Erlent

Morðingi Nipsey Hussle í minnst 60 ára fangelsi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Eric R Holder yngri sést hér í bláum fangabúning, ásamt verjanda sínum.
Eric R Holder yngri sést hér í bláum fangabúning, ásamt verjanda sínum. Patrick Fallon-Pool/Getty

Maðurinn sem myrti rapparann Nipsey Hussle hefur verið dæmdur í minnst 60 ára fangelsi. Hann gæti setið inni til dauðadags.

Eric R. Holder yngri var fundinn sekur um morðið á bandaríska rapparanum Nipsey Hussle, sem hét réttu nafni Ermias Asghedom, í júlí á síðasta ári en morðið átti sér stað fyrir utan verslun í eigu rapparans í Los Angeles í mars 2019.

Þrátt fyrir að hafa verið fundinn sekur á síðasta ári var dómur yfir Holden ekki kveðinn upp fyrr en í dag. Dómurinn hljóðaði upp á minnst 60 ár í fangelsi, allt upp í lífstíðarfangelsi. 

Auk morðsins á Hussle var Holder sakfelldur fyrir tvær tilraunir til manndráps, en hann skaut tvo vegfarendur í árásinni.

Saksóknarar í málinu héldu því fram að Holder hefði skipulagt árásina fyrirfram en verjendur hans sögðu hann hafa tekið skyndiákvörðun um að skjóta Hussle. 

Hussle, sem var 33 ára þegar hann var myrtur, átti fjölda aðdáenda og var tilnefndur til Grammy-verðlauna sama ár og hann lést, í flokki bestu rappplatna. Árið 2020 vann hann síðan til tveggja slíkra verðlauna. Annars vegar besta flutning í rappi fyrir lagið Racks in the Middle og besta flutning í rappi og söng fyrir lagið  Higher.


Tengdar fréttir

Meintur morðingi Nips­ey Huss­le varð fyrir fólsku­legri árás

Eric Holder Jr. sem er grunaður um að hafa myrt rapparann Nipsey Hussle varð fyrir fólskulegri árás í varðhaldi á þriðjudag. Lögfræðingur Holder segir tvo fanga hafa ráðist á Holder með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund og fékk skurð á höfuðið.

Rapparinn Nipsey Hussle skotinn til bana

Lögreglan í Los Angeles segir að rapparinn Nipsey Hussle, sem tilnefndur var til Grammy verðlauna á árinu, hafi verið skotinn til bana í suðurhluta borgarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×