Nýr þingmaður leitar sér hjálpar vegna þunglyndis Kjartan Kjartansson skrifar 16. febrúar 2023 23:33 John Fetterman glímir enn við eftirköst heilablóðfalls sem varð honum næstum því að bana í fyrra. Hann hefur nú leitað á sjúkrahús vegna alvarlegs þunglyndis. AP/J. Scott Applewhite John Fetterman, nýr öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá Pennsylvaníu, lagðist inn á sjúkrahús til þess að leita sér meðferðar gegn þunglyndi í gærkvöldi. Hann glímir enn við eftirköst heilablóðfalls sem varð honum næstum að aldurstila í fyrra. Skrifstofustjóri Fettermans greindi frá því í dag að Fetterman hefði sjálfur leitað til Walter Reed-hersjúkrahússins vegna alvarlegs þunglyndis. Hann hafi fengið þunglyndisköst við og við um ævina en það hafi ágerst undanfarnar vikur. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, sagði flokkinn standa þétt við bakið á Fetterman. Hann búist við honum fljótt til baka. Gisele Fetterman, eiginkona þingsmannsins, segist stolt af honum að leita sér þeirra hjálpar sem hann þarfnast. John Thune, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Suður-Dakóta og einn leiðtoga flokksins, sagðist ekki þekkja Fetterman sérlega vel en að þingmenn vonist og biðji fyrir að um hann hljóti skjótan bata. Fetterman, sem er 53 ára gamall, náði kjöri sem öldungadeildarþingmaður Pennsylvaníu í kosningunum í nóvember. Þar bar hann sigurorð af sjónvarpsfígúrunni Mehmet Oz. Hann tók sæti á þingi í fyrsta skipti í janúar. Sigur Fettermans var þýðingarmikill fyrir demókrata sem juku óvænt við meirihluta sinn í þingdeildinni. Styðst við hjálpartæki til að meðtaka mælt mál Heilsubrestur hefur plagað Fetterman. Hann fékk heilablóðfall í maí rétt fyrir forval Demókrataflokksins. Átti hann erfitt með að tjá sig og meðtaka mælt mál í kjölfarið. Hann hefur stuðst við hjálpartæki sem skrifa upp mælt mál. Í kjölfar heilablóðfallsins var var græddur í hann gangráður vegna gáttatitrings og hjartavöðvasjúkdóms. Fetterman hefur sagt opinberlega að hann hafi næstum því látið lífið í fyrra. Fetterman dvaldi tvo daga á sjúkrahúsi í Washington-borg í síðustu viku eftir að hann fann fyrir svima. Rannsóknir bentu ekki til þess að hann hefði orðið fyrir öðru heilablóðfalli eða flogi, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fetterman lagði Oz CNN, Fox News og fleiri miðlar hafa lýst John Fetterman sigurvegara í öldungadeildarþingkosningunum í Pennsylvaníu, þar sem mótframbjóðandi hans var sjónvarpslæknirinn Dr. Mehmet Oz. 9. nóvember 2022 06:45 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Skrifstofustjóri Fettermans greindi frá því í dag að Fetterman hefði sjálfur leitað til Walter Reed-hersjúkrahússins vegna alvarlegs þunglyndis. Hann hafi fengið þunglyndisköst við og við um ævina en það hafi ágerst undanfarnar vikur. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, sagði flokkinn standa þétt við bakið á Fetterman. Hann búist við honum fljótt til baka. Gisele Fetterman, eiginkona þingsmannsins, segist stolt af honum að leita sér þeirra hjálpar sem hann þarfnast. John Thune, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Suður-Dakóta og einn leiðtoga flokksins, sagðist ekki þekkja Fetterman sérlega vel en að þingmenn vonist og biðji fyrir að um hann hljóti skjótan bata. Fetterman, sem er 53 ára gamall, náði kjöri sem öldungadeildarþingmaður Pennsylvaníu í kosningunum í nóvember. Þar bar hann sigurorð af sjónvarpsfígúrunni Mehmet Oz. Hann tók sæti á þingi í fyrsta skipti í janúar. Sigur Fettermans var þýðingarmikill fyrir demókrata sem juku óvænt við meirihluta sinn í þingdeildinni. Styðst við hjálpartæki til að meðtaka mælt mál Heilsubrestur hefur plagað Fetterman. Hann fékk heilablóðfall í maí rétt fyrir forval Demókrataflokksins. Átti hann erfitt með að tjá sig og meðtaka mælt mál í kjölfarið. Hann hefur stuðst við hjálpartæki sem skrifa upp mælt mál. Í kjölfar heilablóðfallsins var var græddur í hann gangráður vegna gáttatitrings og hjartavöðvasjúkdóms. Fetterman hefur sagt opinberlega að hann hafi næstum því látið lífið í fyrra. Fetterman dvaldi tvo daga á sjúkrahúsi í Washington-borg í síðustu viku eftir að hann fann fyrir svima. Rannsóknir bentu ekki til þess að hann hefði orðið fyrir öðru heilablóðfalli eða flogi, að sögn AP-fréttastofunnar.
Bandaríkin Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fetterman lagði Oz CNN, Fox News og fleiri miðlar hafa lýst John Fetterman sigurvegara í öldungadeildarþingkosningunum í Pennsylvaníu, þar sem mótframbjóðandi hans var sjónvarpslæknirinn Dr. Mehmet Oz. 9. nóvember 2022 06:45 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Fetterman lagði Oz CNN, Fox News og fleiri miðlar hafa lýst John Fetterman sigurvegara í öldungadeildarþingkosningunum í Pennsylvaníu, þar sem mótframbjóðandi hans var sjónvarpslæknirinn Dr. Mehmet Oz. 9. nóvember 2022 06:45