Færri bjargað í dag og eyðileggingin algjör Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. febrúar 2023 16:56 Ríflega tuttugu og tvö þúsund manns eru sagðir hafa látist í jarðskjálftanum. Getty/Dialgo Ríflega 22 þúsund eru nú sagðir látnir eftir skjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi en einhverjum hefur verið bjargað úr rústum bygginga í dag eftir meira en hundrað klukkustundir. Björgunarstarf er þó að renna út á tíma en aðgerðarstjórnandi íslenska teymisins segir töluvert færri finnast á lífi. Björgunarstarf hefur staðið yfir frá því á mánudag eftir að skjálfti af stærðinni 7,8 reið yfir í Tyrklandi og Sýrlandi. Fleiri hafa nú látist eftir en eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna í Japan árið 2011. Langflestir þeirra sem hafa látist eru í Tyrklandi en björgunarstarf hefur gengið erfiðlega í Sýrlandi vegna borgarastyrjaldarinnar sem þar geisar. Milljónir manna hafa leitað frá Sýrlandi til Tyrklands vegna slæmrar stöðu en Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 5,3 milljónir manna gætu verið heimilislausir í Sýrlandi vegna skjálftanna. Björgunarstarf hefur gengið erfiðlega.Getty/Kacmaz Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir þetta mestu hamfarir í sögu landsins og hefur lofað því að þau muni ekki hætta björgunaraðgerðum fyrr en enginn er eftir í rústum bygginga. Tíminn er þó óneitanlega að renna út en að því er kemur fram í frétt AP hefur tekist að bjarga fólki í dag sem hefur setið fast í rústum í rúma hundrað klukkutíma. Sautján ára dreng var til að mynda bjargað í tyrknesku borginni Gaziantep en hann lifði á því að drekka eigin þvag. „Guð sé lof að þið komuð,“ sagði drengurinn þegar honum var bjargað og knúsaði síðan fjölskyldu sína. Fjögurra ára barni var þá bjargað í Adiyaman, 105 klukkustundum eftir jarðskjálftann, og síðar móður hans sem hafði einnig setið föst í rústunum. Viðstaddir voru beðnir um að hvorki fagna né klappa til að bregða ekki barninu, sem fékk nammi að launum. Fjöldinn allur af slíkum sögum streyma inn á ýmsa miðla en þó einhverjir sérfræðingar halda því fram að fólk geti enn verið á lífi viku eftir skjálftana eru vonir að dvína að hægt verði að finna fólk lifandi mikið lengur. Eyðileggingin algjör og meira haft fyrir hverri björgun Fjöldi ríkja hefur boðið fram aðstoð en Ísland sendi til að mynda sérfræðingateymi á vegum Landsbjargar og Landhelgisgæslunnar til Tyrklands fyrr í vikunni og eru þau nú stödd í borginni Antakya. Friðfinnur F. Guðmundsson aðgerðastjórnandi segir fasabreytingu hafa orðið á aðgerðum í gær. „Það eru enn þá lífbjarganir í gangi í borginni, þeim hefur þó fækkað töluvert frá því síðustu daga. Þannig að við þurfum að hafa bara meira fyrir hverri björgun fyrir sig og þær eru færri,“ segir Friðfinnur en verið er að nota myndavélar, hljóðnema og leitarhunda í auknum mæli. Verkfræðingar íslenska teymisins héldu í gær inn í borgina til að kanna aðstæður en Erlendur Birgisson verkfræðingur segir eyðilegginguna mikla. „Það var eiginlega alveg ótrúlega mikið skemmt, ég hugsa að um og yfir 90 prósent af öllum byggingum hafi verið skemmdar. Og við sáum það þegar það tók að dimma að það var ekki ljós í einu einasta húsi,“ segir Erlendur og tekur annar verkfræðingur, Kári Steinar Karlsson, undir. „Við keyrðum í gegnum eldra hverfi í bænum og þar voru byggingar sem voru alveg fallnar saman en svo sáum við líka byggingu sem hafði farið til hliðar. Þannig við sáum að gólfflötur byggingar var alveg á rönd,“ segir Kári. „Við höfum séð allar tegundir af mjög slæmum skemmdum hér.“ Hjálpargögn, svo sem tjöld og vistir og vatn, eru nú að streyma á svæðið til að sinna eftirlifendum sem flestir hafast við á götum úti af ótta við að fara inn í skemmd hús. Næturnar eru kaldar og nauðsynlegt að fólk fái skjól og matvæli, að því er segir í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Ýmsar neyðarsafnanir hafa farið af stað hér á landi í kjölfar skjálftanna. UNICEF hafa safnað níu milljónum króna, Hjálparstarf kirkjunnar mun leggja til að lágmarki ellefu milljónir króna, og Rauði Krossinn hefur safnað tólf milljónum króna sem þau senda ásamt átján milljóna króna framlagi frá utanríkisráðuneytinu. Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Sýrland Björgunarsveitir Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Björgunarstarf hefur staðið yfir frá því á mánudag eftir að skjálfti af stærðinni 7,8 reið yfir í Tyrklandi og Sýrlandi. Fleiri hafa nú látist eftir en eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna í Japan árið 2011. Langflestir þeirra sem hafa látist eru í Tyrklandi en björgunarstarf hefur gengið erfiðlega í Sýrlandi vegna borgarastyrjaldarinnar sem þar geisar. Milljónir manna hafa leitað frá Sýrlandi til Tyrklands vegna slæmrar stöðu en Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 5,3 milljónir manna gætu verið heimilislausir í Sýrlandi vegna skjálftanna. Björgunarstarf hefur gengið erfiðlega.Getty/Kacmaz Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir þetta mestu hamfarir í sögu landsins og hefur lofað því að þau muni ekki hætta björgunaraðgerðum fyrr en enginn er eftir í rústum bygginga. Tíminn er þó óneitanlega að renna út en að því er kemur fram í frétt AP hefur tekist að bjarga fólki í dag sem hefur setið fast í rústum í rúma hundrað klukkutíma. Sautján ára dreng var til að mynda bjargað í tyrknesku borginni Gaziantep en hann lifði á því að drekka eigin þvag. „Guð sé lof að þið komuð,“ sagði drengurinn þegar honum var bjargað og knúsaði síðan fjölskyldu sína. Fjögurra ára barni var þá bjargað í Adiyaman, 105 klukkustundum eftir jarðskjálftann, og síðar móður hans sem hafði einnig setið föst í rústunum. Viðstaddir voru beðnir um að hvorki fagna né klappa til að bregða ekki barninu, sem fékk nammi að launum. Fjöldinn allur af slíkum sögum streyma inn á ýmsa miðla en þó einhverjir sérfræðingar halda því fram að fólk geti enn verið á lífi viku eftir skjálftana eru vonir að dvína að hægt verði að finna fólk lifandi mikið lengur. Eyðileggingin algjör og meira haft fyrir hverri björgun Fjöldi ríkja hefur boðið fram aðstoð en Ísland sendi til að mynda sérfræðingateymi á vegum Landsbjargar og Landhelgisgæslunnar til Tyrklands fyrr í vikunni og eru þau nú stödd í borginni Antakya. Friðfinnur F. Guðmundsson aðgerðastjórnandi segir fasabreytingu hafa orðið á aðgerðum í gær. „Það eru enn þá lífbjarganir í gangi í borginni, þeim hefur þó fækkað töluvert frá því síðustu daga. Þannig að við þurfum að hafa bara meira fyrir hverri björgun fyrir sig og þær eru færri,“ segir Friðfinnur en verið er að nota myndavélar, hljóðnema og leitarhunda í auknum mæli. Verkfræðingar íslenska teymisins héldu í gær inn í borgina til að kanna aðstæður en Erlendur Birgisson verkfræðingur segir eyðilegginguna mikla. „Það var eiginlega alveg ótrúlega mikið skemmt, ég hugsa að um og yfir 90 prósent af öllum byggingum hafi verið skemmdar. Og við sáum það þegar það tók að dimma að það var ekki ljós í einu einasta húsi,“ segir Erlendur og tekur annar verkfræðingur, Kári Steinar Karlsson, undir. „Við keyrðum í gegnum eldra hverfi í bænum og þar voru byggingar sem voru alveg fallnar saman en svo sáum við líka byggingu sem hafði farið til hliðar. Þannig við sáum að gólfflötur byggingar var alveg á rönd,“ segir Kári. „Við höfum séð allar tegundir af mjög slæmum skemmdum hér.“ Hjálpargögn, svo sem tjöld og vistir og vatn, eru nú að streyma á svæðið til að sinna eftirlifendum sem flestir hafast við á götum úti af ótta við að fara inn í skemmd hús. Næturnar eru kaldar og nauðsynlegt að fólk fái skjól og matvæli, að því er segir í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Ýmsar neyðarsafnanir hafa farið af stað hér á landi í kjölfar skjálftanna. UNICEF hafa safnað níu milljónum króna, Hjálparstarf kirkjunnar mun leggja til að lágmarki ellefu milljónir króna, og Rauði Krossinn hefur safnað tólf milljónum króna sem þau senda ásamt átján milljóna króna framlagi frá utanríkisráðuneytinu.
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Sýrland Björgunarsveitir Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira