„Mannekla er að verða langstærsti vandi heilbrigðisþjónustu á Vesturlöndum“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. janúar 2023 13:01 Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Forstjóri Landspítala segir tillögur viðbragðsteymis um bráðaþjónustu stórt skref og löngu tímabært. Á bráðamóttöku Landspítala hafi staðan verið mjög þung undanfarið en þó skánað. Þegar holskefla veirusýkinga fari að renna sitt skeið muni hagurinn vænkast en mannekla sé aftur á móti að verða langstærsti vandi heilbrigðisþjónustu á Vesturlöndunum. Viðbragðsteymið sem heilbrigðisráðherra skipaði lagði alls fram 39 tillögur að umbótum og er þeim ætlað að efla og bæta bráðaþjónustu um allt land. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, segir tillögurnar líta vel út. „Þetta eru umfangsmiklar tillögur verð ég að segja og mér finnst þetta stórt skref í þá átt að koma betra skipulagi á bráðaþjónustuna, bæði hérna á höfuðborgarsvæðinu og á landinu í rauninni. Það er löngu tímabært því að þörfin hefur farið mjög vaxandi,“ segir Runólfur. Nauðsynlegt sé að styðja vel við landsbyggðina og bráðaþjónustu þar. Eitt skref gæti verið að efla fjarþjónustu, til að mynda með tilkomu fjarskiptalæknis líkt og teymið lagði til. Þá þurfi að efla mönnun en takmarkaður mannafli sé til staðar þar og oft lítt reyndir einstaklingar sem sinna þjónustunni. „Við verðum að hafa fólk sem að býr yfir nægilegri reynslu til að geta tekist á við oft og tíðum mjög erfið viðfangsefni sem geta komið upp mjög skyndilega. Við þurfum að finna leiðir til þess,“ segir Runólfur. Hagur vænkist þegar holskefla veirusýkinga rennur sitt skeið Hvað Landspítala varði hafi staðan á bráðamóttöku verið þung, enda viðfangsefnin mörg, og margir þurft að leggjast inn. Landspítalinn hafi verið að grípa til ráðstafana til að bregðast við miklum flæðisvanda sjúklinga. „Í samvinnu við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, sem að búa yfir hjúkrunarrýmum, þá höfum við getað komið fleiri einstaklingum frá spítalanum sem hafa lokið meðferð. Þannig sú staða hefur skánað, sem betur fer út af því að annars værum við í enn erfiðari stöðu heldur en raun ber vitni og nógu erfið hefur hún verið samt,“ segir Runólfur. „Þannig ég vona að þessi holskefla veirusýkinga fari að renna sitt skeið og þá vænkist hagurinn,“ segir hann enn fremur. Mönnunin sé þó slæm og verði áfram helsta áskorunin. „Við erum með stór verkefni í gangi sem snúa að þessum mönnunarvanda og hann verður viðvarandi áfram, það er óhjákvæmilegt. En svo leitum við allra leiða til að fá starfsfólk, sérstaklega hjúkrunarfræðinga en líka lækna á sumum sviðum. Það er gríðarlega brýnt og krefjandi verkefni en mannekla er að verða langstærsti vandi heilbrigðisþjónustu á Vesturlöndum,“ segir Runólfur. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Vilja koma á fót sérstakri „bráðafjarheilbrigðismiðstöð“ Viðbragðsteymi á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt fram 39 tillögur að umbótum þegar kemur að bráðaþjónustu en tillögurnar voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag. Í megindráttum snúa tillögurnar meðal annars að því að efla og samræma bráðaþjónustu um allt land og auka samvinnu milli stofnana. 13. janúar 2023 20:44 Ekki alveg komin þangað að þeir ríku fái þjónustu en þeir fátækari ekki Heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af mönnun á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. Þrátt fyrir það segir hann Landspítalann nægjanlega fjármagnaðan. Færri standi vaktina en fái álagsgreiðslur fyrir aukavaktir. Leysa þurfi vandann í sameiningu. Samfélagið sé ekki alveg komið á þann stað að hinir ríku hafi aðgang að læknisþjónustu en þeir fátækari ekki. 6. janúar 2023 12:47 Ástandið á Landspítalanum komi peningum ekki við Fjármálaráðherra hafnar því að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Þá sé ekki ástæða fyrir neinn að segja upp á grundvelli fjárlaga. 6. janúar 2023 13:42 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Viðbragðsteymið sem heilbrigðisráðherra skipaði lagði alls fram 39 tillögur að umbótum og er þeim ætlað að efla og bæta bráðaþjónustu um allt land. