Erlent

Sex skotin til bana í smá­bæ

Árni Sæberg skrifar
Laganna verðir í Mississippi hafa handsaman mann sem grunaður er um að hafa skotið sex til bana í dag.
Laganna verðir í Mississippi hafa handsaman mann sem grunaður er um að hafa skotið sex til bana í dag. Marianne Todd/Getty

Sex létust í röð skotárása í smábænum Arkabutla í Mississippi í Bandaríkjunum í dag. Einn hefur verið handtekinn, grunaður um ódæðið.

Karlmaður var handtekinn í dag eftir að tilkynnt hafði verið að karlmaður hefði verið skotinn til bana í verslun í bænum og kona á heimili sínu. Eiginmaður konunnar var einnig særður.

Eftir handtökuna, sem framkvæmd var án teljandi vandkvæða, fundu laganna verðir fjóra látna til viðbótar. Tvo inni á heimili í bænum og tvo fyrir utan það, að því er segir í frétt CNN um málið.

Ríkisstjóri Mississippi tilkynnti á Twitter í kvöld að talið sé að sá handtekni hafi verið einn að verki og að ekki sé vitað hvað fékk hann til þess að fremja skotárásirnar.

Samkvæmt nýjasta manntali, frá árinu 2020, búa aðeins 285 manns í bænum Arkabutla. Sé gert ráð fyrir því að öll hinna látnu hafi búið í bænum má reikna með að um tvö prósent bæjarbúa hafi látið lífið í árásunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×