Innlent

„Það rigndi yfir okkur gler­brotum“

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Frá vettvangi í Álfheimum í dag.
Frá vettvangi í Álfheimum í dag. Vísir/Vilhelm

Mildi þykir að ekki fór verr þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum, keyrði á sjö bíla og hafnaði að endingu á rúðu á hárgreiðslustofu í Álfheimum í Reykjavík í dag. Glerbrotum rigndi yfir starfsfólk og viðskiptavini stofunnar sem var verulega brugðið.

Það var upp úr hádegi í dag sem að lögreglu og slökkviliði bárust tilkynningar um slysið. Þær Auður og Ragna hafa síðustu níu árin rekið hárgreiðslustofuna Hárfjelagið og voru við störf þegar slysið átti sér stað

„Við vorum bara hérna með sitt hvorn viðskiptavininn og svo bara þetta gerðist mjög snöggt. Við heyrðum miklar drunur og svo kom bara bílinn hérna inn.“ segir Auður Bryndís Sigurðardóttir eigandi Hárfélagsins.

Klippa: Gleri rigndi yfir viðskiptavini

Hún stóð við gluggann þegar bílinn skall á honum en viðskiptavinur var í stólnum hjá henni.

„Öllum var mjög brugðið og þetta var mikið sjokk.“

Þá varð nokkuð tjón á hárgreiðslustofunni.

„Allt brotnaði náttúrulega og mikið högg og það rigndi yfir okkur glerbrotum.“

Hún segir mildi að enginn þeirra fjögurra sem var inni hafi slasast.

„Ég held að við höfum sloppið bara vel miðað við allt.“

Maðurinn ók utan í konu. Hún slasaðist þó ekki alvarlega en var flutt ásamt einum til viðbótar á slysadeild til aðhlynningar.

Í dag komu menn frá tryggingarfélagi hárgreiðslustofunnar á staðinn til að meta tjónið en óvíst er hvenær hægt verður að opna stofuna aftur.

„Við vitum bara eiginlega ekki neitt en vonandi sem fyrst.“


Tengdar fréttir

Missti stjórn á bílnum og ók á rúðu í Álfheimum

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á bíla og að lokum á rúðu í Álfheimakjarnanum í Reykjavík í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að betur hafi farið en á horfðist. Kona slasaðist í óhappinu og var flutt á sjúkrahús, að sögn sjónarvotta sem fréttastofa ræddi við á vettvangi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×