Sneru við niðurstöðu um hærri bætur þrátt fyrir fyrirvara Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. febrúar 2023 23:00 Hæstiréttur sneri við dómum héraðsdóms og Landsréttar með dómi sínum í dag. vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur sýknað tryggingarfélagið Sjóvá af kröfum háseta sem hafði bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti fengið hærri bætur vegna fyrirvara um síðara örorkumat sem gæti leitt til hærri bóta. Málið á rætur sínar að rekja til slyss sem háseti varð á frystitogara árið 2014. Slasaðist hann um borð þegar trollpoki sem hann stóð á var hífður upp með þeim afleiðingum að hann kastaðist á járnsúlu á dekki skipsins og slasaðist á vinstra hné. Hann þurfti að hætta sjómennsku eftir slysið. Varanleg örorka hans var upphaflega metin tíu prósent og varanlegur miski metinn fimm stig. Var hásetinn tryggður hjá Sjóvá og var bótaskylda þess óumdeild. Fyrirvarinn talinn trompa skilmála Lögmaður hásetans undirritaði bótayfirlit fyrir hönd hans en gerði nokkra fyrirvara, meðal annars sem lutu að rétti hans til frekari bóta ef varanleg örorka eða miski hans yrði síðar metinn hærri en samkvæmt fyrstu matsgerð. Heilsu hásetans hrakaði töluvert í kjölfarið og óskaði hann álits örorkunefndar sem komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að varanlegur miski hans væri fimmtán stig og varanlega örorka 25 prósent. Beindi hann kröfu að Sjóvá til að fá bætur miðað við hina nýtti matsgerð. Þeirri kröfu var hins vegar synjað af hálfu Sjóva með vísan til vátryggingarskilmála sem kveða á um að örorkumat skuli framkvæmt innan þriggja ára frá slysdegi. Liðin voru rúm fimm ár frá slysdegi þar til hið nýja örorkumat var unnið. Höfðaði hásetinn því dómsmál á hendur Sjóvá og vann málið bæði í héraði og Landsrétti þar sem fyrirvari hásetans var talinn trompa ákvæði vátryggingarskilmála. Var honum þar með dæmdar bætur samkvæmt hinu nýja örorkumati. Öndverð niðurstaða í Hæstarétti Í júní á síðasta ári óskaði Sjóvá eftir áfrýjunarleyfi sem Hæstiréttur samþykkti með vísan til þess að dómurinn kunni að hafa fordæmisgildi, meðal annars um skýringu vátryggingarsamnings og þýðingu fyrirvara við bótauppgjör. Hæstiréttur sneri með dómi sínum í dag við niðurstöðu Landsréttar og sýknaði Sjóvá af kröfum hásetans um frekari bætur. Var í niðurstöðu Hæstaréttar vísað til þess að í dómaframkvæmd hefði verið viðurkennt að vátryggingafélög hafi réttmæta hagsmuni af því að mæla fyrir um tímafresti og að þriggja ára frestur hafi ekki verið talinn óeðlilegur. Þar sem fyrirvari hásetans við bótauppgjörið laut ekki að skilmála slysatryggingarinnar um þriggja ára frest var honum hafnað og Sjóvá því sýknað af öllum kröfum hásetans. Dómur Hæstaréttar í heild sinni. Dómsmál Tryggingar Sjávarútvegur Vinnuslys Tengdar fréttir Sjóvá fær að áfrýja máli háseta sem fékk hærri bætur vegna fyrirvara Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hefur fengið beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar samþykkta vegna dóms Landsréttar í máli háseta sem hlaut varanlega örorku þegar hann slasaðist á sjó árið 2014. 21. júní 2022 14:27 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Málið á rætur sínar að rekja til slyss sem háseti varð á frystitogara árið 2014. Slasaðist hann um borð þegar trollpoki sem hann stóð á var hífður upp með þeim afleiðingum að hann kastaðist á járnsúlu á dekki skipsins og slasaðist á vinstra hné. Hann þurfti að hætta sjómennsku eftir slysið. Varanleg örorka hans var upphaflega metin tíu prósent og varanlegur miski metinn fimm stig. Var hásetinn tryggður hjá Sjóvá og var bótaskylda þess óumdeild. Fyrirvarinn talinn trompa skilmála Lögmaður hásetans undirritaði bótayfirlit fyrir hönd hans en gerði nokkra fyrirvara, meðal annars sem lutu að rétti hans til frekari bóta ef varanleg örorka eða miski hans yrði síðar metinn hærri en samkvæmt fyrstu matsgerð. Heilsu hásetans hrakaði töluvert í kjölfarið og óskaði hann álits örorkunefndar sem komst að þeirri niðurstöðu árið 2019 að varanlegur miski hans væri fimmtán stig og varanlega örorka 25 prósent. Beindi hann kröfu að Sjóvá til að fá bætur miðað við hina nýtti matsgerð. Þeirri kröfu var hins vegar synjað af hálfu Sjóva með vísan til vátryggingarskilmála sem kveða á um að örorkumat skuli framkvæmt innan þriggja ára frá slysdegi. Liðin voru rúm fimm ár frá slysdegi þar til hið nýja örorkumat var unnið. Höfðaði hásetinn því dómsmál á hendur Sjóvá og vann málið bæði í héraði og Landsrétti þar sem fyrirvari hásetans var talinn trompa ákvæði vátryggingarskilmála. Var honum þar með dæmdar bætur samkvæmt hinu nýja örorkumati. Öndverð niðurstaða í Hæstarétti Í júní á síðasta ári óskaði Sjóvá eftir áfrýjunarleyfi sem Hæstiréttur samþykkti með vísan til þess að dómurinn kunni að hafa fordæmisgildi, meðal annars um skýringu vátryggingarsamnings og þýðingu fyrirvara við bótauppgjör. Hæstiréttur sneri með dómi sínum í dag við niðurstöðu Landsréttar og sýknaði Sjóvá af kröfum hásetans um frekari bætur. Var í niðurstöðu Hæstaréttar vísað til þess að í dómaframkvæmd hefði verið viðurkennt að vátryggingafélög hafi réttmæta hagsmuni af því að mæla fyrir um tímafresti og að þriggja ára frestur hafi ekki verið talinn óeðlilegur. Þar sem fyrirvari hásetans við bótauppgjörið laut ekki að skilmála slysatryggingarinnar um þriggja ára frest var honum hafnað og Sjóvá því sýknað af öllum kröfum hásetans. Dómur Hæstaréttar í heild sinni.
Dómsmál Tryggingar Sjávarútvegur Vinnuslys Tengdar fréttir Sjóvá fær að áfrýja máli háseta sem fékk hærri bætur vegna fyrirvara Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hefur fengið beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar samþykkta vegna dóms Landsréttar í máli háseta sem hlaut varanlega örorku þegar hann slasaðist á sjó árið 2014. 21. júní 2022 14:27 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Sjóvá fær að áfrýja máli háseta sem fékk hærri bætur vegna fyrirvara Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hefur fengið beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar samþykkta vegna dóms Landsréttar í máli háseta sem hlaut varanlega örorku þegar hann slasaðist á sjó árið 2014. 21. júní 2022 14:27