Sænskur lögreglustjóri fannst látinn á heimili sínu Atli Ísleifsson skrifar 23. febrúar 2023 06:20 Mats Löfving, lögreglustjóri í Stokkhólmi og á Gotlandi og staðgengill ríkislögreglustjóra, er lengst til hægri á myndinni. EPA Sænski lögreglustjórinn Mats Löfving, sem einnig er staðgengill ríkislögreglustjóra landsins, fannst látinn á heimili sínu í Norrköping í gærkvöldi. Nokkuð hefur gustað um Löfving eftir að hann skipaði lögreglukonu í embætti yfirmanns leynilögreglunnar árið 2015 – konu sem hann átti sjálfur í sambandi við. „Það er með mikilli sorg og skelfingu sem ég hef tekið á móti þeim upplýsingum að staðgengill ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn Mats Löfving er látinn. Það er mjög sorglegt,“ sagði ríkislögreglustjórinn Anders Thornberg í yfirlýsingu í gær. Löfving varð 61 árs gamall. Í frétt SVT segir að lögregla í Svíþjóð hafi fengið tilkynningu um særða manneskju í húsi í Norrköping um kvöldmatarleytið í gær. Um var að ræða Löfving sem fannst látinn þegar lögreglu bar að garði. Er rannsókn hafin á málinu. Löfving var lögreglustjóri í Stokkhæólmi og Gotlandi. „Hugur minn er hjá Mats Löfving, aðstandendum hans og samstarfsfélögum. Við munum reyna að gera allt til að styðja þau á þessum erfiðu tímum,“ sagði ríkislögreglustjórinn. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað dró Löfving til dauða. Lögregla í Svíþjóð hefur síðustu mánuðum rannsakað embættisfærslur Löfvings eftir að hann árið 2015 skipaði Lindu Staaf til að stýra leyniþjónustu landsins þegar hann var sjálfur staðgengill ríkislögreglustjóra. Hann átti á sama tíma í ástarsambandi við Staaf. 21 lögreglumaður með meiri reynslu en Staaf sóttu einnig um stöðuna á sínum tíma, og vakti það mikla athygli þegar Staaf var skipuð. Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar hóf sænska lögreglan rannsókn á málinu og voru niðurstöður hennar gerðar opinberar í gær. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að skipunin á Staaf hafi verið réttmæt, en að Löfving hafi þó verið vanhæfur til að fjalla um ýmis önnur mál sem við komu Staaf. Löfving sagði niðurstöðurnar vonbrigði í svari til Aftonbladet fyrr í gær. Svíþjóð Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Sjá meira
„Það er með mikilli sorg og skelfingu sem ég hef tekið á móti þeim upplýsingum að staðgengill ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn Mats Löfving er látinn. Það er mjög sorglegt,“ sagði ríkislögreglustjórinn Anders Thornberg í yfirlýsingu í gær. Löfving varð 61 árs gamall. Í frétt SVT segir að lögregla í Svíþjóð hafi fengið tilkynningu um særða manneskju í húsi í Norrköping um kvöldmatarleytið í gær. Um var að ræða Löfving sem fannst látinn þegar lögreglu bar að garði. Er rannsókn hafin á málinu. Löfving var lögreglustjóri í Stokkhæólmi og Gotlandi. „Hugur minn er hjá Mats Löfving, aðstandendum hans og samstarfsfélögum. Við munum reyna að gera allt til að styðja þau á þessum erfiðu tímum,“ sagði ríkislögreglustjórinn. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað dró Löfving til dauða. Lögregla í Svíþjóð hefur síðustu mánuðum rannsakað embættisfærslur Löfvings eftir að hann árið 2015 skipaði Lindu Staaf til að stýra leyniþjónustu landsins þegar hann var sjálfur staðgengill ríkislögreglustjóra. Hann átti á sama tíma í ástarsambandi við Staaf. 21 lögreglumaður með meiri reynslu en Staaf sóttu einnig um stöðuna á sínum tíma, og vakti það mikla athygli þegar Staaf var skipuð. Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar hóf sænska lögreglan rannsókn á málinu og voru niðurstöður hennar gerðar opinberar í gær. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að skipunin á Staaf hafi verið réttmæt, en að Löfving hafi þó verið vanhæfur til að fjalla um ýmis önnur mál sem við komu Staaf. Löfving sagði niðurstöðurnar vonbrigði í svari til Aftonbladet fyrr í gær.
Svíþjóð Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Sjá meira