Skilaboð Blinkens til Lavrovs voru einföld og skýr Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2023 18:57 Sergey Lavrov og Antony Blinken áttu örstuttan tvíhliða fund á Indlandi í dag þar sem Blinken ítrekaði að Bandaríkin muni styðja Úkraínu í vörnum þeirra gegn grimmilegri innrás Rússa allt til enda. AP/Manish Swarup Skuggi innrásar Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni á fundi utanríkisráðherra 20 helstu iðnríkja heims á Indlandi í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna skoraði á Rússa að láta af hernaði sínum og utanríkisráðherra Rússlands sagði aldrei hafa staðið á Rússum að semja við Bandaríkin um örlög Úkraínu. Utanríkisráðherrar 20 helstu iðnríkja heims funduðu í Nýju Delí á Indlandi í dag þar sem innrás Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna funduðu óvænt einir í um tíu mínútur, sem var þeirra fyrsti fundur frá innrás Rússa í febrúar í fyrra. Skilaboðin Blinkens til Rússa voru einföld og skýr. Mikilvæg málefni eins og glíman við loftslagsbreytingarnar féllu í skuggan fyrir innrás Rússa í úkraínu á G20 fundinum í dag.AP/Olivier Douliery „Stöðvið þetta árásarstríð og gefið ykkur í raunverulegan erindrekstur sem getur leitt til sanngjarns og varanlegs friðar," voru einföld skilaboð Blinken til Lavrovs. Forseti Úkraínu hefði lagt fram tíu punkta áætlun um hvernig mætti koma á friði. Bandaríkin styddu Úkraínu á þeirri braut og varnir þeirra gegn innrásinni. „Putin forseti hefur ekki sýnt nokkurn áhuga á friðarviðræðum við Úkraínu. Hefur sagt að það væri ekkert um að tala við Úkraínu fyrr en Úkraína - og ég hef beint eftir honum 'hefur sætt sig við raunveruleika nýrra yfirráðasvæða' á sama tíma og hann hefur haldið áfram villimensku sinni í Úkraínu," sagði Blinken á fréttamannafundi. Sergey Lavrov hélt hins vegar áfram þeim málflutingi Putins að ekki þyrfti að semja við Úkraínu heldur Bandaríkin um örlög Úkraínu. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands segir Rússa hafa margítrekað vilja sinn til að semja við Bandaríkin um málefni Úkraínu.AP/utanríkisþjónusta Rússlands „Við öfum marg sinnis lýst því yfir opinberlega að við höfum aldrei hafnað alvarlegum tillögum sem byggja á einlægri þrá um að komast að pólitískri ákvörðun,“ sagði Lavrov. Hann ræki ekki minni til þess að Bandaríkin og bandamenn þeirra hefðu hvatt Úkraínumenn til friðarviðræðna. „Sennilega, og þar liggur sannleikurinn, vegna þess að þrýst er á Úkraínu að halda stríðinu áfram,“ sagði Lavrov." Þannig héldu Vesturlönd áfram nýlendustefnu sinni. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Rússneskir öfgamenn réðust á þorp í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi segja hóp skemmdarverkamanna frá Úkraínu hafa gert árásir á þorp í Bryanskhéraði í Rússlandi. Hópur fjar-hægri Rússa sem er andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur lýst yfir ábyrgð á atvikinu, sem Pútín hefur lýst sem hryðjuverki. 2. mars 2023 14:47 Óvæntur hliðarfundur á hitafundi Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands hittust stuttlega á óvæntum hliðarfundi á samkomu G20-ríkjanna á Indlandi í dag. 2. mars 2023 14:05 G20 ríkin funda á Indlandi Utanríkisráðherrar G20 ríkjanna koma saman í Nýju Delí á Indlandi í dag. 2. mars 2023 07:36 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Utanríkisráðherrar 20 helstu iðnríkja heims funduðu í Nýju Delí á Indlandi í dag þar sem innrás Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna funduðu óvænt einir í um tíu mínútur, sem var þeirra fyrsti fundur frá innrás Rússa í febrúar í fyrra. Skilaboðin Blinkens til Rússa voru einföld og skýr. Mikilvæg málefni eins og glíman við loftslagsbreytingarnar féllu í skuggan fyrir innrás Rússa í úkraínu á G20 fundinum í dag.AP/Olivier Douliery „Stöðvið þetta árásarstríð og gefið ykkur í raunverulegan erindrekstur sem getur leitt til sanngjarns og varanlegs friðar," voru einföld skilaboð Blinken til Lavrovs. Forseti Úkraínu hefði lagt fram tíu punkta áætlun um hvernig mætti koma á friði. Bandaríkin styddu Úkraínu á þeirri braut og varnir þeirra gegn innrásinni. „Putin forseti hefur ekki sýnt nokkurn áhuga á friðarviðræðum við Úkraínu. Hefur sagt að það væri ekkert um að tala við Úkraínu fyrr en Úkraína - og ég hef beint eftir honum 'hefur sætt sig við raunveruleika nýrra yfirráðasvæða' á sama tíma og hann hefur haldið áfram villimensku sinni í Úkraínu," sagði Blinken á fréttamannafundi. Sergey Lavrov hélt hins vegar áfram þeim málflutingi Putins að ekki þyrfti að semja við Úkraínu heldur Bandaríkin um örlög Úkraínu. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands segir Rússa hafa margítrekað vilja sinn til að semja við Bandaríkin um málefni Úkraínu.AP/utanríkisþjónusta Rússlands „Við öfum marg sinnis lýst því yfir opinberlega að við höfum aldrei hafnað alvarlegum tillögum sem byggja á einlægri þrá um að komast að pólitískri ákvörðun,“ sagði Lavrov. Hann ræki ekki minni til þess að Bandaríkin og bandamenn þeirra hefðu hvatt Úkraínumenn til friðarviðræðna. „Sennilega, og þar liggur sannleikurinn, vegna þess að þrýst er á Úkraínu að halda stríðinu áfram,“ sagði Lavrov." Þannig héldu Vesturlönd áfram nýlendustefnu sinni.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Rússneskir öfgamenn réðust á þorp í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi segja hóp skemmdarverkamanna frá Úkraínu hafa gert árásir á þorp í Bryanskhéraði í Rússlandi. Hópur fjar-hægri Rússa sem er andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur lýst yfir ábyrgð á atvikinu, sem Pútín hefur lýst sem hryðjuverki. 2. mars 2023 14:47 Óvæntur hliðarfundur á hitafundi Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands hittust stuttlega á óvæntum hliðarfundi á samkomu G20-ríkjanna á Indlandi í dag. 2. mars 2023 14:05 G20 ríkin funda á Indlandi Utanríkisráðherrar G20 ríkjanna koma saman í Nýju Delí á Indlandi í dag. 2. mars 2023 07:36 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Rússneskir öfgamenn réðust á þorp í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi segja hóp skemmdarverkamanna frá Úkraínu hafa gert árásir á þorp í Bryanskhéraði í Rússlandi. Hópur fjar-hægri Rússa sem er andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur lýst yfir ábyrgð á atvikinu, sem Pútín hefur lýst sem hryðjuverki. 2. mars 2023 14:47
Óvæntur hliðarfundur á hitafundi Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands hittust stuttlega á óvæntum hliðarfundi á samkomu G20-ríkjanna á Indlandi í dag. 2. mars 2023 14:05
G20 ríkin funda á Indlandi Utanríkisráðherrar G20 ríkjanna koma saman í Nýju Delí á Indlandi í dag. 2. mars 2023 07:36