„Farið að líta út eins og það Liverpool sem við erum vanir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2023 09:30 Þessir tveir komu að fyrra marki Liverpool á St. James´s Park í gær, laugardag. EPA-EFE/Peter Powell „Þetta var rosalega mikilvægt, þetta var stór sigur. Náðum í sigur gegn Everton, það var líka stór sigur fyrir okkur en hefði ekki þýtt neitt hefðum við ekki komið hingað og unnið,“ sagði Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, um sigur sinna manna á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool heimsótti Newcastle í síðasta leik ensku úrvalsdeildarinnar í gær, laugardag. Eftir að hafa unnið Everton í síðustu umferð þá vann Liverpool góðan sigur í Norður-Englandi gegn liði sem hefur verið nær ósigrandi að undanförnu. „Þeir eru lið sem erfitt er að vinna en við tókum þá í sundur. Rauða spjaldið róaði leikinn. Það eru ekki mörg lið sem koma hingað og vinna svo við erum hæstánægðir með að taka stigin þrjú heim,“ sagði Trent eftir leik en Nick Pope, markvörður Newcastle, var rekinn af velli í stöðunni 0-2. „Andrúmsloftið hérna er frábært og því mikilvægt fyrir okkur að ná inn marki snemma til að róa taugarnar. Þetta var vel útfært, höfum unnið í þessu á æfingasvæðinu. Þetta var frábært hlaup frá Darwin Núñez og frábær afgreiðsla,“ sagði Trent um fyrra mark Liverpool en hægri bakvörðurinn lagði það upp. NUNEZ, NUNEZ, NUNEZ pic.twitter.com/3YA88CPUJU— Liverpool FC (@LFC) February 18, 2023 „Við höfum ekki haft mikið sjálfstraust á þessari leiktíð. Við höfum spilað vel hér og þar en það hefur ekki verið neinn stöðugleiki til þessa. Við erum vanir að vinna marga leiki í röð, við vitum hvernig á að setja saman sigurleiki. Þetta er farið að líta út eins og það Liverpool sem við erum vanir.“ „Lítum út eins og lið sem getur unnið fjölda leikja frá þessum tímapunkti og þangað til tímabilinu lýkur,“ sagði Trent að endingu. Liverpool er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 35 stig að loknum 22 leikjum, sex stigum minna en Newcastle sem er í 4. sæti eftir að hafa leikið leik meira. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
Liverpool heimsótti Newcastle í síðasta leik ensku úrvalsdeildarinnar í gær, laugardag. Eftir að hafa unnið Everton í síðustu umferð þá vann Liverpool góðan sigur í Norður-Englandi gegn liði sem hefur verið nær ósigrandi að undanförnu. „Þeir eru lið sem erfitt er að vinna en við tókum þá í sundur. Rauða spjaldið róaði leikinn. Það eru ekki mörg lið sem koma hingað og vinna svo við erum hæstánægðir með að taka stigin þrjú heim,“ sagði Trent eftir leik en Nick Pope, markvörður Newcastle, var rekinn af velli í stöðunni 0-2. „Andrúmsloftið hérna er frábært og því mikilvægt fyrir okkur að ná inn marki snemma til að róa taugarnar. Þetta var vel útfært, höfum unnið í þessu á æfingasvæðinu. Þetta var frábært hlaup frá Darwin Núñez og frábær afgreiðsla,“ sagði Trent um fyrra mark Liverpool en hægri bakvörðurinn lagði það upp. NUNEZ, NUNEZ, NUNEZ pic.twitter.com/3YA88CPUJU— Liverpool FC (@LFC) February 18, 2023 „Við höfum ekki haft mikið sjálfstraust á þessari leiktíð. Við höfum spilað vel hér og þar en það hefur ekki verið neinn stöðugleiki til þessa. Við erum vanir að vinna marga leiki í röð, við vitum hvernig á að setja saman sigurleiki. Þetta er farið að líta út eins og það Liverpool sem við erum vanir.“ „Lítum út eins og lið sem getur unnið fjölda leikja frá þessum tímapunkti og þangað til tímabilinu lýkur,“ sagði Trent að endingu. Liverpool er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 35 stig að loknum 22 leikjum, sex stigum minna en Newcastle sem er í 4. sæti eftir að hafa leikið leik meira.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira