Ó­eirðir fyrir leik en Napoli hafði öll völd í leiknum sjálfum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fyrsta mark leiksins kom eftir frábæran skalla.
Fyrsta mark leiksins kom eftir frábæran skalla. Francesco Pecoraro/Getty Images

Napoli lagði Eintracht Frankfurt 3-0 í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Ítalska liðið vann einvígið þar með 5-0 og fór örugglega áfram.

Fyrirfram var vitað að verkefni Frankfurt væri erfitt og í raun ógerlegt miðað við frammistöðu Napoli á leiktíðinni. Það virtist samt mikil spenna í loftinu fyrr í dag þar sem allt fór í háaloft.

Hvað leikinn sjálfan varðar þá var staðan markalaus þangað til í uppbótartíma fyrir hálfleiks. Hinn eftirsótti Victor Osimhen braut þá ísinn og sá til þess að Napoli leiddi í hálfleik. Osimhen gulltryggði svo sigurinn með marki snemma í síðari hálfleik og einvíginu í raun lokið.

Osimhen hefði svo getað fullkomnað þrennuna þegar heimamenn fengu vítaspyrnu eftir rúmlega klukkustundarleik. Piotr Zieliński tók það hins vegar ekki í mál, fór á sjálfur á punktinn og skoraði.

Staðan orðin 3-0 og reyndust það lokatölur. Napoli vinnur því einvígið 5-0 og er komið örugglega áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu ásamt Real Madríd, Chelsea, Manchester City, Inter Milan, AC Milan, Bayern München og Benfica.


Tengdar fréttir

Hefur sýnt og sannað að enn er hægt að koma á ó­vart á gervi­hnatta­öld

Georgímaðurinn Khvicha Kvaratskhelia, mögulega betur þekktur sem Kvaradona, hefur undanfarna mánuði heillað knattspyrnuaðdáendur á Ítalíu sem og um gervalla Evrópu með ótrúlegum hæfileikum sínum. Reikna má með að hann spæni upp vænginn þegar Napoli tekur á móti Eintracht Frankfurt í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira