„Algjör plága sem kæfði líftóruna úr leikmönnum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. febrúar 2023 11:02 Ronaldo ósáttur. Rashford sést í bakgrunn en hann hefur verið magnaður eftir að sá fyrrnefndi fór. Stu Forster/Getty Images Sjónvarpsmaðurinn Richard Keys segir brottför Cristiano Ronaldo frá Manchester United vera ástæðu góðs gengis Marcusar Rashford hjá félaginu á nýju ári. Rashford hefur farið hamförum eftir heimsmeistaramótið í desember. Rashford hefur skorað tíu mörk í síðustu tíu leikjum og er kominn með 24 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Hann hefur aldrei skorað eins mikið á einni leiktíð, og nóg er eftir af tímabilinu. Alls hefur Rashford skorað 16 mörk í þeim 17 leikjum sem United hefur spilað eftir brottför Ronaldo. Sá portúgalski yfirgaf félagið á meðan HM stóð eftir að hann fór í afar umdeilt viðtal við Piers Morgan þar sem hann lét mann og annan innan félagsins heyra það. Ronaldo var látinn fara frá United vegna ummælanna og samdi í kjölfarið við Al-Nassr í Sádi-Arabíu. Richard Keys var um árabil aðalmaðurinn í umfjöllun Sky Sports um ensku úrvalsdeildina og hefur síðan 2013 fjallað um deildina fyrir katarska fjölmiðlafyrirtækið BeIN Sports. Hann segir brottför Ronaldo orsaka umturnunina í leik Rashfords. „Ef Erik ten Hag hefur gert eitthvað til að hjálpa Rashford var það að losa sig við Ronaldo,“ segir Keys í bloggfærslu. „Er rökræðum um þessa viðskotaillu, sjálfhverfu ofurstjörnu ekki lokið? Jú, hann skoraði mörk eftir að hann sneri aftur til United en sjaldnast voru það mörk sem skiptu máli,“ „Hann var algjör plága sem kæfði líftóruna úr leikmönnum eins og Rashford,“ segir Keys jafnframt. Richard Keys (t.h.) ásamt Andy Gray.Tim Whitby/Getty Images Keys fór fyrir umfjöllun Sky Sports um ensku úrvalsdeildina frá stofnun hennar árið 1992 fram til ársins 2011. Hann var þá rekinn vegna hneykslismáls ásamt Skotanum Andy Gray sem var honum jafnan til halds og trausts. Þá láku út upptökur af niðrandi ummælum þeirra í garð Sian Massey, sem var þá eini kvenkyns aðstoðardómarinn í ensku úrvalsdeildinni. Fleiri upptökur láku í kjölfarið af misfallegum karlrembulegum umræðum þeirra félaga. Keys og Gray hafa frá árinu 2013 verið búsettir í Katar og farið fyrir fótboltaumfjöllun BeIN Sports. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira
Rashford hefur skorað tíu mörk í síðustu tíu leikjum og er kominn með 24 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Hann hefur aldrei skorað eins mikið á einni leiktíð, og nóg er eftir af tímabilinu. Alls hefur Rashford skorað 16 mörk í þeim 17 leikjum sem United hefur spilað eftir brottför Ronaldo. Sá portúgalski yfirgaf félagið á meðan HM stóð eftir að hann fór í afar umdeilt viðtal við Piers Morgan þar sem hann lét mann og annan innan félagsins heyra það. Ronaldo var látinn fara frá United vegna ummælanna og samdi í kjölfarið við Al-Nassr í Sádi-Arabíu. Richard Keys var um árabil aðalmaðurinn í umfjöllun Sky Sports um ensku úrvalsdeildina og hefur síðan 2013 fjallað um deildina fyrir katarska fjölmiðlafyrirtækið BeIN Sports. Hann segir brottför Ronaldo orsaka umturnunina í leik Rashfords. „Ef Erik ten Hag hefur gert eitthvað til að hjálpa Rashford var það að losa sig við Ronaldo,“ segir Keys í bloggfærslu. „Er rökræðum um þessa viðskotaillu, sjálfhverfu ofurstjörnu ekki lokið? Jú, hann skoraði mörk eftir að hann sneri aftur til United en sjaldnast voru það mörk sem skiptu máli,“ „Hann var algjör plága sem kæfði líftóruna úr leikmönnum eins og Rashford,“ segir Keys jafnframt. Richard Keys (t.h.) ásamt Andy Gray.Tim Whitby/Getty Images Keys fór fyrir umfjöllun Sky Sports um ensku úrvalsdeildina frá stofnun hennar árið 1992 fram til ársins 2011. Hann var þá rekinn vegna hneykslismáls ásamt Skotanum Andy Gray sem var honum jafnan til halds og trausts. Þá láku út upptökur af niðrandi ummælum þeirra í garð Sian Massey, sem var þá eini kvenkyns aðstoðardómarinn í ensku úrvalsdeildinni. Fleiri upptökur láku í kjölfarið af misfallegum karlrembulegum umræðum þeirra félaga. Keys og Gray hafa frá árinu 2013 verið búsettir í Katar og farið fyrir fótboltaumfjöllun BeIN Sports.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira