Rússnesk stjórnvöld nema úkraínsk börn á brott og flytja þau til Rússlands Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 5. mars 2023 14:31 Þúsundir úkraínskra barna hafa verið á flótta síðan Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir ári. Cem Tekkesinoglu/Getty Images Rússnesk stjórnvöld hafa numið hundruð úkraínskra barna á brott frá heimilum sínum á hernumdum svæðum í Úkraínu. Þeim er veittur rússneskur ríkisborgararéttur og rússneskar fjölskyldur ættleiða börnin, sem er ranglega sagt að foreldrar þeirra séu látnir. Ár frá innrásinni Nú þegar umheimurinn minnist þess að rétt eitt ár er liðið síðan innrásarher frá Rússlandi réðist inn í Úkraínu og hóf grimmilegt stríð sem ekki enn sér fyrir endann á, hafa rannsóknarblaðamenn hjá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva flett ofan af athæfi rússneska hersins og stjórnvalda sem minnir um margt á vinnubrögð helstu alræðisstjórna Evrópu á síðustu öld. Rússar hafa rænt hundruðum barna Blaðamennirnir hafa komist að því að hundruð úkraínskra barna hafa verið fjarlægð frá heimkynnum sínum og þau flutt til Rússlands. Eins hafa börn sem voru í læknismeðferð eða í sumarbúðum í Rússlandi ekki skilað sér aftur heim. Börnunum er sagt að foreldrar þeirra séu látnir, þeim er í hasti útvegað rússneskt ríkisfang, en Pútín breytti lögum um ríkisfang í þá átt í fyrrasumar að úkraínsk börn fá flýtimeðferð, því ekki er leyfilegt að ættleiða erlenda ríkisborgara. Kynnt sem mannúðarverk í rússneskum fjölmiðlum Í Rússlandi er þetta kynnt sem mikið mannúðarverk, rússneska sjónvarpið hefur sýnt fréttamyndir þar sem munaðarlausu börnin, eins og þau eru vitanlega kölluð, koma með lestum til Rússlands. Þar er tekið á móti þeim með gjafakörfum og faðmlögum og barngott fólk bjargar þeim frá hörmungum stríðsins og veitir þeim skjól og örugga framtíð. Úkraínsk stjórnvöld segja barnsránin vera alvarlegan stríðsglæp Úkraínsk stjórnvöld hafa heldur betur aðra sögu að segja og fullyrða að rússnesk stjórnvöld séu að fremja stórkostlega stríðsglæpi með þessu framferði. Þau fullyrða að 16.000 börn hafi verið flutt nauðungarflutningum, sú tala fæst þó ekki staðfest, en blaðamennirnir sem flett hafa ofan af nauðungarflutningum úkraínsku barnanna segja börnin vera að minnsta kosti 400. Mörg barnanna eru send til höfuðborgarinnar Moskvu, en þau eru líka send út í hinar dreifðu byggðir og sum allt til Síberíu. Framferði Rússa fordæmt um allan heim Stjórnvöld víða um heim, Sameinuðu þjóðirnar og alþjóðastofnanir hafa fordæmt þetta framferði. Filippo Grandi, framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna sagði nýlega að á stríðstímum sé ekki nokkur vegur að ákveða hvort börn eigi foreldra og forráðamenn, hvað þá að leyfa fjölskyldum innrásarlandsins að ættleiða börnin. Hér er hægt að kynna sér umfjöllun EBU um málið. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Að minnsta kosti 6.000 börn frá Úkraínu hafa verið send í svokallaðar „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi, með það að markmiði að heilaþvo þau með rússneskum áróðri. Hundruð barna var haldið í búðunum í margar vikur eða mánuði. 15. febrúar 2023 06:54 Segjast ætla að draga Rússa til ábyrgðar Forsetar bandaríkjanna og Frakklands sögðust á blaðamannafundi í gær ætla að draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi og önnur ódæði þeirra í Úkraínu. Joe Biden sagðist tilbúinn til viðræðna við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en eingöngu ef Pútín væri að leita leiða til að binda enda á innrásina í Úkraínu. 2. desember 2022 13:40 Pyntingar á pyntingar ofan Rúmum tveimur vikum eftir að Rússar hörfuðu frá Kherson-borg og vesturbakka Dniproár fer frásögnum af pyntingum og öðrum ódæðum rússneskra hermanna í héraðinu fjölgandi. Minnst fimm staðir hafa fundist í borginni og fjórir aðrir á svæðinu þar sem íbúar segja að þeir hafi verið yfirheyrðir, pyntaðir, þeim hafi verið misþyrmt og hótað lífláti. 29. nóvember 2022 23:00 Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Yfirvöld í Rússlandi hafa rænt fjölmörgum úkraínskum börnum frá yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og ættleitt þau til fólks í Rússlandi. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. 