Boði ríkissáttasemjari til fundar fresti Efling og SA verkbanni og verkföllum Heimir Már Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 24. febrúar 2023 12:31 Sólveig Anna, Heimir og Halldór Benjamín ræða málin í Pallborðinu. Vísir/Arnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins takast á um stöðuna í kjaradeilu þeirra í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan tvö í dag. Ekki sér fyrir endann á deilunni sem harðnar dag frá degi. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði voru lausir hinn 1. nóvember þegar lífskjarasamningarnir svo kölluðu sem gerðir voru í apríl 2019 runnu sitt skeið. Undirbúningur að gerð nýrra kjarasamninga hófst strax í fyrra haust og hinn 3. desember skrifuðu öll aðildafélög Starfsgreinasambandsins nema Efling undir nýjan skammtíma kjarasamning sem gildir til 31. janúar 2024. Samningurinn var afturvirkur og gilti frá 1. nóvember og var það í fyrsta sinn í langan tíma sem nýr kjarasamnngur á almenna vinnumarkaðnum tók beint við af samningi sem var að renna út. Nokkrum dögum síðar hinn 12. desember samþykktu VR ásamt iðnaðar- og tæknimönnum að undirrita svipaðan samning og SGS hafði gert. Uppfært: Pallborðinu er lokið en upptöku af því má sjá hér. Textalýsingu má finna neðst í greininni. Fljótlega lá fyrir að Efling gat ekki sætt sig við SGS samninginn. Eftir árangurslausar viðræður félagsins við Samtök atvinnulífsins lagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hinn 26. janúar fram miðlunartillögu í deilunni. Efling neitaði embættinu um aðgang að félagatali sínu til að hægt yrði að greiða um hana atkvæði. Síðan þá hefur allt logað í málaferlum fyrir héraðsdómi, Félagsdómi og Landsrétti. Vinnumarkaðsráðherra setti Ástráð Haraldsson héraðsdómara í embætti ríkissáttasemjara í deilunni hinn 14. febrúar vegna vantrausts forystu Eflinar á Aðalsteini. Vonir voru bundnar við þriggja daga samningalotu undir hans stjórn frá síðasta föstudegi til sunnudags en það slitnaði upp úr þeim. Eftir það samþykktu aðildarfyrirtæki SA verkbann á alla félaga Eflingar og Efling féll frá boðun þriðju verkfallslotu sinni. Fyrri verkfallsaðgerðir standa hins vegar enn yfir. Þannig er staðan í dag þegar forystufólk Eflingar og SA mætast í beinni útsendingu með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag. Hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér að ofan eða í vaktinni, þar sem við munum greina frá framgangi mála, hér að neðan.
Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði voru lausir hinn 1. nóvember þegar lífskjarasamningarnir svo kölluðu sem gerðir voru í apríl 2019 runnu sitt skeið. Undirbúningur að gerð nýrra kjarasamninga hófst strax í fyrra haust og hinn 3. desember skrifuðu öll aðildafélög Starfsgreinasambandsins nema Efling undir nýjan skammtíma kjarasamning sem gildir til 31. janúar 2024. Samningurinn var afturvirkur og gilti frá 1. nóvember og var það í fyrsta sinn í langan tíma sem nýr kjarasamnngur á almenna vinnumarkaðnum tók beint við af samningi sem var að renna út. Nokkrum dögum síðar hinn 12. desember samþykktu VR ásamt iðnaðar- og tæknimönnum að undirrita svipaðan samning og SGS hafði gert. Uppfært: Pallborðinu er lokið en upptöku af því má sjá hér. Textalýsingu má finna neðst í greininni. Fljótlega lá fyrir að Efling gat ekki sætt sig við SGS samninginn. Eftir árangurslausar viðræður félagsins við Samtök atvinnulífsins lagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hinn 26. janúar fram miðlunartillögu í deilunni. Efling neitaði embættinu um aðgang að félagatali sínu til að hægt yrði að greiða um hana atkvæði. Síðan þá hefur allt logað í málaferlum fyrir héraðsdómi, Félagsdómi og Landsrétti. Vinnumarkaðsráðherra setti Ástráð Haraldsson héraðsdómara í embætti ríkissáttasemjara í deilunni hinn 14. febrúar vegna vantrausts forystu Eflinar á Aðalsteini. Vonir voru bundnar við þriggja daga samningalotu undir hans stjórn frá síðasta föstudegi til sunnudags en það slitnaði upp úr þeim. Eftir það samþykktu aðildarfyrirtæki SA verkbann á alla félaga Eflingar og Efling féll frá boðun þriðju verkfallslotu sinni. Fyrri verkfallsaðgerðir standa hins vegar enn yfir. Þannig er staðan í dag þegar forystufólk Eflingar og SA mætast í beinni útsendingu með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag. Hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér að ofan eða í vaktinni, þar sem við munum greina frá framgangi mála, hér að neðan.
