Sektaður fyrir að auglýsa eftir miðaldra konu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. febrúar 2023 16:00 Fort Pienc hverfið í miðborg Barcelona þar sem Javier Marcos rekur skóverslun sína. Jeff Greenberg/Getty Images Eigandi skóbúðar í Barcelona hefur verið sektaður um andvirði 1.200 þúsund íslenskra króna fyrir að auglýsa eftir miðaldra konu til að starfa í búðinni. „Kona yfir fertugt“ óskast til starfa Skókaupmaður í miðborg Barcelona auglýsti á dögunum eftir starfskrafti í stað konunnar sem staðið hafði vaktina árum saman í búðinni hans. Javier ákvað, af fenginni reynslu, að róa á sömu mið og auglýsa eftir „konu yfir fertugu“. Sekur um mismunun En hann hefði betur sleppt því. Vinnueftirlitið hafði samband og sagði að í auglýsingu hans fælist mismunun, ekki einföld, heldur tvöföld; kynja- og aldurstengd. Javier Marcos segir að aldrei hafa vakað fyrir sér að mismuna fólki. Hann vildi bara gefa fólki sem hefði færri tækifæri til að finna vinnu, en aðrir hópar, aukin tækifæri, auk þess sem hann byggði á eigin reynslu um hvað hann vildi. Fékk háa sekt Hann fjarlægði auglýsinguna í snatri eftir athugasemdir Vinnueftirlitsins, en allt kom fyrir ekki. Hann fékk sektarboð skömmu síðar vegna brota á lögum um mismunun. Slíkt væri aðeins leyfilegt þegar starfið krefðist þess, svo sem eins og að sinna baðvörslu í sundlaugum eða líkamsræktarstöðvum. Sektarupphæðin nemur 7.500 evrum, andvirði tæplega 1.200 þúsund íslenskra króna. Það er Javier huggun harmi gegn að greiði hann sektina innan mánaðar, sleppur hann með 700.000 krónur. Það eru samt miklir peningar fyrir lítinn rekstur, segir Javier. Ekki sama Jón og séra Jón Hann bendir jafnframt á að það skjóti skökku við að lítill kaupmaður eins og hann sé sektaður fyrir að auglýsa eftir einni konu, á sama tíma og slökkvilið Barcelona reki umfangsmikla auglýsingaherferð á götum og torgum borgarinnar, þar sem konur séu hvattar til þess að sækja um í slökkviliði borgarinnar. „Hver er í grunninn, munurinn á litlu auglýsingunni minni og herferð slökkviliðsins?“ spyr Javier Marcos og lái honum hver sem vill. Spánn Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Sjá meira
„Kona yfir fertugt“ óskast til starfa Skókaupmaður í miðborg Barcelona auglýsti á dögunum eftir starfskrafti í stað konunnar sem staðið hafði vaktina árum saman í búðinni hans. Javier ákvað, af fenginni reynslu, að róa á sömu mið og auglýsa eftir „konu yfir fertugu“. Sekur um mismunun En hann hefði betur sleppt því. Vinnueftirlitið hafði samband og sagði að í auglýsingu hans fælist mismunun, ekki einföld, heldur tvöföld; kynja- og aldurstengd. Javier Marcos segir að aldrei hafa vakað fyrir sér að mismuna fólki. Hann vildi bara gefa fólki sem hefði færri tækifæri til að finna vinnu, en aðrir hópar, aukin tækifæri, auk þess sem hann byggði á eigin reynslu um hvað hann vildi. Fékk háa sekt Hann fjarlægði auglýsinguna í snatri eftir athugasemdir Vinnueftirlitsins, en allt kom fyrir ekki. Hann fékk sektarboð skömmu síðar vegna brota á lögum um mismunun. Slíkt væri aðeins leyfilegt þegar starfið krefðist þess, svo sem eins og að sinna baðvörslu í sundlaugum eða líkamsræktarstöðvum. Sektarupphæðin nemur 7.500 evrum, andvirði tæplega 1.200 þúsund íslenskra króna. Það er Javier huggun harmi gegn að greiði hann sektina innan mánaðar, sleppur hann með 700.000 krónur. Það eru samt miklir peningar fyrir lítinn rekstur, segir Javier. Ekki sama Jón og séra Jón Hann bendir jafnframt á að það skjóti skökku við að lítill kaupmaður eins og hann sé sektaður fyrir að auglýsa eftir einni konu, á sama tíma og slökkvilið Barcelona reki umfangsmikla auglýsingaherferð á götum og torgum borgarinnar, þar sem konur séu hvattar til þess að sækja um í slökkviliði borgarinnar. „Hver er í grunninn, munurinn á litlu auglýsingunni minni og herferð slökkviliðsins?“ spyr Javier Marcos og lái honum hver sem vill.
Spánn Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Sjá meira