Innlent

Eldur í húsnæði fyrir fólk í fíknivanda og flóttafólk í Vatnagörðum

Atli Ísleifsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa
Mikinn reyk lagði frá staðnum í morgun enda eldurinn mikill.
Mikinn reyk lagði frá staðnum í morgun enda eldurinn mikill. Vísir/Vilhelm

Mikill eldur kviknaði í húsi við Vatnagarða neðan við Kleppsveg í Reykjavík upp úr klukkan hálf tíu í morgun. Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús, einhverjir með reykeitrun.

Ragnar Eldur Lindason, íbúi í húsinu, segir að kviknað hafi eldur í herbergi á áfangaheimilinu Betra líf sem er úrræði fyrir fólk sem glímir við fíkniefnavanda. Þá búi nokkur fjöldi flóttafólks í húsinu.

Allt tiltækt lið slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu berst við eldinn. Slökkviliðsstjóri segir í samtali við Vísi að þrjátíu manns hafi verið inni í húsinu þegar eldurinn kom upp.

Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×