Pallborðið Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir „Við vorum úthrópuð kolruglað lið“ Formaður VR segir alveg ljóst að þeir kjarasamningar sem SA hafi þegar gert við önnur stéttarfélög en Eflingu séu ekki til þess fallnir að stýra viðræðum samtakanna við Eflingu nú. Um það hafi engin krafa verið gerð, né heldur samkomulag. Hann segir kjarabaráttuna ekki eiga að snúast um persónur og leikendur og hvetur fólk til að setja sig í spor þeirra lægst launuðu í þjóðfélaginu. 23. febrúar 2023 21:19 Efling vill að stjórnvöld þrýsti SA að samningaborðinu Efling krefst þess að stjórnvöld þrýsti á Samtök atvinnulífsins að draga boðað verkbann samtakanna til baka. Félagið boðaði til fjölmenns samstöðufundar í dag og hafði síðan uppi mótmæli við forsætisráðuneytið og Alþingi. 23. febrúar 2023 19:56 SA samþykkir undanþágur frá verkbanni Undanþágunefnd Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt að öll störf sem tengjast heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, opinberri sem og einkarekinni, sem og öll störf sem tengjast annarri grunnþjónustu njóti undanþágu frá því verkbanni sem hefst 2. mars næstkomandi. 23. febrúar 2023 12:05 Boða ekki til frekari verkfalla Samninganefnd Eflingar ákvað í gær að boða ekki til verkfallsaðgerða í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum sem samþykktar voru fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu frá Eflingu segir að endurmeta þurfi stefnuna í ljósi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. 23. febrúar 2023 11:37 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
„Við vorum úthrópuð kolruglað lið“ Formaður VR segir alveg ljóst að þeir kjarasamningar sem SA hafi þegar gert við önnur stéttarfélög en Eflingu séu ekki til þess fallnir að stýra viðræðum samtakanna við Eflingu nú. Um það hafi engin krafa verið gerð, né heldur samkomulag. Hann segir kjarabaráttuna ekki eiga að snúast um persónur og leikendur og hvetur fólk til að setja sig í spor þeirra lægst launuðu í þjóðfélaginu. 23. febrúar 2023 21:19
Efling vill að stjórnvöld þrýsti SA að samningaborðinu Efling krefst þess að stjórnvöld þrýsti á Samtök atvinnulífsins að draga boðað verkbann samtakanna til baka. Félagið boðaði til fjölmenns samstöðufundar í dag og hafði síðan uppi mótmæli við forsætisráðuneytið og Alþingi. 23. febrúar 2023 19:56
SA samþykkir undanþágur frá verkbanni Undanþágunefnd Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt að öll störf sem tengjast heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, opinberri sem og einkarekinni, sem og öll störf sem tengjast annarri grunnþjónustu njóti undanþágu frá því verkbanni sem hefst 2. mars næstkomandi. 23. febrúar 2023 12:05
Boða ekki til frekari verkfalla Samninganefnd Eflingar ákvað í gær að boða ekki til verkfallsaðgerða í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum sem samþykktar voru fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu frá Eflingu segir að endurmeta þurfi stefnuna í ljósi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. 23. febrúar 2023 11:37