Áhrif verkfallsins strax mikil og fyrstu bensínstöðvarnar að tæmast Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2023 12:09 Eldsneytisflutningabílar byrjuðu að safnast saman í birgðastöðinni í Örfirisey um klukkan ellefu í morgun. Forstjóri Skeljungs segir mikilvægt að hægt verði að halda helstu innvið samfélagsins gangandi. vísir/einar Forstjóri Skeljungs segir verkfallið strax hafa gríðarleg áhrif á viðskiptavini félagsins eins og bensínstöðvar, verktaka, rútufyrirtæki og flugvelli. Það styttist í að bensín klárist á fyrstu bensínstöðvunum. Bílstjórar eldsneytisflutningabíla tóku að streyma í birgðastöðina í Örfirisey rétt fyrir klukkan ellefu í morgun eftir að hafa lokið síðustu ferðum sínum áður en verkfall þeirra skall á klukkan tólf á hádegi. Þórður Guðjónsson forstjóri Skeljungs segir að þar með hafi öll dreifing fyrirtækisins stöðvast. Skeljungur kaupi inn eldsneyti og dreifi til orkustöðvanna og Costco ásamt fjölda fyrirtækja, verktaka og rútufyrirtækja. Áhrifa verkfallsins gæti strax. „Það þýðir ekkert annað fyrir okkur en vera salíróleg og reyna að gera það sem við getum. Nú eru allir bílar hjá okkur úti á fullu að fylla á hérna á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur engin stöð fallið hjá Orkunni. Costco á nóg af eldsneyti. Allir okkar viðskiptavinir sem hafa sína einkatanka og annað slíkt, það er búið að fylla allt upp í topp. Þannig að til að byrja með verður þetta í lagi. Maður heyrir af stöðvum sem eru þegar byrjaðar að falla og veit af þeim. Það styttist í að fyrsta stöðin hjá Orkunni falli eins og gengur og gerist,“ sagði Þórður um klukkan ellefu í morgun. Hann sagðist hins vegar bíða spenntur eftir að heyra af af drifum fjölda undanþágubeiðna Skeljungs. Aðeins ein þeirra hefði fengist afgreidd og það væri til Strætó. Það væri gleðilegt að Strætó muni því ganga. „En við bíðum eftir svari frá Eflingu varðandi fjölda annarra undanþága sem við sendum inn. Því ég sé ekki tilganginn með að til dæmis lögreglan fái undanþágu vegna þess að lögreglan er ekki að dreifa eldsneyti. Það erum við sem erum að dreifa eldsneytinu. Þannig að lögreglan þarf einhver stað til að taka eldsneytið og þeir þurfa eldsneyti á staðinn til þess að hægt sé að halda lögreglunni gangandi. Ég tala nú ekki um alla hina. Þannig að undanþága til einhvers sem er ekki að dreifa eldsneyti; ég skil ekki alveg tilganginn með því,“ segir Þórður Undanþágubeiðnir Skeljungs miði að því að hægt verði að halda innviðum gangandi og öruggis væri gætt. „Þetta snýr mikið að heilbrigðisstéttunum okkar. Við höfum óskað eftir því að fá að dreifa á tilteknar eldsneytisstöðvar til að halda því fólki gangandi. Læknar þurfa að komast í vinnu, Læknavaktin þarf að starfa, sjúkrabílar þurfa að ganga, heimahjúkrun þarf að vera í lagi og svo framvegis. Þannig að þetta skiptir allt gríðarlega miklu máli. Við getum ekki dælt á bílinn heima hjá þessum aðilum,“ sagði Þórður Guðjónsson forstjóri Skeljungs í viðtali við Kristínu Ólafsdóttir. Uppfært klukkan 13:37 Nokkrar undanþágubeiðnir Skeljungs vegna dreifingar til flugvalla hafa verið samþykktar. Sjá tilkynningu að neðan: Undanþágubeiðnir Skeljungs vegna dreifingar til flugvalla samþykktar Skeljungur hefur fengið undaþágubeiðnir fyrir dreifingu eldsneytist í almannaþágu til eftirfarandi aðila samþykktar af hálfu undanþágunefnd Eflingar: Dreifing á JET A-1 á innanlandsflugvelli Dreifing á díesel á Reykjavíkurflugvöll Dreifing á díesel á Keflavíkurflugvöll Þá hafa eftirfarandi beiðnir um undanþágur einnig verið veittar: Dreifing á díesel á einkatanka Strætisvagna Dreifing á díesel á varaaflsstöðvar Dreifing á díesel og bensín á bensínstöð Hreyfils í Fellsmúla Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs; „Hluti þeirra undanþágubeiðna sem við sendum hafa nú verið afgreiddar en við bíðum svara við nokkrum beiðnum ennþá. Við erum ánægð með góðar undirtektir af hálfu Eflingar gagnvart þeim undanþágubeiðnum sem við höfum fengið samþykktar, með því móti er öryggi og almannaheill betur tryggð við krefjandi aðstæður.