Fótbolti

Alexandra koma ekki við sögu þegar Fiorentina tapaði

Smári Jökull Jónsson skrifar
Alexandra Jóhannsdóttir er að spila vel á Ítalíu.
Alexandra Jóhannsdóttir er að spila vel á Ítalíu. Gabriele Maltinti/Getty Images

Alexandra Jóhannsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Fiorentina þegar liðið tapaði 3-1 á útivelli gegn Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Um var að ræða leik á milli liðanna í þriðja og fjórða sæti deildarinnaren Alexandra hefur gert góða hluti með Fiorentina á tímabilinu en hún var í íslenska landsliðshópnum á Pinatar-mótinu sem er nýlokið.

Gestirnir úr Fiorentina komust yfir með marki hinnar spænsku Veronica Boquete á 14.mínútu en Tabitha Chawinga skoraði tvö mörk fyrir hlé og sá til þess að Inter var í forystu í hálfleik.

Í síðari hálfleik gerði Fiorentina þrjár breytingar á liði sínu en allt kom fyrir ekki, Lisa Alborghetti skoraði þriðja mark Inter á 86.mínútu og Inter vann 3-1 sigur.

Þetta er annar tapleikur Fiorentina í röð sem féll niður í fjórða sætið við tapið í dag en Inter er einu stigi á undan í þriðja sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×