Vonar að menn hætti að sjá sig sem lénsherra höfuðborgarsvæðisins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2023 09:26 Sólveig sagði stöðuna alvarlega og að hún vildi lítið tjá sig um það hvort hún væri bjartsýn. Vísir/Vilhelm Við ætlumst til þess að það séu gerðir Eflingar-samningar við Eflingar-fólk, sagði Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar í samtali við blaðamenn fyrir upphaf samningafundar sem nú er hafinn í Karphúsinu. Sólveig sagði samninganefnd Eflingar mætta til fundar til að eiga góðan og langan fund en sagðist ekki vilja svara því hvort hún væri bjartsýn. Sagði hún samningsvilja Eflingar „ríkulegan“ en gera þyrfti „Eflingar-samninga við Eflingar-fólk“. „Við erum hér að semja fyrir 20 þúsund manns innan höfuðborgarsvæðisins, sem hafa núna sýnt það með mjög sannfærandi hætti að þau eru tilbúin til að leggja ansi mikið á sig til þess að fá ásættanlegan kjarasamning. Hvort að örfáir menn séu svo forhertir að þeir ætli, þrátt fyrir allt sem gengið hefur á, ekki að mæta okkur við samningsborðið; það kemur bara í ljós hér í dag,“ sagði Sólveig. Hún sagðist ekki gera ráð fyrir að miðlunartillaga ríkissáttasemjara yrði til umræðu á fundinum, þrátt fyrir fullyrðingar fulltrúa Samtaka atvinnulífsins þess efnis. Sólveig sagðist binda miklar vonir við nýjan settan ríkissáttasemjara, Ástráð Haraldsson héraðsdómara, eftir að hafa kallað eftir því að Aðalsteinn Leifsson segði sig frá kjaradeilunni milli Eflingar og SA. Spurð að því hvort hún gerði ráð fyrir að yfirvofandi verkfallsaðgerðir myndu lama samfélagið sagði Sólveig Eflingarfólk ómissandi í allri verðmætaframleiðslu og að við ómissandi fólk ætti að gera góða samninga. Talaði hún um „sögulega stórkostlega“ forherðingu viðsemjenda Eflingar í þessu samhengi. Áhrifanna yrði vart þegar Eflingarfélagar „settu hendur í vasa“. Sólveig sagðist mætt til fundar til að ná samningum. Málflutningur Eflingar hefði snúið að því að aðstæður félagsfólks yrðu skoðaðar og kröfur settar fram eftir því. „Ég auðvitað bara vona að menn komi núna niður á jörðina og hætti að ímynda sér að þeir séu lénsherrar höfuðborgarsvæðisins,“ sagði Sólveig. „Að það sé þeirra einna að ákveða örlög 20 þúsund félagsmanna Eflingar.“ Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Sólveig sagði samninganefnd Eflingar mætta til fundar til að eiga góðan og langan fund en sagðist ekki vilja svara því hvort hún væri bjartsýn. Sagði hún samningsvilja Eflingar „ríkulegan“ en gera þyrfti „Eflingar-samninga við Eflingar-fólk“. „Við erum hér að semja fyrir 20 þúsund manns innan höfuðborgarsvæðisins, sem hafa núna sýnt það með mjög sannfærandi hætti að þau eru tilbúin til að leggja ansi mikið á sig til þess að fá ásættanlegan kjarasamning. Hvort að örfáir menn séu svo forhertir að þeir ætli, þrátt fyrir allt sem gengið hefur á, ekki að mæta okkur við samningsborðið; það kemur bara í ljós hér í dag,“ sagði Sólveig. Hún sagðist ekki gera ráð fyrir að miðlunartillaga ríkissáttasemjara yrði til umræðu á fundinum, þrátt fyrir fullyrðingar fulltrúa Samtaka atvinnulífsins þess efnis. Sólveig sagðist binda miklar vonir við nýjan settan ríkissáttasemjara, Ástráð Haraldsson héraðsdómara, eftir að hafa kallað eftir því að Aðalsteinn Leifsson segði sig frá kjaradeilunni milli Eflingar og SA. Spurð að því hvort hún gerði ráð fyrir að yfirvofandi verkfallsaðgerðir myndu lama samfélagið sagði Sólveig Eflingarfólk ómissandi í allri verðmætaframleiðslu og að við ómissandi fólk ætti að gera góða samninga. Talaði hún um „sögulega stórkostlega“ forherðingu viðsemjenda Eflingar í þessu samhengi. Áhrifanna yrði vart þegar Eflingarfélagar „settu hendur í vasa“. Sólveig sagðist mætt til fundar til að ná samningum. Málflutningur Eflingar hefði snúið að því að aðstæður félagsfólks yrðu skoðaðar og kröfur settar fram eftir því. „Ég auðvitað bara vona að menn komi núna niður á jörðina og hætti að ímynda sér að þeir séu lénsherrar höfuðborgarsvæðisins,“ sagði Sólveig. „Að það sé þeirra einna að ákveða örlög 20 þúsund félagsmanna Eflingar.“
Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira