Ólafur Karl í Fylki og Viktor Andri í Keflavík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. febrúar 2023 18:01 Ólafur Karl Finsen mun spila í appelsínugulu í sumar. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar Fylkis hafa samið við framherjann Ólaf Karl Finsen um að leika með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu næsta sumar. Þá hefur Keflavík samið við Viktor Andra Hafþórsson. Hinn þrítugi Ólafur Karl hefur leikið með uppeldisfélagi sínu Stjörnunni undanfarin ár en hefur einnig leikið með Selfossi, Val og FH hér á landi ásamt því að spila fyrir Sandnes Ulf í Noregi og unglingaliði AZ Alkmaar í Hollandi á árum áður. „Þetta er gríðarlega mikil liðsstyrking og verður gaman að sjá hann í appelsínugulu á þessu tímabili,“ segir í tilkynningu Árbæinga. Ólafur Karl er sjötti leikmaðurinn sem gengur í raðir Fylkis frá því liðið tryggði sér aftur sæti meðal þeirra bestu hér á landi. Hinir eru: Elís Rafn Björnsson frá Stjörnunni Emil Ásmundsson frá KR Jón Ívan Rivine frá Gróttu Valgeir Árni Svansson frá Hönefoss Pétur Bjarnason frá Vestra Fylkir varð hins vegar fyrir áfalli á dögunum þegar hinn 29 ára gamli Daði Ólafsson sleit krossband í hné. Batakveðjur á þennan meistara @dadiola, krossbandaslit eru alls ekki góðar fréttir, kannast því miður við það að eigin raun. Nú er bara að taka endurhæfinguna með trompi #fylkir pic.twitter.com/C9NEzPuiPS— Hrafnkell Helgason (@HrafnkellHelga7) February 9, 2023 Keflavík heldur áfram að sækja leikmenn eftir að missa vel rúmlega hálft byrjunarlið sitt frá því síðasta sumar. Framherjinn Viktor Andri er kominn frá Fjölni þar sem hann hefur spilað allan sinn feril. Viktor Andri – sem verður 22 ára á árinu - skoraði fjögur mörk og gaf fjórar stoðsendingar á síðustu leiktíð þegar Fjölnir endaði í 4. sæti Lengjudeildar. Fylkir og Keflavík mætast í 1. umferð Bestu deildar þann 10. apríl næstkomandi. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Keflavík ÍF Tengdar fréttir Er einhver eftir í Keflavík? Finnski miðvörðurinn Dani Hatakka er genginn í raðir FH eftir að hafa spilað með Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Hann er einn af fjölmörgum leikmönnum sem hefur nú yfirgefið Keflavík og því vert að spyrja sig hvort einhver sé eftir í liðinu sem náði góðum árangri á síðustu leiktíð. 25. desember 2022 07:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Hinn þrítugi Ólafur Karl hefur leikið með uppeldisfélagi sínu Stjörnunni undanfarin ár en hefur einnig leikið með Selfossi, Val og FH hér á landi ásamt því að spila fyrir Sandnes Ulf í Noregi og unglingaliði AZ Alkmaar í Hollandi á árum áður. „Þetta er gríðarlega mikil liðsstyrking og verður gaman að sjá hann í appelsínugulu á þessu tímabili,“ segir í tilkynningu Árbæinga. Ólafur Karl er sjötti leikmaðurinn sem gengur í raðir Fylkis frá því liðið tryggði sér aftur sæti meðal þeirra bestu hér á landi. Hinir eru: Elís Rafn Björnsson frá Stjörnunni Emil Ásmundsson frá KR Jón Ívan Rivine frá Gróttu Valgeir Árni Svansson frá Hönefoss Pétur Bjarnason frá Vestra Fylkir varð hins vegar fyrir áfalli á dögunum þegar hinn 29 ára gamli Daði Ólafsson sleit krossband í hné. Batakveðjur á þennan meistara @dadiola, krossbandaslit eru alls ekki góðar fréttir, kannast því miður við það að eigin raun. Nú er bara að taka endurhæfinguna með trompi #fylkir pic.twitter.com/C9NEzPuiPS— Hrafnkell Helgason (@HrafnkellHelga7) February 9, 2023 Keflavík heldur áfram að sækja leikmenn eftir að missa vel rúmlega hálft byrjunarlið sitt frá því síðasta sumar. Framherjinn Viktor Andri er kominn frá Fjölni þar sem hann hefur spilað allan sinn feril. Viktor Andri – sem verður 22 ára á árinu - skoraði fjögur mörk og gaf fjórar stoðsendingar á síðustu leiktíð þegar Fjölnir endaði í 4. sæti Lengjudeildar. Fylkir og Keflavík mætast í 1. umferð Bestu deildar þann 10. apríl næstkomandi.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Keflavík ÍF Tengdar fréttir Er einhver eftir í Keflavík? Finnski miðvörðurinn Dani Hatakka er genginn í raðir FH eftir að hafa spilað með Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Hann er einn af fjölmörgum leikmönnum sem hefur nú yfirgefið Keflavík og því vert að spyrja sig hvort einhver sé eftir í liðinu sem náði góðum árangri á síðustu leiktíð. 25. desember 2022 07:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Er einhver eftir í Keflavík? Finnski miðvörðurinn Dani Hatakka er genginn í raðir FH eftir að hafa spilað með Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Hann er einn af fjölmörgum leikmönnum sem hefur nú yfirgefið Keflavík og því vert að spyrja sig hvort einhver sé eftir í liðinu sem náði góðum árangri á síðustu leiktíð. 25. desember 2022 07:00