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, segir tillögurnar líta vel út. „Þetta eru umfangsmiklar tillögur verð ég að segja og mér finnst þetta stórt skref í þá átt að koma betra skipulagi á bráðaþjónustuna, bæði hérna á höfuðborgarsvæðinu og á landinu í rauninni. Það er löngu tímabært því að þörfin hefur farið mjög vaxandi,“ segir Runólfur. Nauðsynlegt sé að styðja vel við landsbyggðina og bráðaþjónustu þar. Eitt skref gæti verið að efla fjarþjónustu, til að mynda með tilkomu fjarskiptalæknis líkt og teymið lagði til. Þá þurfi að efla mönnun en takmarkaður mannafli sé til staðar þar og oft lítt reyndir einstaklingar sem sinna þjónustunni. „Við verðum að hafa fólk sem að býr yfir nægilegri reynslu til að geta tekist á við oft og tíðum mjög erfið viðfangsefni sem geta komið upp mjög skyndilega. Við þurfum að finna leiðir til þess,“ segir Runólfur. Hagur vænkist þegar holskefla veirusýkinga rennur sitt skeið Hvað Landspítala varði hafi staðan á bráðamóttöku verið þung, enda viðfangsefnin mörg, og margir þurft að leggjast inn. Landspítalinn hafi verið að grípa til ráðstafana til að bregðast við miklum flæðisvanda sjúklinga. „Í samvinnu við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, sem að búa yfir hjúkrunarrýmum, þá höfum við getað komið fleiri einstaklingum frá spítalanum sem hafa lokið meðferð. Þannig sú staða hefur skánað, sem betur fer út af því að annars værum við í enn erfiðari stöðu heldur en raun ber vitni og nógu erfið hefur hún verið samt,“ segir Runólfur. „Þannig ég vona að þessi holskefla veirusýkinga fari að renna sitt skeið og þá vænkist hagurinn,“ segir hann enn fremur. Mönnunin sé þó slæm og verði áfram helsta áskorunin. „Við erum með stór verkefni í gangi sem snúa að þessum mönnunarvanda og hann verður viðvarandi áfram, það er óhjákvæmilegt. En svo leitum við allra leiða til að fá starfsfólk, sérstaklega hjúkrunarfræðinga en líka lækna á sumum sviðum. Það er gríðarlega brýnt og krefjandi verkefni en mannekla er að verða langstærsti vandi heilbrigðisþjónustu á Vesturlöndum,“ segir Runólfur.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Vilja koma á fót sérstakri „bráðafjarheilbrigðismiðstöð“ Viðbragðsteymi á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt fram 39 tillögur að umbótum þegar kemur að bráðaþjónustu en tillögurnar voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag. Í megindráttum snúa tillögurnar meðal annars að því að efla og samræma bráðaþjónustu um allt land og auka samvinnu milli stofnana. 13. janúar 2023 20:44 Ekki alveg komin þangað að þeir ríku fái þjónustu en þeir fátækari ekki Heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af mönnun á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. Þrátt fyrir það segir hann Landspítalann nægjanlega fjármagnaðan. Færri standi vaktina en fái álagsgreiðslur fyrir aukavaktir. Leysa þurfi vandann í sameiningu. Samfélagið sé ekki alveg komið á þann stað að hinir ríku hafi aðgang að læknisþjónustu en þeir fátækari ekki. 6. janúar 2023 12:47 Ástandið á Landspítalanum komi peningum ekki við Fjármálaráðherra hafnar því að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Þá sé ekki ástæða fyrir neinn að segja upp á grundvelli fjárlaga. 6. janúar 2023 13:42 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Vilja koma á fót sérstakri „bráðafjarheilbrigðismiðstöð“ Viðbragðsteymi á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt fram 39 tillögur að umbótum þegar kemur að bráðaþjónustu en tillögurnar voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag. Í megindráttum snúa tillögurnar meðal annars að því að efla og samræma bráðaþjónustu um allt land og auka samvinnu milli stofnana. 13. janúar 2023 20:44
Ekki alveg komin þangað að þeir ríku fái þjónustu en þeir fátækari ekki Heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af mönnun á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. Þrátt fyrir það segir hann Landspítalann nægjanlega fjármagnaðan. Færri standi vaktina en fái álagsgreiðslur fyrir aukavaktir. Leysa þurfi vandann í sameiningu. Samfélagið sé ekki alveg komið á þann stað að hinir ríku hafi aðgang að læknisþjónustu en þeir fátækari ekki. 6. janúar 2023 12:47
Ástandið á Landspítalanum komi peningum ekki við Fjármálaráðherra hafnar því að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Þá sé ekki ástæða fyrir neinn að segja upp á grundvelli fjárlaga. 6. janúar 2023 13:42