Íslenski boltinn

Júlíus til Fredrikstad

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Júlíus Magnússon var fyrirliði Víkings á síðasta tímabili.
Júlíus Magnússon var fyrirliði Víkings á síðasta tímabili. vísir/hulda margrét

Júlíus Magnússon er genginn í raðir Fredrikstad í Noregi frá bikarmeisturum Víkings.

Júlíus skrifaði undir þriggja árs samning við norska B-deildarliðið með möguleika á árs framlengingu.

Júlíus gekk ungur í raðir Heerenveen í Hollandi en sneri aftur í Víking 2019. Hann varð einu sinni Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með Víkingum. Júlíus var fyrirliði Víkings á síðasta tímabili.

Júlíus, sem er 24 ára, hefur leikið 78 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað sjö mörk. Hann hefur leikið fimm A-landsleiki auk fjölda leikja fyrir yngri landsliðin.

Rætt verður við Júlíus í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×