Dæmdir í fangelsi vegna mannskæða troðningsins Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2023 11:56 Suko Sutrisno , öryggisstjóri Arema FC, niðurlútur í réttarsal. Hann var dæmdur í ársfangelsi vegna troðningsins mannskæða. Dómari taldi að hann hefði ekki gert sér grein fyrir skyldum sínum. EPA/Fully Handoko Tveir embættismenn knattspyrnuliðs voru dæmdir í fangelsi vegna troðningsins sem myndaðist á leikvangi í Malang í Indónesíu í dag. Á annað hundrað manns lést í troðningnum eftir að lögreglumenn skutu táragasi á aðdáendur sem þustu út á völlinn. Indónesískur dómstóll dæmdi tvo embættismenn heimaliðsins Arema FC seka um glæpsamlega vanrækslu sem hefði valdið dauða í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBCRífa niður leikvanginn í Indónesíu. Formaður skipulagsnefndar liðsins hlaut átján mánaða fangelsisdóm en öryggisstjóri þess eins árs dóm. Saksóknarar fóru fram á sex ára fangelsisdóma yfir þeim. Dómarinn í málinu sagði að þrátt fyrir að heimaliðið hefði gert ýmsar ráðstafanir í ljósi þess að oft hefði slegið í brýnu á milli stuðningsmanna Arema og erkifjendanna Persebaya Surabaya þá hefði það einnig selt þúsundir miða umfram það sem leikvangurinn rúmaði og hunsað læstar útgönguleiðir. Gríðarlegur troðningur myndaðist á Kanjuruhan-vellinum þegar lögreglumenn beittu táragasi á aðdáendur Arema sem þustu út á völlinn og aðra í stúkum eftir að liðið tapaði sínum fyrsta leik í áraraðir í október. Hundrað þrjátíu og fimm manns létu lífið og um sex hundruð slösuðust. Fjöldi barna var á meðal þeirra látnu. Slysið var það næst versta á knattspyrnuvelli í sögunni. Auk fulltrúa liðsins sem hlutu dóma í dag eru þrír lögreglumenn ákærðir fyrir að skipa undirmönnum sínum að beita táragasinu. Reglur Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) banna notkun táragass á leikjum. Indónesía Fótbolti Tengdar fréttir Rífa niður leikvanginn í Indónesíu Leikvangurinn þar sem yfir 130 manns létu lífið í troðningi í byrjun mánaðar verður rifinn niður og endurbyggður. Meira en fjörutíu börn voru meðal látinna í því sem forseti FIFA hefur kallað „einn svartasta dag fótboltans“. 19. október 2022 07:12 Aðgerðir lögreglu sagðar hafa valdið mannskæðum troðningnum Táragas sem lögreglumenn létu rigna yfir áhorfendur á knattspyrnuleik í Malang í Indónesíu um helgina er talið kveikjan að miklum troðningi sem varð að minnsta kosti 130 manns að bana. Aðgerðir lögreglu eru sagðar hafa stangast á við innlendar og alþjóðlegar reglur. 7. október 2022 14:04 Vel á annað hundrað látið í troðningi eftir tapleik Talið er að minnst 174 hafi látist í troðningi eftir óeirðir á knattspyrnuleik í Indónesíu í gærkvöldi. Um er að ræða einn mannskæðasta atburð íþróttasögunnar. 2. október 2022 07:44 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Sjá meira
Indónesískur dómstóll dæmdi tvo embættismenn heimaliðsins Arema FC seka um glæpsamlega vanrækslu sem hefði valdið dauða í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBCRífa niður leikvanginn í Indónesíu. Formaður skipulagsnefndar liðsins hlaut átján mánaða fangelsisdóm en öryggisstjóri þess eins árs dóm. Saksóknarar fóru fram á sex ára fangelsisdóma yfir þeim. Dómarinn í málinu sagði að þrátt fyrir að heimaliðið hefði gert ýmsar ráðstafanir í ljósi þess að oft hefði slegið í brýnu á milli stuðningsmanna Arema og erkifjendanna Persebaya Surabaya þá hefði það einnig selt þúsundir miða umfram það sem leikvangurinn rúmaði og hunsað læstar útgönguleiðir. Gríðarlegur troðningur myndaðist á Kanjuruhan-vellinum þegar lögreglumenn beittu táragasi á aðdáendur Arema sem þustu út á völlinn og aðra í stúkum eftir að liðið tapaði sínum fyrsta leik í áraraðir í október. Hundrað þrjátíu og fimm manns létu lífið og um sex hundruð slösuðust. Fjöldi barna var á meðal þeirra látnu. Slysið var það næst versta á knattspyrnuvelli í sögunni. Auk fulltrúa liðsins sem hlutu dóma í dag eru þrír lögreglumenn ákærðir fyrir að skipa undirmönnum sínum að beita táragasinu. Reglur Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) banna notkun táragass á leikjum.
Indónesía Fótbolti Tengdar fréttir Rífa niður leikvanginn í Indónesíu Leikvangurinn þar sem yfir 130 manns létu lífið í troðningi í byrjun mánaðar verður rifinn niður og endurbyggður. Meira en fjörutíu börn voru meðal látinna í því sem forseti FIFA hefur kallað „einn svartasta dag fótboltans“. 19. október 2022 07:12 Aðgerðir lögreglu sagðar hafa valdið mannskæðum troðningnum Táragas sem lögreglumenn létu rigna yfir áhorfendur á knattspyrnuleik í Malang í Indónesíu um helgina er talið kveikjan að miklum troðningi sem varð að minnsta kosti 130 manns að bana. Aðgerðir lögreglu eru sagðar hafa stangast á við innlendar og alþjóðlegar reglur. 7. október 2022 14:04 Vel á annað hundrað látið í troðningi eftir tapleik Talið er að minnst 174 hafi látist í troðningi eftir óeirðir á knattspyrnuleik í Indónesíu í gærkvöldi. Um er að ræða einn mannskæðasta atburð íþróttasögunnar. 2. október 2022 07:44 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Sjá meira
Rífa niður leikvanginn í Indónesíu Leikvangurinn þar sem yfir 130 manns létu lífið í troðningi í byrjun mánaðar verður rifinn niður og endurbyggður. Meira en fjörutíu börn voru meðal látinna í því sem forseti FIFA hefur kallað „einn svartasta dag fótboltans“. 19. október 2022 07:12
Aðgerðir lögreglu sagðar hafa valdið mannskæðum troðningnum Táragas sem lögreglumenn létu rigna yfir áhorfendur á knattspyrnuleik í Malang í Indónesíu um helgina er talið kveikjan að miklum troðningi sem varð að minnsta kosti 130 manns að bana. Aðgerðir lögreglu eru sagðar hafa stangast á við innlendar og alþjóðlegar reglur. 7. október 2022 14:04
Vel á annað hundrað látið í troðningi eftir tapleik Talið er að minnst 174 hafi látist í troðningi eftir óeirðir á knattspyrnuleik í Indónesíu í gærkvöldi. Um er að ræða einn mannskæðasta atburð íþróttasögunnar. 2. október 2022 07:44