Vinna áfram með ramma fyrri kjarasamninga Kjartan Kjartansson og Heimir Már Pétursson skrifa 16. febrúar 2023 22:02 Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkssviðs Samtaka atvinnulífsins, sagði temmilega bjartsýnn á viðræður næstu daga eftir að Efling ákvað að fresta verkfallsaðgerðum sínum til sunnudags. Vísir/Sigurjón Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins segir samtökin telja að nú sé meiri forsendur til að ræða um gerð kjarasamnings á grundvelli þeirra sem meginþorri launafólks hefur þegar samþykkt eftir að samkomulag náðist við Eflingu um frestun verkfalla í kvöld. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og SA, tilkynnti um níu leytið í kvöld að samkomulag hefði náðst um að Efling frestaði öllum verkfallsaðgerðum sínum til miðnættis sunnudaginn 19. febrúar og að frestunin tæki þegar gildi. Samningsaðilar ætluðu að freista þess að ná samningi um helgina. Þeir koma saman til eiginlegra kjarasamningsviðræðna klukkan tíu í fyrramálið. Að fundi loknum í kvöld sagði Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, að það hafi verið mikilvægt skref að fresta verkföllum til þess að samningsaðilar gætu einbeitt sér að viðræðum. SA hafi óskað eftir lengri frest þar sem þau hafi talið að lengri tíma þyrfti til þess að fá botn í kjarasamningsviðræðurnar. Ragnar sagðist vonast til þess að verkfallsaðgerðum yrði frestað um lengri tíma ef viðræður færu á skrið. Sami rammi en tilbúin að reyna að laga hann að Eflingarfólki Fram að þessu hafa Samtök atvinnulífsins ekki ljáð máls á því að semja við Eflingu á öðrum nótum en þau hafa þegar gert við önnur samtök launþega, þar á meðal Starfsgreinasambandið. Samtökin virðast ekki ætla að hvika frá þeirri línu ef marka má orð Ragnars í kvöld. „Við teljum kannski núna, og kannski getur Efling staðfest það, að það séu meiri forsendur til að ræða um gerð samnings á grundvelli þeirra samninga sem í rauninni þegar hafa verið gerðir og hafa verið samþykktir af meginþorra launafólks," sagði hann. „Við höfum vísað til ákveðins ramma og okkar viðsemjendur þekkja þann ramma sem við erum að vinna með.“ Lýsti Ragnar þó SA tilbúin til þess að reyna að finna einhvers konar aðlögun á kjarasamningsrammanum að Eflingu og samsetningu hópsins sem félagið semur fyrir. Efling hefur meðal annars krafist meiri kjarabóta þar sem félagar þess séu að mestu leyti á höfuðborgarsvæðinu þar sem framfærslukostnaður sé hærri en á landsbyggðinni. Viðtalið við Ragnar Árnason má sjá í heild í spilaranum hér fyrir neðan. „Temmilega bjartsýnn“ og hugur hans hjá erlendu ferðamönnunum Ragnar sagðist „temmilega“ bjartsýnn á viðræðurnar sem eru framundan næstu daga. „Þetta hefur verið auðvitað verið erfitt. Við skulum bara sjá hvað fram vindur,“ sagði hann. Spurður að því hvort að miklum skaða hafi verið forðað með því að fresta verkfallsaðgerðum sagði Ragnar að hugur hans væri aðallega hjá erlendum ferðamönnum sem sáu kannski fram á að þurfa að gista í strætóskýlum eða við álíka aðbúnað vegna verkfalls hótelstarfsmanna. „Það hefði orðið mikið tjón fyrir hótelin en ekki síður, bara í rauninni, fyrir þessa erlendu gesti okkar sem hefðu bara verið í stórkostlegum vandræðum þegar komnir til landsins,“ sagði hann. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðum frestað Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. 16. febrúar 2023 21:04 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og SA, tilkynnti um níu leytið í kvöld að samkomulag hefði náðst um að Efling frestaði öllum verkfallsaðgerðum sínum til miðnættis sunnudaginn 19. febrúar og að frestunin tæki þegar gildi. Samningsaðilar ætluðu að freista þess að ná samningi um helgina. Þeir koma saman til eiginlegra kjarasamningsviðræðna klukkan tíu í fyrramálið. Að fundi loknum í kvöld sagði Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, að það hafi verið mikilvægt skref að fresta verkföllum til þess að samningsaðilar gætu einbeitt sér að viðræðum. SA hafi óskað eftir lengri frest þar sem þau hafi talið að lengri tíma þyrfti til þess að fá botn í kjarasamningsviðræðurnar. Ragnar sagðist vonast til þess að verkfallsaðgerðum yrði frestað um lengri tíma ef viðræður færu á skrið. Sami rammi en tilbúin að reyna að laga hann að Eflingarfólki Fram að þessu hafa Samtök atvinnulífsins ekki ljáð máls á því að semja við Eflingu á öðrum nótum en þau hafa þegar gert við önnur samtök launþega, þar á meðal Starfsgreinasambandið. Samtökin virðast ekki ætla að hvika frá þeirri línu ef marka má orð Ragnars í kvöld. „Við teljum kannski núna, og kannski getur Efling staðfest það, að það séu meiri forsendur til að ræða um gerð samnings á grundvelli þeirra samninga sem í rauninni þegar hafa verið gerðir og hafa verið samþykktir af meginþorra launafólks," sagði hann. „Við höfum vísað til ákveðins ramma og okkar viðsemjendur þekkja þann ramma sem við erum að vinna með.“ Lýsti Ragnar þó SA tilbúin til þess að reyna að finna einhvers konar aðlögun á kjarasamningsrammanum að Eflingu og samsetningu hópsins sem félagið semur fyrir. Efling hefur meðal annars krafist meiri kjarabóta þar sem félagar þess séu að mestu leyti á höfuðborgarsvæðinu þar sem framfærslukostnaður sé hærri en á landsbyggðinni. Viðtalið við Ragnar Árnason má sjá í heild í spilaranum hér fyrir neðan. „Temmilega bjartsýnn“ og hugur hans hjá erlendu ferðamönnunum Ragnar sagðist „temmilega“ bjartsýnn á viðræðurnar sem eru framundan næstu daga. „Þetta hefur verið auðvitað verið erfitt. Við skulum bara sjá hvað fram vindur,“ sagði hann. Spurður að því hvort að miklum skaða hafi verið forðað með því að fresta verkfallsaðgerðum sagði Ragnar að hugur hans væri aðallega hjá erlendum ferðamönnum sem sáu kannski fram á að þurfa að gista í strætóskýlum eða við álíka aðbúnað vegna verkfalls hótelstarfsmanna. „Það hefði orðið mikið tjón fyrir hótelin en ekki síður, bara í rauninni, fyrir þessa erlendu gesti okkar sem hefðu bara verið í stórkostlegum vandræðum þegar komnir til landsins,“ sagði hann.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðum frestað Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. 16. febrúar 2023 21:04 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Verkfallsaðgerðum frestað Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. 16. febrúar 2023 21:04