“ Kjaraviðræður 2022-23 Orkumál Bensín og olía Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vonar að menn hætti að sjá sig sem lénsherra höfuðborgarsvæðisins Við ætlumst til þess að það séu gerðir Eflingar-samningar við Eflingar-fólk, sagði Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar í samtali við blaðamenn fyrir upphaf samningafundar sem nú er hafinn í Karphúsinu. 15. febrúar 2023 09:26 Segjast hafa samþykkt allar undanþágur vegna almannaöryggis Undanþágunefnd Eflingar segist hafa samþykkt allar beiðnir um undanþágur frá verkfalli sem hefst á morgun á forsendum almannaöryggis sem henni hafa borist. Af þeim tugum umsókna sem nefndin hefur fjallað um hefur einhverjum verið hafnað. 14. febrúar 2023 22:21 Efling og SA boðuð á fund sáttasemjara í fyrramálið Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eru boðaðir til fundar með Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara, klukkan níu í fyrramálið. Ástráður var settur í embættið í deilunni eftir að Aðalsteinn Leifsson sagði sig frá henni í gær. 14. febrúar 2023 19:49 Yfirvofandi verkfallsátök auka enn á óvissuna á mörkuðum Áhyggjur fjárfesta af mögulega langvinnari verkfallsátökum á vinnumarkaði en áður var talið setti mark sitt á þróun markaða í dag. Hlutabréfaverð flestra félaga lækkaði, mest í tilfelli Icelandair, og verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði hækkaði sömuleiðis. 14. febrúar 2023 18:48 Sólveig Anna ánægð að fá Ástráð inn Formaður Eflingar lýsir yfir ánægju með að nýr ríkissáttasemjari hafi verið settur í kjaradeilu félagsins við SA. Hún ætli að mæta ásamt samninganefnd Eflingar á samningafund um leið og hann verði boðaður. 14. febrúar 2023 18:39 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Bílstjórar eldsneytisflutningabíla tóku að streyma í birgðastöðina í Örfirisey rétt fyrir klukkan ellefu í morgun eftir að hafa lokið síðustu ferðum sínum áður en verkfall þeirra skall á klukkan tólf á hádegi. Þórður Guðjónsson forstjóri Skeljungs segir að þar með hafi öll dreifing fyrirtækisins stöðvast. Skeljungur kaupi inn eldsneyti og dreifi til orkustöðvanna og Costco ásamt fjölda fyrirtækja, verktaka og rútufyrirtækja. Áhrifa verkfallsins gæti strax. „Það þýðir ekkert annað fyrir okkur en vera salíróleg og reyna að gera það sem við getum. Nú eru allir bílar hjá okkur úti á fullu að fylla á hérna á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur engin stöð fallið hjá Orkunni. Costco á nóg af eldsneyti. Allir okkar viðskiptavinir sem hafa sína einkatanka og annað slíkt, það er búið að fylla allt upp í topp. Þannig að til að byrja með verður þetta í lagi. Maður heyrir af stöðvum sem eru þegar byrjaðar að falla og veit af þeim. Það styttist í að fyrsta stöðin hjá Orkunni falli eins og gengur og gerist,“ sagði Þórður um klukkan ellefu í morgun. Hann sagðist hins vegar bíða spenntur eftir að heyra af af drifum fjölda undanþágubeiðna Skeljungs. Aðeins ein þeirra hefði fengist afgreidd og það væri til Strætó. Það væri gleðilegt að Strætó muni því ganga. „En við bíðum eftir svari frá Eflingu varðandi fjölda annarra undanþága sem við sendum inn. Því ég sé ekki tilganginn með að til dæmis lögreglan fái undanþágu vegna þess að lögreglan er ekki að dreifa eldsneyti. Það erum við sem erum að dreifa eldsneytinu. Þannig að lögreglan þarf einhver stað til að taka eldsneytið og þeir þurfa eldsneyti á staðinn til þess að hægt sé að halda lögreglunni gangandi. Ég tala nú ekki um alla hina. Þannig að undanþága til einhvers sem er ekki að dreifa eldsneyti; ég skil ekki alveg tilganginn með því,“ segir Þórður Undanþágubeiðnir Skeljungs miði að því að hægt verði að halda innviðum gangandi og öruggis væri gætt. „Þetta snýr mikið að heilbrigðisstéttunum okkar. Við höfum óskað eftir því að fá að dreifa á tilteknar eldsneytisstöðvar til að halda því fólki gangandi. Læknar þurfa að komast í vinnu, Læknavaktin þarf að starfa, sjúkrabílar þurfa að ganga, heimahjúkrun þarf að vera í lagi og svo framvegis. Þannig að þetta skiptir allt gríðarlega miklu máli. Við getum ekki dælt á bílinn heima hjá þessum aðilum,“ sagði Þórður Guðjónsson forstjóri Skeljungs í viðtali við Kristínu Ólafsdóttir. Uppfært klukkan 13:37 Nokkrar undanþágubeiðnir Skeljungs vegna dreifingar til flugvalla hafa verið samþykktar. Sjá tilkynningu að neðan: Undanþágubeiðnir Skeljungs vegna dreifingar til flugvalla