14. október 2022 10:19 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Ár frá innrásinni Nú þegar umheimurinn minnist þess að rétt eitt ár er liðið síðan innrásarher frá Rússlandi réðist inn í Úkraínu og hóf grimmilegt stríð sem ekki enn sér fyrir endann á, hafa rannsóknarblaðamenn hjá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva flett ofan af athæfi rússneska hersins og stjórnvalda sem minnir um margt á vinnubrögð helstu alræðisstjórna Evrópu á síðustu öld. Rússar hafa rænt hundruðum barna Blaðamennirnir hafa komist að því að hundruð úkraínskra barna hafa verið fjarlægð frá heimkynnum sínum og þau flutt til Rússlands. Eins hafa börn sem voru í læknismeðferð eða í sumarbúðum í Rússlandi ekki skilað sér aftur heim. Börnunum er sagt að foreldrar þeirra séu látnir, þeim er í hasti útvegað rússneskt ríkisfang, en Pútín breytti lögum um ríkisfang í þá átt í fyrrasumar að úkraínsk börn fá flýtimeðferð, því ekki er leyfilegt að ættleiða erlenda ríkisborgara. Kynnt sem mannúðarverk í rússneskum fjölmiðlum Í Rússlandi er þetta kynnt sem mikið mannúðarverk, rússneska sjónvarpið hefur sýnt fréttamyndir þar sem munaðarlausu börnin, eins og þau eru vitanlega kölluð, koma með lestum til Rússlands. Þar er tekið á móti þeim með gjafakörfum og faðmlögum og barngott fólk bjargar þeim frá hörmungum stríðsins og veitir þeim skjól og örugga framtíð. Úkraínsk stjórnvöld segja barnsránin vera alvarlegan stríðsglæp Úkraínsk stjórnvöld hafa heldur betur aðra sögu að segja og fullyrða að rússnesk stjórnvöld séu að fremja stórkostlega stríðsglæpi með þessu framferði. Þau fullyrða að 16.000 börn hafi verið flutt nauðungarflutningum, sú tala fæst þó ekki staðfest, en blaðamennirnir sem flett hafa ofan af nauðungarflutningum úkraínsku barnanna segja börnin vera að minnsta kosti 400. Mörg barnanna eru send til höfuðborgarinnar Moskvu, en þau eru líka send út í hinar dreifðu byggðir og sum allt til Síberíu. Framferði Rússa fordæmt um allan heim Stjórnvöld víða um heim, Sameinuðu þjóðirnar og alþjóðastofnanir hafa fordæmt þetta framferði. Filippo Grandi, framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna sagði nýlega að á stríðstímum sé ekki nokkur vegur að ákveða hvort börn eigi foreldra og forráðamenn, hvað þá að leyfa fjölskyldum innrásarlandsins að ættleiða börnin. Hér er hægt að kynna sér umfjöllun EBU um málið.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Að minnsta kosti 6.000 börn frá Úkraínu hafa verið send í svokallaðar „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi, með það að markmiði að heilaþvo þau með rússneskum áróðri. Hundruð barna var haldið í búðunum í margar vikur eða mánuði. 15. febrúar 2023 06:54 Segjast ætla að draga Rússa til ábyrgðar Forsetar bandaríkjanna og Frakklands sögðust á blaðamannafundi í gær ætla að draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi og önnur ódæði þeirra í Úkraínu. Joe Biden sagðist tilbúinn til viðræðna við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en eingöngu ef Pútín væri að leita leiða til að binda enda á innrásina í Úkraínu. 2. desember 2022 13:40 Pyntingar á pyntingar ofan Rúmum tveimur vikum eftir að Rússar hörfuðu frá Kherson-borg og vesturbakka Dniproár fer frásögnum af pyntingum og öðrum ódæðum rússneskra hermanna í héraðinu fjölgandi. Minnst fimm staðir hafa fundist í borginni og fjórir aðrir á svæðinu þar sem íbúar segja að þeir hafi verið yfirheyrðir, pyntaðir, þeim hafi verið misþyrmt og hótað lífláti. 29. nóvember 2022 23:00 Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Yfirvöld í Rússlandi hafa rænt fjölmörgum úkraínskum börnum frá yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og ættleitt þau til fólks í Rússlandi. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. 14. október 2022 10:19 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Að minnsta kosti 6.000 börn frá Úkraínu hafa verið send í svokallaðar „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi, með það að markmiði að heilaþvo þau með rússneskum áróðri. Hundruð barna var haldið í búðunum í margar vikur eða mánuði. 15. febrúar 2023 06:54
Segjast ætla að draga Rússa til ábyrgðar Forsetar bandaríkjanna og Frakklands sögðust á blaðamannafundi í gær ætla að draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi og önnur ódæði þeirra í Úkraínu. Joe Biden sagðist tilbúinn til viðræðna við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en eingöngu ef Pútín væri að leita leiða til að binda enda á innrásina í Úkraínu. 2. desember 2022 13:40
Pyntingar á pyntingar ofan Rúmum tveimur vikum eftir að Rússar hörfuðu frá Kherson-borg og vesturbakka Dniproár fer frásögnum af pyntingum og öðrum ódæðum rússneskra hermanna í héraðinu fjölgandi. Minnst fimm staðir hafa fundist í borginni og fjórir aðrir á svæðinu þar sem íbúar segja að þeir hafi verið yfirheyrðir, pyntaðir, þeim hafi verið misþyrmt og hótað lífláti. 29. nóvember 2022 23:00
Hafa rænt úkraínskum börnum í massavís Yfirvöld í Rússlandi hafa rænt fjölmörgum úkraínskum börnum frá yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og ættleitt þau til fólks í Rússlandi. Meðal annars hefur verið logið að börnunum að úkraínskir foreldrar þeirra vilji þau ekki. 14. október 2022 10:19