Erlent

Hættu við að skjóta fyrstu þrívíddarprentuðu eldflauginni út í geim

Samúel Karl Ólason skrifar
GLHF á skotpalli í Flórída.
GLHF á skotpalli í Flórída. Relavitity Space

Starfsmenn fyrirtækisins Relativity Space ætluðu sér að reyna að skjóta fyrstu eldflauginni sem er nánast öll þrívíddarprentuð út í geim. Eldflaugin notar einnig metan sem eldsneyti, sem er ekki hefðbundið.

Búið er að hætta við geimskotið í kvöld. Ekki er búið að gefa upp hvað kom upp á né hvenær reyna á aftur.

Uppfært, aftur: Til stóð að skjóta eldflauginn á loft upp úr klukkan sex en því var svo frestað til klukkan sjö í fyrsta lagi. Nú hefur því verið frestað til um korter í níu. Skotglugginn svokallaði er opinn til um klukkan níu í kvöld.

Eldflaugin er af gerðinni Terran 1, og kallast GLHF eða „Good Luck, Have Fun“ og stendur til að skjóta henni á loft frá Flórída upp úr klukkan sjö. Eldflaugin ber engan farm í þessu geimskoti, þar sem að um tilraunaskot er að ræða.

Vonast er til að hægt verði að koma efra stigi eldflaugarinnar á braut um jörðu í um tvö hundruð kílómetra hæð. Markmiðið er þó að safna upplýsingum og sýna fram á að hægt sé að skjóta þrívíddarprentuðum eldflaugum út í geim.

Hægt verður að fylgjast með tilraunaskotinu í spilaranum hér að neðan. Eins og áður segir stendur til að skjóta eldflauginn upp upp úr klukkan sjö. Það gæti þó tafist en skotglugginn svokallaði verður opinn í þrjár klukkustundir.

Eldflaugin er talin vera stærsti málmhlutur sem hefur verið þrívíddarprentaður en hún er rúmlega 33 metra há.

Um 85 prósent allrar eldflaugarinnar er þrívíddarprentaður en markmið starfsmanna Relativity Space er að eldflaugar framtíðarinnar verði 95 prósent þrívíddarprentaðar.

Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir hvernig eldflaugin er prentuð. Þar að neðan má svo fylgjast með tístum frá Relativity Space þar sem sagt verður frá helstu vendingum í aðdraganda tilraunaskotsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×