanna frá Írak stendur fyrir mótmælum fyrir utan Alþingi í dag vegna umdeilds frumvarps Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Greidd verða atkvæði um frumvarpið á þingi í dag. 15. mars 2023 16:50