Innlent

Þung staða á bráða­mót­tökunni á Sel­fossi

Magnús Hlynur Hreiðarsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa
Díana Óskarsdóttir er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Díana Óskarsdóttir er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Samsett/Vísir

Þung staða er á bráðamóttökunni á Selfossi vegna manneklu. Erfiðlega hefur gengið að manna læknavaktir og biðtími á bráðamóttökunni hefur því lengst töluvert. Forstjóri segir forgangsraða þurfi tilfellum eftir alvarleika en að bráðum veikindum og slysum verði sinnt.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa sumir staðið vaktina í fleiri klukkutíma og bráðvantar fleiri lækna á vaktina.

„Staðan er þung vegna manneklu. Við höfum ekki náð að fullmanna með læknum um helgina, það er búið að vera mikið af veikindum. Bæði er mikið búið að vera að ganga í samfélaginu og það hefur gengið erfiðlega að fullmanna læknastöðurnar. En stöður hjúkrunarfræðinga eru fullmannaðar.“

„Þegar það gerist þá verður mikill biðtími og við verðum að biðja fólk að leita inn með bráðatilfelli og nota þá síma læknavaktarinnar ef það eru einhverjar fyrirspurnir sem mega bíða. Það er í rauninni staðan hjá okkur,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands,

Díana segir að alvarlegum veikindum og slysum verði að sjálfsögðu sinnt og biður fólk um að veigra sér ekki við að leita sér læknisþjónustu. Hún varar þó við því að biðtími geti verið nokkur. Alvarleg tilfelli gangi framar þeim sem gætu beðið.

„Að öðru leyti erum við vel mönnuð. En staðan er kannski þannig núna að við erum með einni lækni inni á bráðamóttöku í staðinn fyrir tvo eða þrjá.“


Tengdar fréttir

„Mann­ekla er að verða lang­stærsti vandi heil­brigðis­þjónustu á Vestur­löndum“

Forstjóri Landspítala segir tillögur viðbragðsteymis um bráðaþjónustu stórt skref og löngu tímabært. Á bráðamóttöku Landspítala hafi staðan verið mjög þung undanfarið en þó skánað. Þegar holskefla veirusýkinga fari að renna sitt skeið muni hagurinn vænkast en mannekla sé aftur á móti að verða langstærsti vandi heilbrigðisþjónustu á Vesturlöndunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×