Boði ríkissáttasemjari til fundar fresti Efling og SA verkbanni og verkföllum Heimir Már Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 24. febrúar 2023 12:31 Sólveig Anna, Heimir og Halldór Benjamín ræða málin í Pallborðinu. Vísir/Arnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins takast á um stöðuna í kjaradeilu þeirra í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan tvö í dag. Ekki sér fyrir endann á deilunni sem harðnar dag frá degi. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði voru lausir hinn 1. nóvember þegar lífskjarasamningarnir svo kölluðu sem gerðir voru í apríl 2019 runnu sitt skeið. Undirbúningur að gerð nýrra kjarasamninga hófst strax í fyrra haust og hinn 3. desember skrifuðu öll aðildafélög Starfsgreinasambandsins nema Efling undir nýjan skammtíma kjarasamning sem gildir til 31. janúar 2024. Samningurinn var afturvirkur og gilti frá 1. nóvember og var það í fyrsta sinn í langan tíma sem nýr kjarasamnngur á almenna vinnumarkaðnum tók beint við af samningi sem var að renna út. Nokkrum dögum síðar hinn 12. desember samþykktu VR ásamt iðnaðar- og tæknimönnum að undirrita svipaðan samning og SGS hafði gert. Uppfært: Pallborðinu er lokið en upptöku af því má sjá hér. Textalýsingu má finna neðst í greininni. Fljótlega lá fyrir að Efling gat ekki sætt sig við SGS samninginn. Eftir árangurslausar viðræður félagsins við Samtök atvinnulífsins lagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hinn 26. janúar fram miðlunartillögu í deilunni. Efling neitaði embættinu um aðgang að félagatali sínu til að hægt yrði að greiða um hana atkvæði. Síðan þá hefur allt logað í málaferlum fyrir héraðsdómi, Félagsdómi og Landsrétti. Vinnumarkaðsráðherra setti Ástráð Haraldsson héraðsdómara í embætti ríkissáttasemjara í deilunni hinn 14. febrúar vegna vantrausts forystu Eflinar á Aðalsteini. Vonir voru bundnar við þriggja daga samningalotu undir hans stjórn frá síðasta föstudegi til sunnudags en það slitnaði upp úr þeim. Eftir það samþykktu aðildarfyrirtæki SA verkbann á alla félaga Eflingar og Efling féll frá boðun þriðju verkfallslotu sinni. Fyrri verkfallsaðgerðir standa hins vegar enn yfir. Þannig er staðan í dag þegar forystufólk Eflingar og SA mætast í beinni útsendingu með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag. Hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér að ofan eða í vaktinni, þar sem við munum greina frá framgangi mála, hér að neðan.
Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði voru lausir hinn 1. nóvember þegar lífskjarasamningarnir svo kölluðu sem gerðir voru í apríl 2019 runnu sitt skeið. Undirbúningur að gerð nýrra kjarasamninga hófst strax í fyrra haust og hinn 3. desember skrifuðu öll aðildafélög Starfsgreinasambandsins nema Efling undir nýjan skammtíma kjarasamning sem gildir til 31. janúar 2024. Samningurinn var afturvirkur og gilti frá 1. nóvember og var það í fyrsta sinn í langan tíma sem nýr kjarasamnngur á almenna vinnumarkaðnum tók beint við af samningi sem var að renna út. Nokkrum dögum síðar hinn 12. desember samþykktu VR ásamt iðnaðar- og tæknimönnum að undirrita svipaðan samning og SGS hafði gert. Uppfært: Pallborðinu er lokið en upptöku af því má sjá hér. Textalýsingu má finna neðst í greininni. Fljótlega lá fyrir að Efling gat ekki sætt sig við SGS samninginn. Eftir árangurslausar viðræður félagsins við Samtök atvinnulífsins lagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hinn 26. janúar fram miðlunartillögu í deilunni. Efling neitaði embættinu um aðgang að félagatali sínu til að hægt yrði að greiða um hana atkvæði. Síðan þá hefur allt logað í málaferlum fyrir héraðsdómi, Félagsdómi og Landsrétti. Vinnumarkaðsráðherra setti Ástráð Haraldsson héraðsdómara í embætti ríkissáttasemjara í deilunni hinn 14. febrúar vegna vantrausts forystu Eflinar á Aðalsteini. Vonir voru bundnar við þriggja daga samningalotu undir hans stjórn frá síðasta föstudegi til sunnudags en það slitnaði upp úr þeim. Eftir það samþykktu aðildarfyrirtæki SA verkbann á alla félaga Eflingar og Efling féll frá boðun þriðju verkfallslotu sinni. Fyrri verkfallsaðgerðir standa hins vegar enn yfir. Þannig er staðan í dag þegar forystufólk Eflingar og SA mætast í beinni útsendingu með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag. Hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér að ofan eða í vaktinni, þar sem við munum greina frá framgangi mála, hér að neðan.
