Innlent

Út­kall í verslunar­einingu á Haga­mel

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Slökkviliðið við störf á vettvangi.
Slökkviliðið við störf á vettvangi. vísir

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu stendur þessa stundina í reykræstingu á veitingastaðnum Asia food við Hagamel í vesturbæ Reykjavíkur.

Samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni í Ísbúð Vesturbæjar er enginn eldur sjáanlegur en töluverður reykur. Brunakerfi hefði farið í gang en enginn hefði verið á veitingastaðnum þegar það gerðist.

Lögreglumenn standa vaktina ásamt slökkviliði.Vísir

Slökkviliðsmenn væru mættir á vettvang. 

Uppfært klukkan 17:08

Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að betur hafi farið en á horfðist í fyrstu. Eigandi hafi brugðið sér frá og pottur á eldavél hafi brunnið. Eldurinn hafi verið lítill og því brugðið á það ráð að hringja í eigandann sem hafi komið og opnað. Því hafi ekki þurft að brjóta sér leið inn á staðinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×