samþykktar Skeljungur hefur fengið undaþágubeiðnir fyrir dreifingu eldsneytist í almannaþágu til eftirfarandi aðila samþykktar af hálfu undanþágunefnd Eflingar: Dreifing á JET A-1 á innanlandsflugvelli Dreifing á díesel á Reykjavíkurflugvöll Dreifing á díesel á Keflavíkurflugvöll Þá hafa eftirfarandi beiðnir um undanþágur einnig verið veittar: Dreifing á díesel á einkatanka Strætisvagna Dreifing á díesel á varaaflsstöðvar Dreifing á díesel og bensín á bensínstöð Hreyfils í Fellsmúla Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs; „Hluti þeirra undanþágubeiðna sem við sendum hafa nú verið afgreiddar en við bíðum svara við nokkrum beiðnum ennþá. Við erum ánægð með góðar undirtektir af hálfu Eflingar gagnvart þeim undanþágubeiðnum sem við höfum fengið samþykktar, með því móti er öryggi og almannaheill betur tryggð við krefjandi aðstæður.“
Kjaraviðræður 2022-23 Orkumál Bensín og olía Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vonar að menn hætti að sjá sig sem lénsherra höfuðborgarsvæðisins Við ætlumst til þess að það séu gerðir Eflingar-samningar við Eflingar-fólk, sagði Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar í samtali við blaðamenn fyrir upphaf samningafundar sem nú er hafinn í Karphúsinu. 15. febrúar 2023 09:26 Segjast hafa samþykkt allar undanþágur vegna almannaöryggis Undanþágunefnd Eflingar segist hafa samþykkt allar beiðnir um undanþágur frá verkfalli sem hefst á morgun á forsendum almannaöryggis sem henni hafa borist. Af þeim tugum umsókna sem nefndin hefur fjallað um hefur einhverjum verið hafnað. 14. febrúar 2023 22:21 Efling og SA boðuð á fund sáttasemjara í fyrramálið Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eru boðaðir til fundar með Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara, klukkan níu í fyrramálið. Ástráður var settur í embættið í deilunni eftir að Aðalsteinn Leifsson sagði sig frá henni í gær. 14. febrúar 2023 19:49 Yfirvofandi verkfallsátök auka enn á óvissuna á mörkuðum Áhyggjur fjárfesta af mögulega langvinnari verkfallsátökum á vinnumarkaði en áður var talið setti mark sitt á þróun markaða í dag. Hlutabréfaverð flestra félaga lækkaði, mest í tilfelli Icelandair, og verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði hækkaði sömuleiðis. 14. febrúar 2023 18:48 Sólveig Anna ánægð að fá Ástráð inn Formaður Eflingar lýsir yfir ánægju með að nýr ríkissáttasemjari hafi verið settur í kjaradeilu félagsins við SA. Hún ætli að mæta ásamt samninganefnd Eflingar á samningafund um leið og hann verði boðaður. 14. febrúar 2023 18:39 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Vonar að menn hætti að sjá sig sem lénsherra höfuðborgarsvæðisins Við ætlumst til þess að það séu gerðir Eflingar-samningar við Eflingar-fólk, sagði Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar í samtali við blaðamenn fyrir upphaf samningafundar sem nú er hafinn í Karphúsinu. 15. febrúar 2023 09:26
Segjast hafa samþykkt allar undanþágur vegna almannaöryggis Undanþágunefnd Eflingar segist hafa samþykkt allar beiðnir um undanþágur frá verkfalli sem hefst á morgun á forsendum almannaöryggis sem henni hafa borist. Af þeim tugum umsókna sem nefndin hefur fjallað um hefur einhverjum verið hafnað. 14. febrúar 2023 22:21
Efling og SA boðuð á fund sáttasemjara í fyrramálið Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eru boðaðir til fundar með Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara, klukkan níu í fyrramálið. Ástráður var settur í embættið í deilunni eftir að Aðalsteinn Leifsson sagði sig frá henni í gær. 14. febrúar 2023 19:49
Yfirvofandi verkfallsátök auka enn á óvissuna á mörkuðum Áhyggjur fjárfesta af mögulega langvinnari verkfallsátökum á vinnumarkaði en áður var talið setti mark sitt á þróun markaða í dag. Hlutabréfaverð flestra félaga lækkaði, mest í tilfelli Icelandair, og verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði hækkaði sömuleiðis. 14. febrúar 2023 18:48
Sólveig Anna ánægð að fá Ástráð inn Formaður Eflingar lýsir yfir ánægju með að nýr ríkissáttasemjari hafi verið settur í kjaradeilu félagsins við SA. Hún ætli að mæta ásamt samninganefnd Eflingar á samningafund um leið og hann verði boðaður. 14. febrúar 2023 18:39