Dómurinn algjört ippon fyrir SA Árni Sæberg og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 6. mars 2023 21:35 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir dóm Félagsdóms í dag algjört ippon fyrir SA. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambands Íslands segir niðurstöðu Félagsdóms í dag vera vonbrigði. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að verkbann Samtaka atvinnulífsins hafi verið löglega boðað og Samtökum atvinnulífsins yfirhöfuð heimilt að boða til verkbanna. Framkvæmdastjóri SA fagnar niðurstöðunni. Rúm vika er síðan Alþýðusamband Íslands stefndi SA fyrir hönd Eflingar til að fá verkbann gegn Eflingarfólki ógilt enda taldi ASÍ að það hefði verið boðað með ólögmætum hætti. Verkbannið kom þó aldrei til framkvæmda þar sem því og öllum verkföllum var frestað þann fyrsta mars. Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti ASÍ hefði viljað sjá aðra niðurstöðu í dag. „Það eru svo sem ákveðin vonbrigði að þetta hafi farið svona þar sem að við töldum að það væri atriði þarna sem væri ekki í samræmi við lögin en þetta er hins vegar bara niðurstaða félagsdóms og við unum henni að sjálfsögðu.“ Kristján segir dóminn geta haft nokkra þýðingu. „Það liggur bara skýrar fyrir hvernig á að framkvæma atkvæðagreiðslur og framkvæmd um boðun verkbanna og verkfalla væntanlega.“ „Þetta auðvitað skýrir svolítið þessa stöðu. Hvað þarf til og er auðvitað ákveðin leiðbeining inn í framtíðina og væntanlega fyrir okkur. Við eigum eftir að meta og renna dýpra yfir dóminn auðvitað og sjá hvaða áhrif þetta getur haft og við þurfum auðvitað að sjá hvernig það er og sjá hvernig við getum nýtt okkur þetta,“ segir Kristján Þórður. Dómurinn alveg skýr Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir dóm Félagsdóm vera skýran. Annars vegar hvað það varðar að Samtökum atvinnulífsins er heimilt að boða verkbann eins og kveðið er á um í vinnulöggjöfinni og dómurinn sé mjög afdráttarlaus hvað það áhrærir. Hins vegar varðandi það að atkvæðagreiðsla meðal aðildarfyrirtæki SA um verkbannsboðunina hafi verið lögmæt og rétt framkvæmd. „Þannig að ég myndi segja að dómurinn hafi verið algjört ippon fyrir Samtök atvinnulífsins,“ segir Halldór Benjamín. Gerir ráð fyrir að aðildarfyrirtæki samþykki miðlunartillögu Líkt og fjallað hefur verið ítarlega um er miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara í kjaradeilu SA og Eflingar í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum samningsaðila. Atkvæðagreiðslunni lýkur á miðvikudagsmorgun. „Ég geri ráð fyrir því að aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins muni ekki liggja á liði sínu og taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu og greiða miðlunartillögunni atkvæði. Ég á svona frekar von á því að hún verði samþykkt frekar en hitt,“ segir Halldór Benjamín um atkvæðagreiðsluna. Kjaraviðræður 2022-23 ASÍ Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkbannið löglega boðað Verkbann Samtaka atvinnulífsins var löglega boðað. Þetta staðfestir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins en dómur í málinu var kveðinn upp klukkan þrjú. 6. mars 2023 15:15 Kemur í ljós eftir viku hvort hnúturinn raknar Ef miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara verður samþykkt heggur hún á hnút hörðustu kjaradeilu í landinu á síðari árum. Tillagan gerir ráð fyrir sömu launahækkunum og aðrir hafa fengið en þernur á hótelum og bílstjórar olíufélaganna og Samskipa fá að auki hækkun um launaflokk og áhættuþóknun. 1. mars 2023 19:40 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Rúm vika er síðan Alþýðusamband Íslands stefndi SA fyrir hönd Eflingar til að fá verkbann gegn Eflingarfólki ógilt enda taldi ASÍ að það hefði verið boðað með ólögmætum hætti. Verkbannið kom þó aldrei til framkvæmda þar sem því og öllum verkföllum var frestað þann fyrsta mars. Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti ASÍ hefði viljað sjá aðra niðurstöðu í dag. „Það eru svo sem ákveðin vonbrigði að þetta hafi farið svona þar sem að við töldum að það væri atriði þarna sem væri ekki í samræmi við lögin en þetta er hins vegar bara niðurstaða félagsdóms og við unum henni að sjálfsögðu.“ Kristján segir dóminn geta haft nokkra þýðingu. „Það liggur bara skýrar fyrir hvernig á að framkvæma atkvæðagreiðslur og framkvæmd um boðun verkbanna og verkfalla væntanlega.“ „Þetta auðvitað skýrir svolítið þessa stöðu. Hvað þarf til og er auðvitað ákveðin leiðbeining inn í framtíðina og væntanlega fyrir okkur. Við eigum eftir að meta og renna dýpra yfir dóminn auðvitað og sjá hvaða áhrif þetta getur haft og við þurfum auðvitað að sjá hvernig það er og sjá hvernig við getum nýtt okkur þetta,“ segir Kristján Þórður. Dómurinn alveg skýr Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir dóm Félagsdóm vera skýran. Annars vegar hvað það varðar að Samtökum atvinnulífsins er heimilt að boða verkbann eins og kveðið er á um í vinnulöggjöfinni og dómurinn sé mjög afdráttarlaus hvað það áhrærir. Hins vegar varðandi það að atkvæðagreiðsla meðal aðildarfyrirtæki SA um verkbannsboðunina hafi verið lögmæt og rétt framkvæmd. „Þannig að ég myndi segja að dómurinn hafi verið algjört ippon fyrir Samtök atvinnulífsins,“ segir Halldór Benjamín. Gerir ráð fyrir að aðildarfyrirtæki samþykki miðlunartillögu Líkt og fjallað hefur verið ítarlega um er miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara í kjaradeilu SA og Eflingar í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum samningsaðila. Atkvæðagreiðslunni lýkur á miðvikudagsmorgun. „Ég geri ráð fyrir því að aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins muni ekki liggja á liði sínu og taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu og greiða miðlunartillögunni atkvæði. Ég á svona frekar von á því að hún verði samþykkt frekar en hitt,“ segir Halldór Benjamín um atkvæðagreiðsluna.
Kjaraviðræður 2022-23 ASÍ Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkbannið löglega boðað Verkbann Samtaka atvinnulífsins var löglega boðað. Þetta staðfestir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins en dómur í málinu var kveðinn upp klukkan þrjú. 6. mars 2023 15:15 Kemur í ljós eftir viku hvort hnúturinn raknar Ef miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara verður samþykkt heggur hún á hnút hörðustu kjaradeilu í landinu á síðari árum. Tillagan gerir ráð fyrir sömu launahækkunum og aðrir hafa fengið en þernur á hótelum og bílstjórar olíufélaganna og Samskipa fá að auki hækkun um launaflokk og áhættuþóknun. 1. mars 2023 19:40 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Verkbannið löglega boðað Verkbann Samtaka atvinnulífsins var löglega boðað. Þetta staðfestir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins en dómur í málinu var kveðinn upp klukkan þrjú. 6. mars 2023 15:15
Kemur í ljós eftir viku hvort hnúturinn raknar Ef miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara verður samþykkt heggur hún á hnút hörðustu kjaradeilu í landinu á síðari árum. Tillagan gerir ráð fyrir sömu launahækkunum og aðrir hafa fengið en þernur á hótelum og bílstjórar olíufélaganna og Samskipa fá að auki hækkun um launaflokk og áhættuþóknun. 1. mars 2023 19:40