Innlent

Ungi maðurinn er aftur fundinn

Árni Sæberg skrifar
Nóttin var róleg hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Nóttin var róleg hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Átján ára karlmaður sem lögreglan lýsti eftir í tvígang í gærkvöldi er kominn í leitirnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Um var að ræða Daníel Cross átján ára, rúmlega 190 sentimetrar á hæð, þéttvaxinn og með mikið krullað hár.

Daníel var klæddur í svartan stuttermabol, gallabuxur og svarta Nike Air Force skó þegar hann fór frá dvalarstað sínum að í Hafnarfirði seint í gærkvöldi. Þetta kom fram í tilkynningu frá lögreglu.

Þau sem gátu gefið upplýsingar um ferðir viðkomandi voru vinsamlegast beðin um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.

Uppfært klukkan 07:30: Í tilkynningu frá lögreglu segir að viðkomandi sé kominn í leitirnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×