Fótbolti

HM karla í knatt­spyrnu mun inni­halda 48 þjóðir árið 2026

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úrslitaleikurinn á HM 2026 verður áttundi leikur þjóðanna sem þangað komast. Lionel Messi og félagar í heimsmeistaraliði Argentínu léku aðeins sjö leiki í Katar.
Úrslitaleikurinn á HM 2026 verður áttundi leikur þjóðanna sem þangað komast. Lionel Messi og félagar í heimsmeistaraliði Argentínu léku aðeins sjö leiki í Katar. Cui Nan/Getty Images

Talið er næsta öruggt að Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, muni á næstunni samþykkja breytingu á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu. Mótið sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó mun innihalda 48 þjóðir og verða stærsta HM sögunnar.

FIFA hafði íhugað að bjóða upp á tólf þriggja þjóða riðla á HM 2026 en nú hefur verið ákveðið að það verði fjórar þjóðir í hverjum riðli. Og riðlarnir verða áfram tólf talsins. Það þýðir að alls verða 48 þjóðir á mótinu.

Þýðir þetta að það bætast 40 leikir við þá 64 sem voru á HM í Katar undir lok síðasta árs. Lið sem komast alla leið í úrslit munu því spila átta leiki frekar en sjö eins og Argentína og Frakkland gerðu í Katar. Það vekur athygli mótið mun áfram fara fram innan sama tímaramma og það hefur gert síðan 2010.

Með þessum breytingum vonast FIFA til að ná inn meira en níu milljörðum punda í tekjur. Samsvarar það rúmum 1500 milljörðum íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×