Sólveig Anna ánægð að fá Ástráð inn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. febrúar 2023 18:39 Sólveig Anna segir að hún muni mæta ásamt öðrum úr samninganefnd Eflingar þegar boðað verður til samningafundar. Vísir/Arnar Formaður Eflingar lýsir yfir ánægju með að nýr ríkissáttasemjari hafi verið settur í kjaradeilu félagsins við SA. Hún ætli að mæta ásamt samninganefnd Eflingar á samningafund um leið og hann verði boðaður. Frá þessu greinir formaðurinn, Sólveig Anna Jónsdóttir, í færslu á Facebook-síðu sinni. „Það hefur verið átakanlegt að fylgjast með íslensku valdastéttinni grafa sig dýpra í nálgun valdbeitingar í garð félagsfólks í Eflingu á síðustu vikum. Meira að segja eftir algjört siðferðislegt gjaldþrot þvingana-afstöðu Aðalsteins Leifssonar skulu Samtök atvinnulífsins enn senda fulltrúa sinn í fjölmiða til að tala fyrir áframhaldandi ríkisvalds-ofbeldi gegn verkafólki og lægst launaðasta fólki landsins,“ skrifar Sólveig Anna. Hún ásamt fleiri félögum hennar í Eflingu hafa ítrekað gert kröfu um að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segði sig frá deilunni, eftir að Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að Eflingu bæri ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá sína, svo hægt væri að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans. Aðalsteinn óskaði eftir því við félags- og vinnumarkaðsráðherra í gær að víkja sæti í deilunni og í dag var Ástráður Haraldsson héraðsdómari settur í embætti sáttasemjara í þessari tilteknu deilu í hans stað. Sólveig Anna segist ánægð með að Ástráður hafi verið settur í embætti ríkissáttasemjara. „Ég mun mæta ásamt samninganefnd okkar Eflingarfélaga til samningafundar um leið og boðað verður til hans. Ég trúi því að skipun nýs sáttasemjara geti orðið upphaf að nýjum og betri kafla í þessari löngu kjaradeilu, sem hefur snúist upp í að verða deila ekki bara um kaup og kjör heldur um sjálfan samningsréttinn, okkar heilagasta rétt. Ég treysti því að hann verði framvegis virtur,“ skrifar Sólveig Anna. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Væntir þess að hið opinbera stígi inn í deiluna Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefði ekki átt að láta undan þrýstingi frá Eflingu um að hann segði sig frá kjaradeilu félagsins við SA. Hann segir að til að afstýra verkfallsaðgerðum, sem muni hafa grafalvarlegar afleiðingar, verði Efling að mæta á samningafundi. Hann á von á einhverskonar viðbrögðum frá hinu opinbera, við þeim hnút sem deilan er nú í. 14. febrúar 2023 18:05 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Frá þessu greinir formaðurinn, Sólveig Anna Jónsdóttir, í færslu á Facebook-síðu sinni. „Það hefur verið átakanlegt að fylgjast með íslensku valdastéttinni grafa sig dýpra í nálgun valdbeitingar í garð félagsfólks í Eflingu á síðustu vikum. Meira að segja eftir algjört siðferðislegt gjaldþrot þvingana-afstöðu Aðalsteins Leifssonar skulu Samtök atvinnulífsins enn senda fulltrúa sinn í fjölmiða til að tala fyrir áframhaldandi ríkisvalds-ofbeldi gegn verkafólki og lægst launaðasta fólki landsins,“ skrifar Sólveig Anna. Hún ásamt fleiri félögum hennar í Eflingu hafa ítrekað gert kröfu um að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segði sig frá deilunni, eftir að Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að Eflingu bæri ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá sína, svo hægt væri að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans. Aðalsteinn óskaði eftir því við félags- og vinnumarkaðsráðherra í gær að víkja sæti í deilunni og í dag var Ástráður Haraldsson héraðsdómari settur í embætti sáttasemjara í þessari tilteknu deilu í hans stað. Sólveig Anna segist ánægð með að Ástráður hafi verið settur í embætti ríkissáttasemjara. „Ég mun mæta ásamt samninganefnd okkar Eflingarfélaga til samningafundar um leið og boðað verður til hans. Ég trúi því að skipun nýs sáttasemjara geti orðið upphaf að nýjum og betri kafla í þessari löngu kjaradeilu, sem hefur snúist upp í að verða deila ekki bara um kaup og kjör heldur um sjálfan samningsréttinn, okkar heilagasta rétt. Ég treysti því að hann verði framvegis virtur,“ skrifar Sólveig Anna.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Væntir þess að hið opinbera stígi inn í deiluna Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefði ekki átt að láta undan þrýstingi frá Eflingu um að hann segði sig frá kjaradeilu félagsins við SA. Hann segir að til að afstýra verkfallsaðgerðum, sem muni hafa grafalvarlegar afleiðingar, verði Efling að mæta á samningafundi. Hann á von á einhverskonar viðbrögðum frá hinu opinbera, við þeim hnút sem deilan er nú í. 14. febrúar 2023 18:05 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Væntir þess að hið opinbera stígi inn í deiluna Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefði ekki átt að láta undan þrýstingi frá Eflingu um að hann segði sig frá kjaradeilu félagsins við SA. Hann segir að til að afstýra verkfallsaðgerðum, sem muni hafa grafalvarlegar afleiðingar, verði Efling að mæta á samningafundi. Hann á von á einhverskonar viðbrögðum frá hinu opinbera, við þeim hnút sem deilan er nú í. 14. febrúar 2023 18:05