Pallborðið Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir „Við vorum úthrópuð kolruglað lið“ Formaður VR segir alveg ljóst að þeir kjarasamningar sem SA hafi þegar gert við önnur stéttarfélög en Eflingu séu ekki til þess fallnir að stýra viðræðum samtakanna við Eflingu nú. Um það hafi engin krafa verið gerð, né heldur samkomulag. Hann segir kjarabaráttuna ekki eiga að snúast um persónur og leikendur og hvetur fólk til að setja sig í spor þeirra lægst launuðu í þjóðfélaginu. 23. febrúar 2023 21:19 Efling vill að stjórnvöld þrýsti SA að samningaborðinu Efling krefst þess að stjórnvöld þrýsti á Samtök atvinnulífsins að draga boðað verkbann samtakanna til baka. Félagið boðaði til fjölmenns samstöðufundar í dag og hafði síðan uppi mótmæli við forsætisráðuneytið og Alþingi. 23. febrúar 2023 19:56 SA samþykkir undanþágur frá verkbanni Undanþágunefnd Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt að öll störf sem tengjast heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, opinberri sem og einkarekinni, sem og öll störf sem tengjast annarri grunnþjónustu njóti undanþágu frá því verkbanni sem hefst 2. mars næstkomandi. 23. febrúar 2023 12:05 Boða ekki til frekari verkfalla Samninganefnd Eflingar ákvað í gær að boða ekki til verkfallsaðgerða í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum sem samþykktar voru fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu frá Eflingu segir að endurmeta þurfi stefnuna í ljósi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. 23. febrúar 2023 11:37 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
„Við vorum úthrópuð kolruglað lið“ Formaður VR segir alveg ljóst að þeir kjarasamningar sem SA hafi þegar gert við önnur stéttarfélög en Eflingu séu ekki til þess fallnir að stýra viðræðum samtakanna við Eflingu nú. Um það hafi engin krafa verið gerð, né heldur samkomulag. Hann segir kjarabaráttuna ekki eiga að snúast um persónur og leikendur og hvetur fólk til að setja sig í spor þeirra lægst launuðu í þjóðfélaginu. 23. febrúar 2023 21:19
Efling vill að stjórnvöld þrýsti SA að samningaborðinu Efling krefst þess að stjórnvöld þrýsti á Samtök atvinnulífsins að draga boðað verkbann samtakanna til baka. Félagið boðaði til fjölmenns samstöðufundar í dag og hafði síðan uppi mótmæli við forsætisráðuneytið og Alþingi. 23. febrúar 2023 19:56
SA samþykkir undanþágur frá verkbanni Undanþágunefnd Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt að öll störf sem tengjast heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, opinberri sem og einkarekinni, sem og öll störf sem tengjast annarri grunnþjónustu njóti undanþágu frá því verkbanni sem hefst 2. mars næstkomandi. 23. febrúar 2023 12:05
Boða ekki til frekari verkfalla Samninganefnd Eflingar ákvað í gær að boða ekki til verkfallsaðgerða í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum sem samþykktar voru fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu frá Eflingu segir að endurmeta þurfi stefnuna í ljósi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. 23. febrúar 2023 11:37