Enski boltinn

Sá elsti fær framlengdan samning

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Flest er fertugum fært.
Flest er fertugum fært. vísir/getty

Brasilíumaðurinn Thiago Silva hefur framlengt samningi sínum við enska úrvalsdeildarliðið Chelsea til ársins 2024.

Silva er fæddur í september 1984 og verður því nálægt því að komast á fimmtugsaldur þegar nýi samningurinn rennur út í lok tímabilsins 2023/2024.

Þessi þrautreyndi varnarmaður er elsti leikmaðurinn sem hefur tekið þátt í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi leiktíð og er raunar algjör lykilmaður í varnarleik Chelsea.

Silva á glæsilegan feril en hann gekk í raðir Chelsea sumarið 2020 og hefur síðan þá leikið 106 leiki fyrir Lundúnarliðið.

Lengst af sínum ferli hefur Silva leikið fyrir franska stórveldið PSG en einnig fyrir AC Milan auk félaga í heimalandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×