Vita ekki hvernig fljúgandi furðuhlutirnir haldast á lofti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 07:23 Glen VanHerck og fleiri á leið á fund vegna fljúgandi furðuhlutanna. AP Photo/J. Scott Applewhite Mikið hefur gengið á í lofthelgi Bandaríkjanna undanfarna daga. Bandaríkjaher hefur skotið niður fjóra fljúgandi hluti á átta dögum, síðast í gær. Að sögn talsmanna hefur svona ekki gerst innan bandarískrar lofthelgi á friðartímum. Fljúgandi furðuhlutur var skotinn niður yfir stöðuvatninu Huron í gærkvöldi en hann var í mikilli hæð skammt frá landamærum Kanada. Furðuhlutnum hefur verið lýst sem átthyrndum. Bandarísk yfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu undanfarna daga eftir að kínverskur njósnabelgur flaug inn í lofthelgi Bandaríkjanna. Kínverjar hafa hafnað öllum ásökunum um njósnir. Síðan njósnabelgurinn sveif inn í bandaríska lofthelgi hefur bandaríski flugherinn skotið niður fljúgandi hluti yfir Kanada og Alaska. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að engin augljós ógn hafi stafað af hlutunum en lítið væri um þá vitað og því engu hægt að slá út af borðinu, ekki einu sinni að um sé að ræða geimför. „Við höfum beint sjónum okkar í meira mæli að háloftunum innan okkar lofthelgi. Þar á meðal höfum við aukið eftirlitssvæði radarvarna okkar, sem gæti útskýrt þennan aukna fjölda hluta sem er að finnast,“ sagði Melissa Dalton, aðstoðarvarnamálaráðherra innanlandsvarna. Það sem eftir var af njósnabelgnum eftir að hann var skotinn niður af bandaríska flughernum.AP/Bandaríski sjóherinn Glen VanHerck, hershöfðingi og yfirmaður loftvarnastofnunar Norður-Ameríku, sagði á blaðamannafundi í gær að radar flughersins hafi verið breytt þannig að hann nemi hluti sem ferðist hægt yfir. „Ég held að þetta sé í fyrsta sinn á friðartímum sem þessi staða hefur verið hér á landi,“ sagði VanHerck. Aðstpurður hvort yfirvöld væru búin að slá það út af borðinu að geimverur eigi hlut að máli sagði VanHerck: „Á þessum tímapunkti hef ég ekki slegið neitt út af borðinu.“ Hlusta má á blaðamannafundinn í spilaranum hér að neðan. VanHerck sagði á fundinum að þessir þrír síðustu hlutir sem hafa verið skotnir niður hafi af ástæðu verið kallaðir hlutir af varnarmálaráðuneytinu en ekki blöðrur, eins og sú sem var skotin niður fyrst. Kínverski njósnabelgurinn sem var skotinn niður 4. febrúar hafi greinilega verið belgur. „Þegar við tölum um þessa þrjá síðustu hlusti get ég ekki sagt þér hvernig þeir haldast á lofti. Ein ágiskunin er að þarna sé belgur inni í einhvers konar strúktúr eða þá að þetta sé einhvers konar framdrifskerfi. En það er greinilegt að þessir hlutir haldast á lofti. Ég hvet ykkur til að tengja þessa hluti ekki við neitt ríki vegna þess að við vitum ekkert um hvaðan þeir koma,“ sagði VanHerck. „Þess vegna liggur líka á að við fáum þessa hluti í hendurnar svo við getum skoðað þá betur.“ Bandaríkin Tengdar fréttir Fjórði fljúgandi hluturinn skotinn niður af Bandaríkjaher Bandaríkjaher skaut fyrir skömmu niður enn annan fljúgandi hlutinn í mikilli hæð yfir stöðuvatninu Huron í Michican fylki í Bandaríkjunum, skammt frá landamærum Kanada. Um er að ræða fjórða hlutinn sem skotinn er niður í þessum mánuði í Norður-Ameríku. 12. febrúar 2023 21:50 Saka Kínverja um lygar sem vísa ásökunum á bug Bandarísk yfirvöld halda að óþekktir hlutir sem skotnir voru á flugi yfir Norður-Ameríku í gær og á föstudag hafi verið einhvers konar blöðrur. Bandaríkjamenn saka Kínverja um lygar en vika er síðan Bandaríkjamenn skutu niður meintan njósnabelg Kínverja. 