„Algjör plága sem kæfði líftóruna úr leikmönnum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. febrúar 2023 11:02 Ronaldo ósáttur. Rashford sést í bakgrunn en hann hefur verið magnaður eftir að sá fyrrnefndi fór. Stu Forster/Getty Images Sjónvarpsmaðurinn Richard Keys segir brottför Cristiano Ronaldo frá Manchester United vera ástæðu góðs gengis Marcusar Rashford hjá félaginu á nýju ári. Rashford hefur farið hamförum eftir heimsmeistaramótið í desember. Rashford hefur skorað tíu mörk í síðustu tíu leikjum og er kominn með 24 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Hann hefur aldrei skorað eins mikið á einni leiktíð, og nóg er eftir af tímabilinu. Alls hefur Rashford skorað 16 mörk í þeim 17 leikjum sem United hefur spilað eftir brottför Ronaldo. Sá portúgalski yfirgaf félagið á meðan HM stóð eftir að hann fór í afar umdeilt viðtal við Piers Morgan þar sem hann lét mann og annan innan félagsins heyra það. Ronaldo var látinn fara frá United vegna ummælanna og samdi í kjölfarið við Al-Nassr í Sádi-Arabíu. Richard Keys var um árabil aðalmaðurinn í umfjöllun Sky Sports um ensku úrvalsdeildina og hefur síðan 2013 fjallað um deildina fyrir katarska fjölmiðlafyrirtækið BeIN Sports. Hann segir brottför Ronaldo orsaka umturnunina í leik Rashfords. „Ef Erik ten Hag hefur gert eitthvað til að hjálpa Rashford var það að losa sig við Ronaldo,“ segir Keys í bloggfærslu. „Er rökræðum um þessa viðskotaillu, sjálfhverfu ofurstjörnu ekki lokið? Jú, hann skoraði mörk eftir að hann sneri aftur til United en sjaldnast voru það mörk sem skiptu máli,“ „Hann var algjör plága sem kæfði líftóruna úr leikmönnum eins og Rashford,“ segir Keys jafnframt. Richard Keys (t.h.) ásamt Andy Gray.Tim Whitby/Getty Images Keys fór fyrir umfjöllun Sky Sports um ensku úrvalsdeildina frá stofnun hennar árið 1992 fram til ársins 2011. Hann var þá rekinn vegna hneykslismáls ásamt Skotanum Andy Gray sem var honum jafnan til halds og trausts. Þá láku út upptökur af niðrandi ummælum þeirra í garð Sian Massey, sem var þá eini kvenkyns aðstoðardómarinn í ensku úrvalsdeildinni. Fleiri upptökur láku í kjölfarið af misfallegum karlrembulegum umræðum þeirra félaga. Keys og Gray hafa frá árinu 2013 verið búsettir í Katar og farið fyrir fótboltaumfjöllun BeIN Sports. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira
Rashford hefur skorað tíu mörk í síðustu tíu leikjum og er kominn með 24 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Hann hefur aldrei skorað eins mikið á einni leiktíð, og nóg er eftir af tímabilinu. Alls hefur Rashford skorað 16 mörk í þeim 17 leikjum sem United hefur spilað eftir brottför Ronaldo. Sá portúgalski yfirgaf félagið á meðan HM stóð eftir að hann fór í afar umdeilt viðtal við Piers Morgan þar sem hann lét mann og annan innan félagsins heyra það. Ronaldo var látinn fara frá United vegna ummælanna og samdi í kjölfarið við Al-Nassr í Sádi-Arabíu. Richard Keys var um árabil aðalmaðurinn í umfjöllun Sky Sports um ensku úrvalsdeildina og hefur síðan 2013 fjallað um deildina fyrir katarska fjölmiðlafyrirtækið BeIN Sports. Hann segir brottför Ronaldo orsaka umturnunina í leik Rashfords. „Ef Erik ten Hag hefur gert eitthvað til að hjálpa Rashford var það að losa sig við Ronaldo,“ segir Keys í bloggfærslu. „Er rökræðum um þessa viðskotaillu, sjálfhverfu ofurstjörnu ekki lokið? Jú, hann skoraði mörk eftir að hann sneri aftur til United en sjaldnast voru það mörk sem skiptu máli,“ „Hann var algjör plága sem kæfði líftóruna úr leikmönnum eins og Rashford,“ segir Keys jafnframt. Richard Keys (t.h.) ásamt Andy Gray.Tim Whitby/Getty Images Keys fór fyrir umfjöllun Sky Sports um ensku úrvalsdeildina frá stofnun hennar árið 1992 fram til ársins 2011. Hann var þá rekinn vegna hneykslismáls ásamt Skotanum Andy Gray sem var honum jafnan til halds og trausts. Þá láku út upptökur af niðrandi ummælum þeirra í garð Sian Massey, sem var þá eini kvenkyns aðstoðardómarinn í ensku úrvalsdeildinni. Fleiri upptökur láku í kjölfarið af misfallegum karlrembulegum umræðum þeirra félaga. Keys og Gray hafa frá árinu 2013 verið búsettir í Katar og farið fyrir fótboltaumfjöllun BeIN Sports.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti