Innlent

Vökin í Öskju­vatni stækkar um sem nemur sjö­tíu fót­bolta­völlum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hér má sjá vökina og stærð hennar frá 25. janúar, 8. febrúar, 10. febrúar og 11. febrúar.
Hér má sjá vökina og stærð hennar frá 25. janúar, 8. febrúar, 10. febrúar og 11. febrúar. Háskóli Íslands

Eldfjallafræðingar fylgjast grannt með stækkun vakarinnar í Öskjuvatni. Vökin var á laugardaginn orðin 205 hektarar að stærð og hafði flatarmál hennar þá aukist um fimmtíu hektara á einum sólarhring.

Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir í færslu Rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvár við skólann að vökin í Öskjuvatni stækki inn. Hann birtir fjórar gervihnattamyndir af Öskju sem sýnir þróunina.

Einn hektari er tíu þúsund fermetrar eða 100x100 m2. Hefðbundinn fótboltavöllur er rúmlega sjö þúsund fermetrar. Því nema fimmtíu hektarar um sjötíu fótboltavöllum.

Árið 2012 mældist mikill jarðhiti á borði vatnsins í Öskju og gat myndaðist vegna bráðnunar íss. Mælingar eftir skriðuföll árið 2014 sýndu að dregið hafði úr jarðhita frá árum áður. Nú virðist öldin aftur á móti önnur miðað við hve hratt vökin stækkar.


Tengdar fréttir

Fylgjast vel með Öskju

Vakir í ís Öskjuvatns eru afbrigðilega stórar. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá segir vert að fylgjast vel með.

Hálfs metra landris í Öskju

GPS mælingar sína að land í Öskju hefur risið um hálfan metra frá því mælingar hófust í ágúst 2021. Landrisið er talið vera vegna kvikusöfnunar á litlu dýpi í eldstöðinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×