12. febrúar 2023 16:02 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Fljúgandi furðuhlutur var skotinn niður yfir stöðuvatninu Huron í gærkvöldi en hann var í mikilli hæð skammt frá landamærum Kanada. Furðuhlutnum hefur verið lýst sem átthyrndum. Bandarísk yfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu undanfarna daga eftir að kínverskur njósnabelgur flaug inn í lofthelgi Bandaríkjanna. Kínverjar hafa hafnað öllum ásökunum um njósnir. Síðan njósnabelgurinn sveif inn í bandaríska lofthelgi hefur bandaríski flugherinn skotið niður fljúgandi hluti yfir Kanada og Alaska. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að engin augljós ógn hafi stafað af hlutunum en lítið væri um þá vitað og því engu hægt að slá út af borðinu, ekki einu sinni að um sé að ræða geimför. „Við höfum beint sjónum okkar í meira mæli að háloftunum innan okkar lofthelgi. Þar á meðal höfum við aukið eftirlitssvæði radarvarna okkar, sem gæti útskýrt þennan aukna fjölda hluta sem er að finnast,“ sagði Melissa Dalton, aðstoðarvarnamálaráðherra innanlandsvarna. Það sem eftir var af njósnabelgnum eftir að hann var skotinn niður af bandaríska flughernum.AP/Bandaríski sjóherinn Glen VanHerck, hershöfðingi og yfirmaður loftvarnastofnunar Norður-Ameríku, sagði á blaðamannafundi í gær að radar flughersins hafi verið breytt þannig að hann nemi hluti sem ferðist hægt yfir. „Ég held að þetta sé í fyrsta sinn á friðartímum sem þessi staða hefur verið hér á landi,“ sagði VanHerck. Aðstpurður hvort yfirvöld væru búin að slá það út af borðinu að geimverur eigi hlut að máli sagði VanHerck: „Á þessum tímapunkti hef ég ekki slegið neitt út af borðinu.“ Hlusta má á blaðamannafundinn í spilaranum hér að neðan. VanHerck sagði á fundinum að þessir þrír síðustu hlutir sem hafa verið skotnir niður hafi af ástæðu verið kallaðir hlutir af varnarmálaráðuneytinu en ekki blöðrur, eins og sú sem var skotin niður fyrst. Kínverski njósnabelgurinn sem var skotinn niður 4. febrúar hafi greinilega verið belgur. „Þegar við tölum um þessa þrjá síðustu hlusti get ég ekki sagt þér hvernig þeir haldast á lofti. Ein ágiskunin er að þarna sé belgur inni í einhvers konar strúktúr eða þá að þetta sé einhvers konar framdrifskerfi. En það er greinilegt að þessir hlutir haldast á lofti. Ég hvet ykkur til að tengja þessa hluti ekki við neitt ríki vegna þess að við vitum ekkert um hvaðan þeir koma,“ sagði VanHerck. „Þess vegna liggur líka á að við fáum þessa hluti í hendurnar svo við getum skoðað þá betur.“
Bandaríkin Tengdar fréttir Fjórði fljúgandi hluturinn skotinn niður af Bandaríkjaher Bandaríkjaher skaut fyrir skömmu niður enn annan fljúgandi hlutinn í mikilli hæð yfir stöðuvatninu Huron í Michican fylki í Bandaríkjunum, skammt frá landamærum Kanada. Um er að ræða fjórða hlutinn sem skotinn er niður í þessum mánuði í Norður-Ameríku. 12. febrúar 2023 21:50 Saka Kínverja um lygar sem vísa ásökunum á bug Bandarísk yfirvöld halda að óþekktir hlutir sem skotnir voru á flugi yfir Norður-Ameríku í gær og á föstudag hafi verið einhvers konar blöðrur. Bandaríkjamenn saka Kínverja um lygar en vika er síðan Bandaríkjamenn skutu niður meintan njósnabelg Kínverja. 12. febrúar 2023 16:02 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Fjórði fljúgandi hluturinn skotinn niður af Bandaríkjaher Bandaríkjaher skaut fyrir skömmu niður enn annan fljúgandi hlutinn í mikilli hæð yfir stöðuvatninu Huron í Michican fylki í Bandaríkjunum, skammt frá landamærum Kanada. Um er að ræða fjórða hlutinn sem skotinn er niður í þessum mánuði í Norður-Ameríku. 12. febrúar 2023 21:50
Saka Kínverja um lygar sem vísa ásökunum á bug Bandarísk yfirvöld halda að óþekktir hlutir sem skotnir voru á flugi yfir Norður-Ameríku í gær og á föstudag hafi verið einhvers konar blöðrur. Bandaríkjamenn saka Kínverja um lygar en vika er síðan Bandaríkjamenn skutu niður meintan njósnabelg Kínverja. 12. febrúar 2023 16:02