Tsikhanouskaja dæmd í fimmtán ára fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 6. mars 2023 13:20 Hin fertuga Svetlana Tsikhanouskaja hefur lifað í útlegð í Póllandi og Litháen síðustu ár. EPA Dómstóll í Hvíta-Rússlandi hefur dæmt Svetlönu Tsikhanouskaju, einn leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar, í fimmtán ára fangelsi fyrir landráð. Hún var sakfelld fyrir að hafa ætlað sér að ræna völdum í landinu. Tsikhanouskaja var dæmd í sinni fjarveru en hún flúði land eftir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi árið 2020 þar sem hún bauð sig fram gegn Alexandr Lúkasjenka. Hin fertuga Tsikhanouskaja hefur lifað í útlegð í Póllandi og Litháen síðustu ár. Saksóknarar í Hvíta-Rússlandi höfðuðu mál gegn henni í janúar, en sjálf hefur hún kallað málshöfðunina farsa og hafi ekkert með réttsýni að gera. Tsikhanouskaja tók yfir hlutverkinu sem leiðtogi stjórnarandstöðu landsins eftir að eiginmaður hennar, forsetaframbjóðandinn Sergei Tsikhanouskí, var dæmdur í átján ára fangelsi í aðdraganda kosninganna 2020. Eftir kosningarnar lýsti Tsikhanouskaja yfir sigri þó að forsetinn Lúkasjenka hafi verið lýstur opinber sigurvegari kosninganna. Kosningarnar 2020 leiddu til gríðarlegrar mótmælabylgju í Hvíta-Rússlandi – landi sem oft hefur verið lýst sem síðasta einræðisríki Evrópu. Mikill fjöldi stjórnarandstæðinga var þá handtekinn, en Tsikhanouskaja flúði land áður en hún var handtekin. Í útlegð hefur hún gagnrýnt Lúkasjenka harðlega fyrir stjórnarhætti sína og hvatt önnur ríki til að beita hvítrússnesku stjórninni viðskiptaþvingunum. Greint var frá því í síðustu viku að Nóbelsverðlaunahafinn og aðgerðasinninn, Ales Bialiatski, hafi verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir fjársvik og að hafa fjármagnað ólögleg mótmæli. Dómurinn hefur víða verið fordæmdur. Lúkasjenka hefur gegnt embætti forseta Hvíta-Rússlands frá árinu 1994, en hann er ötull bandamaður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Friðarverðlaunahafi dæmdur í fangelsi í Belarús Yfirvöld í Belarús, eða Hvíta-Rússlandi, hafa dæmt Alex Bialiatski til tíu ára fangelsisvistar. Það er samkvæmt Viasna, mannréttindasamtökum sem hann stofnaði en Bialiatski var dæmdur fyrir að hafa fjármagnað mótmæli í gegn alræðisstjórn Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Belarús. 3. mars 2023 12:08 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Tsikhanouskaja var dæmd í sinni fjarveru en hún flúði land eftir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi árið 2020 þar sem hún bauð sig fram gegn Alexandr Lúkasjenka. Hin fertuga Tsikhanouskaja hefur lifað í útlegð í Póllandi og Litháen síðustu ár. Saksóknarar í Hvíta-Rússlandi höfðuðu mál gegn henni í janúar, en sjálf hefur hún kallað málshöfðunina farsa og hafi ekkert með réttsýni að gera. Tsikhanouskaja tók yfir hlutverkinu sem leiðtogi stjórnarandstöðu landsins eftir að eiginmaður hennar, forsetaframbjóðandinn Sergei Tsikhanouskí, var dæmdur í átján ára fangelsi í aðdraganda kosninganna 2020. Eftir kosningarnar lýsti Tsikhanouskaja yfir sigri þó að forsetinn Lúkasjenka hafi verið lýstur opinber sigurvegari kosninganna. Kosningarnar 2020 leiddu til gríðarlegrar mótmælabylgju í Hvíta-Rússlandi – landi sem oft hefur verið lýst sem síðasta einræðisríki Evrópu. Mikill fjöldi stjórnarandstæðinga var þá handtekinn, en Tsikhanouskaja flúði land áður en hún var handtekin. Í útlegð hefur hún gagnrýnt Lúkasjenka harðlega fyrir stjórnarhætti sína og hvatt önnur ríki til að beita hvítrússnesku stjórninni viðskiptaþvingunum. Greint var frá því í síðustu viku að Nóbelsverðlaunahafinn og aðgerðasinninn, Ales Bialiatski, hafi verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir fjársvik og að hafa fjármagnað ólögleg mótmæli. Dómurinn hefur víða verið fordæmdur. Lúkasjenka hefur gegnt embætti forseta Hvíta-Rússlands frá árinu 1994, en hann er ötull bandamaður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Friðarverðlaunahafi dæmdur í fangelsi í Belarús Yfirvöld í Belarús, eða Hvíta-Rússlandi, hafa dæmt Alex Bialiatski til tíu ára fangelsisvistar. Það er samkvæmt Viasna, mannréttindasamtökum sem hann stofnaði en Bialiatski var dæmdur fyrir að hafa fjármagnað mótmæli í gegn alræðisstjórn Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Belarús. 3. mars 2023 12:08 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Friðarverðlaunahafi dæmdur í fangelsi í Belarús Yfirvöld í Belarús, eða Hvíta-Rússlandi, hafa dæmt Alex Bialiatski til tíu ára fangelsisvistar. Það er samkvæmt Viasna, mannréttindasamtökum sem hann stofnaði en Bialiatski var dæmdur fyrir að hafa fjármagnað mótmæli í gegn alræðisstjórn Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Belarús. 3. mars 2023 12:08