Innlent

Kallað út eftir að bíll fór í sjóinn við Skerja­fjörð

Atli Ísleifsson skrifar
Bíllinn var dreginn á land um hádegisbil í dag.
Bíllinn var dreginn á land um hádegisbil í dag. Vísir/Egill

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var að bíll hefði farið í sjóinn nærri skolphreinsistöðinni í Skerjafirði í Reykjavík nú skömmu fyrir ellefu.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var tilkynnt um bíl í sjónum, um tíu metra frá landi. 

Kafarar hafa verið að störfum á staðnum og segir varðstjóri hjá slökkviliði að enginn hafi verið í bílnum. Vísbendingar séu um að ökumaður hafi komist úr bílnum og á land í morgun.

Að neðan má sjá myndir og myndband þar sem sjá má frá björgunaraðgerðum í Skerjafirði. 



Vísir/Egill
Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm

Frá vettvangi í Skerjafirði fyrir hádegi í dag.Vísir/Vilhelm

Vísir/Egill

Vísir/Egill


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×