Sólveig krefst fundar með forsætisráðherra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 12:10 Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu mun Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, svara bréfi Sólveigar Önnu Jóndóttur, formanns Eflingar. vísir/samsett Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra og gerir athugasemd við málflutning hennar um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara standist skoðun. Fyrirtæki sem frekari verkfallsaðgerðir Eflingar gætu haft áhrif á eru að fara yfir stöðuna en vinnustöðvun gæti til dæmis sett innanlandsflug úr skorðum. Verkfall Eflingarfélaga á Íslandshótelum hefst að óbreyttu á þriðjudag. Félagsdómur á þó eftir að úrskurða um lögmæti þess en Samtök atvinnulífsins hafa talið óheimilt að hefja verkfallsaðgerðir áður atkvæði hafa verið greidd um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Mál vegna þessa hefur verið þingfest í Félagsdómi og málflutningur er fyrirhugaður á föstudag. Eitthvað er í atkvæðagreiðsluna þar sem ríkissáttasemjari er enn að leitast eftir að fá afhenta kjörskrá Eflingar og er það mál nú til meðferðar hjá héraðsdómi Reykjavíkur. Félagið hefur ekki viljað afhenda hana þar sem Efling telur tillöguna ólögmæta. Sólveig Anna í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag vegna kröfu ríkissáttasemjara um afhendingu á kjörskrá félagsins.Vísir/Lillý Að loknum ríkisstjórnarfundi í gær sagðist Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telja tillöguna umdeildu standast skoðun. „Það liggur fyrir að þessi miðlunartillaga hefur verið lögð fram. Ég er ekki til þess fallin að meta nákvæmlega lögmæti hennar en eins og málið horfir fyrir mér og þeim sérfræðingum sem ég hef ráðfært mig við þá stenst hún skoðun,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar skrifaði í gær bréf til forsætisráðherra vegna þessa ummæla. Þar óskar hún eftir að ráðherra deili með sér ráðgjöf umræddra sérfræðinga svo Efling geti tekið tillit til hennar. Þá óskar hún einnig eftir fundi um málið og svari fyrir lok gærdagsins. Sólveig Anna sagðist á Facebook í morgun enn ekki hafa fengið svar en svaraði ekki fyrirspurn fréttastofu um viðtal. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu verður bréfinu svarað. Ekki fengust svör um hvernig eða hvenær. Efling hefur boðað til frekari verkfallsaðgerða og eiga atkvæðagreiðslur um þær að hefjast í hádeginu á föstudag. Þær felast í ótímabundinni vinnustöðvum Eflingarfélaga hjá Olíudreifingu, Skeljungi, Samskipum, Berjaya hótelum, eða gömlu Icelandair hótelunum, og Edition hótelinu. Icelandair er að fara yfir möguleg áhrif verkfallsins og meta stöðuna.vísir/Vilhelm Gunnarsson Skeljungur sér um flutning á olíu til Reykjavíkurflugvallar og gæti sú vinnustöðvum haft áhrif á innanlandsflug. Hversu fljótt fer meðal annars eftir birgðastöðu á vellinum og samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er verið að skoða málið og greina stöðuna í samvinnu við eldnseytisafgreiðsluna. Verkfall hjá Olíudreifingu gæti haft mikil áhrif á almenning en þá myndi flutningur á eldsneyti til bensínsstöðva á höfuðborgarsvæðinu stöðvast. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu gætu bensíntanskar á stöðvum tæmst á nokkrum dögum en hversu fljótt það gerist fer meðal annars eftir birgðastöðu og hvort neytendur muni til dæmis hamstra bensín fyrir þann tíma. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Verkfall Eflingarfélaga á Íslandshótelum hefst að óbreyttu á þriðjudag. Félagsdómur á þó eftir að úrskurða um lögmæti þess en Samtök atvinnulífsins hafa talið óheimilt að hefja verkfallsaðgerðir áður atkvæði hafa verið greidd um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Mál vegna þessa hefur verið þingfest í Félagsdómi og málflutningur er fyrirhugaður á föstudag. Eitthvað er í atkvæðagreiðsluna þar sem ríkissáttasemjari er enn að leitast eftir að fá afhenta kjörskrá Eflingar og er það mál nú til meðferðar hjá héraðsdómi Reykjavíkur. Félagið hefur ekki viljað afhenda hana þar sem Efling telur tillöguna ólögmæta. Sólveig Anna í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag vegna kröfu ríkissáttasemjara um afhendingu á kjörskrá félagsins.Vísir/Lillý Að loknum ríkisstjórnarfundi í gær sagðist Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telja tillöguna umdeildu standast skoðun. „Það liggur fyrir að þessi miðlunartillaga hefur verið lögð fram. Ég er ekki til þess fallin að meta nákvæmlega lögmæti hennar en eins og málið horfir fyrir mér og þeim sérfræðingum sem ég hef ráðfært mig við þá stenst hún skoðun,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar skrifaði í gær bréf til forsætisráðherra vegna þessa ummæla. Þar óskar hún eftir að ráðherra deili með sér ráðgjöf umræddra sérfræðinga svo Efling geti tekið tillit til hennar. Þá óskar hún einnig eftir fundi um málið og svari fyrir lok gærdagsins. Sólveig Anna sagðist á Facebook í morgun enn ekki hafa fengið svar en svaraði ekki fyrirspurn fréttastofu um viðtal. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu verður bréfinu svarað. Ekki fengust svör um hvernig eða hvenær. Efling hefur boðað til frekari verkfallsaðgerða og eiga atkvæðagreiðslur um þær að hefjast í hádeginu á föstudag. Þær felast í ótímabundinni vinnustöðvum Eflingarfélaga hjá Olíudreifingu, Skeljungi, Samskipum, Berjaya hótelum, eða gömlu Icelandair hótelunum, og Edition hótelinu. Icelandair er að fara yfir möguleg áhrif verkfallsins og meta stöðuna.vísir/Vilhelm Gunnarsson Skeljungur sér um flutning á olíu til Reykjavíkurflugvallar og gæti sú vinnustöðvum haft áhrif á innanlandsflug. Hversu fljótt fer meðal annars eftir birgðastöðu á vellinum og samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er verið að skoða málið og greina stöðuna í samvinnu við eldnseytisafgreiðsluna. Verkfall hjá Olíudreifingu gæti haft mikil áhrif á almenning en þá myndi flutningur á eldsneyti til bensínsstöðva á höfuðborgarsvæðinu stöðvast. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu gætu bensíntanskar á stöðvum tæmst á nokkrum dögum en hversu fljótt það gerist fer meðal annars eftir birgðastöðu og hvort neytendur muni til dæmis hamstra bensín fyrir þann tíma.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira