Setur spurningamerki við að hver sem er geti opnað áfangaheimili Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 21:00 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Egill Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar setur spurningamerki við að hver sem er geti opnað áfangaheimili. Borgin geti ekkert aðhafst á meðan engin lög séu til um eftirlit og rekstur slíkra heimila. Hún skorar á ráðherra að bregðast við. Málefni áfangaheimila hafa komist í hámæli eftir að eldsvoði varð í einu slíku, úrræði undir merkjum Betra lífs í Vatnagörðum á föstudag. Fulltrúar frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og tæknideild lögreglu fóru inn á brunavettvang við Vatnagarða í morgun. Lögregla gefur ekkert upp í bili um rannsókn brunans en eigandi húsnæðisins telur að eldsupptök hafi verið af mannavöldum. Ekkert lögbundið eftirlit er með starfsemi áangaheimila. „Og við höfum reyndar kallað eftir því aðsettur verði rammi utan um rekstur áfangaheimila. Þannig verði til einhver lög eða rammi sem við gætum þá vísað til eða fylgt eftir,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Hefur tekið of langan tíma Hún setur spurningamerki við það að hver sem er geti stofnað áfangaheimili, sérstaklega þar sem þau séu markaðssett til fólks í viðkvæmri stöðu. Þá bendir hún á að því hafi ítrekað verið vísað til ráðherra félagsmála hverju sinni að þörf sé á lagasetningu. Er þetta ekki búið að taka of langan tíma? „Jú, þetta hefur bara tekið mjög langan tíma. Og auðvitað er fullt af áfangaheimilum sem hefur gengið gríðarlega vel og bjargað mannslífum. Og kannski mættu þau þá fá meiri stuðning,“ segir Heiða. Ábendingar um slæman aðbúnað á áfangaheimilinu höfðu borist Heiðu og öðrum borgarfulltrúum fyrir brunann. En hendur þeirra eru bundnar. „Við höfum í rauninni ekkert meira um það að segja heldur en bara ef það væri óhreint heima hjá þér. En þegar fólk er í svona viðkvæmri stöðu og þegar þú ert að leigja og kannski býst við ákveðnum stuðningi þá er held ég mikilvægt að það sé meiri og þéttari rammi utan um það. Og nú veit ég ekkert hvort þetta heimili var frábrugðnara öðrum en ég held að þarna gætum við sem samfélag gert betur og ég held að við ættum að gera það.“ Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Reykjavík Slökkvilið Félagsmál Borgarstjórn Tengdar fréttir Bruninn gullið tækifæri til að bregðast við Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum. 19. febrúar 2023 21:00 Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Málefni áfangaheimila hafa komist í hámæli eftir að eldsvoði varð í einu slíku, úrræði undir merkjum Betra lífs í Vatnagörðum á föstudag. Fulltrúar frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og tæknideild lögreglu fóru inn á brunavettvang við Vatnagarða í morgun. Lögregla gefur ekkert upp í bili um rannsókn brunans en eigandi húsnæðisins telur að eldsupptök hafi verið af mannavöldum. Ekkert lögbundið eftirlit er með starfsemi áangaheimila. „Og við höfum reyndar kallað eftir því aðsettur verði rammi utan um rekstur áfangaheimila. Þannig verði til einhver lög eða rammi sem við gætum þá vísað til eða fylgt eftir,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Hefur tekið of langan tíma Hún setur spurningamerki við það að hver sem er geti stofnað áfangaheimili, sérstaklega þar sem þau séu markaðssett til fólks í viðkvæmri stöðu. Þá bendir hún á að því hafi ítrekað verið vísað til ráðherra félagsmála hverju sinni að þörf sé á lagasetningu. Er þetta ekki búið að taka of langan tíma? „Jú, þetta hefur bara tekið mjög langan tíma. Og auðvitað er fullt af áfangaheimilum sem hefur gengið gríðarlega vel og bjargað mannslífum. Og kannski mættu þau þá fá meiri stuðning,“ segir Heiða. Ábendingar um slæman aðbúnað á áfangaheimilinu höfðu borist Heiðu og öðrum borgarfulltrúum fyrir brunann. En hendur þeirra eru bundnar. „Við höfum í rauninni ekkert meira um það að segja heldur en bara ef það væri óhreint heima hjá þér. En þegar fólk er í svona viðkvæmri stöðu og þegar þú ert að leigja og kannski býst við ákveðnum stuðningi þá er held ég mikilvægt að það sé meiri og þéttari rammi utan um það. Og nú veit ég ekkert hvort þetta heimili var frábrugðnara öðrum en ég held að þarna gætum við sem samfélag gert betur og ég held að við ættum að gera það.“
Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Reykjavík Slökkvilið Félagsmál Borgarstjórn Tengdar fréttir Bruninn gullið tækifæri til að bregðast við Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum. 19. febrúar 2023 21:00 Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Bruninn gullið tækifæri til að bregðast við Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum. 19. febrúar 2023 21:00
Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent