Þrjátíu manns með aðsetur á hæðinni í Vatnagörðum Atli Ísleifsson skrifar 17. febrúar 2023 11:26 Jóhann Viggó Jónsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir að eldurinn í husinu við Vatnagarða 18 hafi verið bundinn við tvö herbergi. Mikið tjón sé þá einnig vegna sóts og reyks. Vísir/Vilhelm Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðinu segir að um þrjátíu manns hafi verið skráðir með aðsetur á hæð hússins við Vatnagarða 18 í Reykjavík þar sem eldur kom upp í morgun. Hann segir að slökkvistarf hafi gengið vel og eldurinn að mestu bundinn við tvö herbergi. Fimm voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans. Þetta kom fram í máli Jóhanns Viggós Jónssonar varðstjóra í samtali við fréttamann fyrir utan Vatnagarða 18 í morgun. Slökkvilið var þá búið að slökkva eldinn þó að enn væri glóðavinna í gangi. „Við fengum ansi svæsna tilkynningu í morgun. Mikill svartur reykur sem kom út úr húsi í Vatnagörðum. Þannig að við sendum allt tiltækt lið á staðinn, bæði sjúkrabíla og slökkviliða, vitandi það að það væru þrjátíu manns sem væru með aðsetur á þessari hæð.“ Hann segir að það hafi logað úr austurgafli hússins þegar slökkvilið mætti á staðinn. „Mikill eldur og reykur. Mikil orka þar í gangi. Þannig að við sendum strax reykkafara inn til að leita og við fengum fréttir að það væri fólk inni í herbergjum sínum. Við reistum þá körfubíl og okkur tókst tiltölulega fljótt að slá á eldinn. Mikill hiti, mikill reykur var um alla hæðina, mörg herbergi.“ Hann segir að leitarstarf hafi tekið töluverðan tíma. „Við fengum – ég er ekki alveg með töluna hvað við náðum mörgum niður á hæðina – en við fluttum fimm á slysadeild í skoðun.“ Hann segist ekki vera með upplýsngar um líðan þeirra. Slasaðist einhver alvarlega? „Ég er ekki með upplýsingar um það. Við erum bara að vinna með brunann. Eins og ég segi þá voru fimm fluttir á slysadeild og ég er ekki með upplýsingar um líðan þeirra.“ Það er búið að ná öllum út úr húsinu? „Já, við erum búin að fínkemba allt húsnæðið. Það er enginn þarna á efri hæðinni. Við og lögregla erum búin að gera grein fyrir öllum þeim sem búa þarna. Nú erum við bara að vinna í að slökkva glæður, skrúfa fyrir vatn á húsinu, vatnsleiðslur og skömmu síðar afhendum við lögreglu vettvanginn til rannsóknar.“ Jóhann Viggó segir að ekki sé vitað um eldsupptök. „Þetta var bundið við tvö herbergi á efri hæðinni en við vitum ekki hvernig þetta kom til.“ Hann segir að um töluvert tjón sé að ræða á efri hæðinni, bæði vegna elds, sóts og reyks. Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Eldur í húsi í Vatnagörðum Mikill eldur kviknaði í húsi við Vatnagarða neðan við Kleppsveg í Reykjavík upp úr klukkan hálf tíu í morgun. Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús, einhverjir með reykeitrun. 17. febrúar 2023 09:47 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Þetta kom fram í máli Jóhanns Viggós Jónssonar varðstjóra í samtali við fréttamann fyrir utan Vatnagarða 18 í morgun. Slökkvilið var þá búið að slökkva eldinn þó að enn væri glóðavinna í gangi. „Við fengum ansi svæsna tilkynningu í morgun. Mikill svartur reykur sem kom út úr húsi í Vatnagörðum. Þannig að við sendum allt tiltækt lið á staðinn, bæði sjúkrabíla og slökkviliða, vitandi það að það væru þrjátíu manns sem væru með aðsetur á þessari hæð.“ Hann segir að það hafi logað úr austurgafli hússins þegar slökkvilið mætti á staðinn. „Mikill eldur og reykur. Mikil orka þar í gangi. Þannig að við sendum strax reykkafara inn til að leita og við fengum fréttir að það væri fólk inni í herbergjum sínum. Við reistum þá körfubíl og okkur tókst tiltölulega fljótt að slá á eldinn. Mikill hiti, mikill reykur var um alla hæðina, mörg herbergi.“ Hann segir að leitarstarf hafi tekið töluverðan tíma. „Við fengum – ég er ekki alveg með töluna hvað við náðum mörgum niður á hæðina – en við fluttum fimm á slysadeild í skoðun.“ Hann segist ekki vera með upplýsngar um líðan þeirra. Slasaðist einhver alvarlega? „Ég er ekki með upplýsingar um það. Við erum bara að vinna með brunann. Eins og ég segi þá voru fimm fluttir á slysadeild og ég er ekki með upplýsingar um líðan þeirra.“ Það er búið að ná öllum út úr húsinu? „Já, við erum búin að fínkemba allt húsnæðið. Það er enginn þarna á efri hæðinni. Við og lögregla erum búin að gera grein fyrir öllum þeim sem búa þarna. Nú erum við bara að vinna í að slökkva glæður, skrúfa fyrir vatn á húsinu, vatnsleiðslur og skömmu síðar afhendum við lögreglu vettvanginn til rannsóknar.“ Jóhann Viggó segir að ekki sé vitað um eldsupptök. „Þetta var bundið við tvö herbergi á efri hæðinni en við vitum ekki hvernig þetta kom til.“ Hann segir að um töluvert tjón sé að ræða á efri hæðinni, bæði vegna elds, sóts og reyks.
Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Eldur í húsi í Vatnagörðum Mikill eldur kviknaði í húsi við Vatnagarða neðan við Kleppsveg í Reykjavík upp úr klukkan hálf tíu í morgun. Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús, einhverjir með reykeitrun. 17. febrúar 2023 09:47 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Eldur í húsi í Vatnagörðum Mikill eldur kviknaði í húsi við Vatnagarða neðan við Kleppsveg í Reykjavík upp úr klukkan hálf tíu í morgun. Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús, einhverjir með reykeitrun. 17. febrúar 2023 09:47