#LUFC can confirm head coach Jesse Marsch has been relieved of his duties
— Leeds United (@LUFC) February 6, 2023
Marsch stýrði Leeds í síðasta sinn þegar liðið tapaði fyrir Nottingham Forest, 1-0, í gær. Leeds er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með átján stig, jafn mörg stig og Everton sem er í 18. sæti en hagstæðari markatölu.
Marsch var ráðinn stjóri Leeds 28. febrúar í fyrra og skrifaði þá undir þriggja ára samning við félagið. Honum tókst að halda Leeds uppi á síðasta tímabili en liðið endaði í 17. sæti.
Bandaríkjamaðurinn stýrði Leeds í 37 leikjum; ellefu þeirra unnust, sextán töpuðust og tíu enduðu með jafntefli.