Reyna að vekja dódó-fuglinn til lífsins Bjarki Sigurðsson skrifar 31. janúar 2023 23:50 Endurgerð af dódó-fugli á náttúrugripasafninu í London. Getty/Mike Kemp Vísindamenn við Háskólann í Kaliforníu vilja vekja hinn útdauða dódó-fugl aftur til lífs en tegundin dó út á 17. öld. Með nýjum aðferðum við raðgreiningu erfðaefnis og nýjungum í genabreytingartækni telja vísindamennirnir að hægt sé að koma aftur upp stofni af dódó-fuglum. Dódó-fuglinn er líklegast eitt frægasta útdauða dýr heimsins. Hann gat ekki flogið og var ekkert sérstaklega hávaxinn, einungis sjötíu sentimetrar eða svo. Þá hefur hann í gegnum tíðina oft verið sagður afar heimskur, enda með afar furðulegt útlit. Í teiknimyndinni Ísöld (e. Ice Age) voru þeir afar heimskir og höfðu einungis áhuga á að bjarga melónu sem var stolið af þeim. Rannsóknir hafa þó sýnt að fuglinn var ekki heimskur heldur þvert á móti frekar klár. Dódó-fuglinn er ein frægasta útdauða dýrategund heims, þá sérstaklega vegna kvikmyndarinnar Ísöld. Dódó-fuglinn bjó á eyjunni Máritíus í Indlandshafi fram á seinni hluta 17. aldar þegar hann dó út. Fyrir það mátti finna hann víðar um heiminn en þegar sjávarmál hækkaði þá einangraðist hann á Máritíus. Þar voru engin rándýr sem vildu borða dódó-fuglinn, þar til sjómenn komu þangað í byrjun 17. aldar. Þeir hófu að veiða dódó-fuglinn sem óttaðist manninn ekki en nokkrum áratugum eftir komu fyrstu sjómannanna var stofninn alveg horfinn. CNN ræddi við Beth Shapiro, prófessor í vistfræði og þróunarlíffræði við Háskólann í Kaliforníu, vill vekja fuglinn til lífsins nú rúmum þrjú hundruð árum síðar. Til þess ætlar hún ásamt teymi sínu að notast við tækninýjungar og erfðaefni sem fannst úr dódó-fugli í Danmörku. Með því að notast við erfðaefni fuglategundar sem náskyld er dódó-fuglinum, Nicobar-dúfunnar, og erfðaefni úr annarri útdauðri fuglategund, Rodrigues solitaire, verður hægt að komast að því hvaða stökkbreytingar í erfðamenginu gera dódó-fuglinn að dódó-fugli. Nicobar-dúfan er náskyld dódó-fuglinum. Getty/Arterra Það er ekki nýtt af nálinni að vísindamenn, þá sérstaklega þróunarlíffræðingar séu að reyna að vekja útdauðar tegundir til lífs. Fjallað hefur verið um tilraunir við að vekja loðfílinn og tasmaníutígurinn til lífs í fjölmiðlum erlendis. Í þeim tilraunum er notast við svipaðar aðferðir og Shapiro stefnir á að nota. Aðspurð hvers vegna hún vill fá dódó-fuglinn til baka segir Shapiro að nú sé útrýmingarkrísa í gangi í heiminum. Það sé á ábyrgð hennar hóps að sýna fram á mikilvægi þess að dýrategundir deyi ekki út. Þá geti tæknin mögulega bjargað öðrum dýrum frá útrýmingu. Dýr Máritíus Bandaríkin Fuglar Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Sjá meira
Dódó-fuglinn er líklegast eitt frægasta útdauða dýr heimsins. Hann gat ekki flogið og var ekkert sérstaklega hávaxinn, einungis sjötíu sentimetrar eða svo. Þá hefur hann í gegnum tíðina oft verið sagður afar heimskur, enda með afar furðulegt útlit. Í teiknimyndinni Ísöld (e. Ice Age) voru þeir afar heimskir og höfðu einungis áhuga á að bjarga melónu sem var stolið af þeim. Rannsóknir hafa þó sýnt að fuglinn var ekki heimskur heldur þvert á móti frekar klár. Dódó-fuglinn er ein frægasta útdauða dýrategund heims, þá sérstaklega vegna kvikmyndarinnar Ísöld. Dódó-fuglinn bjó á eyjunni Máritíus í Indlandshafi fram á seinni hluta 17. aldar þegar hann dó út. Fyrir það mátti finna hann víðar um heiminn en þegar sjávarmál hækkaði þá einangraðist hann á Máritíus. Þar voru engin rándýr sem vildu borða dódó-fuglinn, þar til sjómenn komu þangað í byrjun 17. aldar. Þeir hófu að veiða dódó-fuglinn sem óttaðist manninn ekki en nokkrum áratugum eftir komu fyrstu sjómannanna var stofninn alveg horfinn. CNN ræddi við Beth Shapiro, prófessor í vistfræði og þróunarlíffræði við Háskólann í Kaliforníu, vill vekja fuglinn til lífsins nú rúmum þrjú hundruð árum síðar. Til þess ætlar hún ásamt teymi sínu að notast við tækninýjungar og erfðaefni sem fannst úr dódó-fugli í Danmörku. Með því að notast við erfðaefni fuglategundar sem náskyld er dódó-fuglinum, Nicobar-dúfunnar, og erfðaefni úr annarri útdauðri fuglategund, Rodrigues solitaire, verður hægt að komast að því hvaða stökkbreytingar í erfðamenginu gera dódó-fuglinn að dódó-fugli. Nicobar-dúfan er náskyld dódó-fuglinum. Getty/Arterra Það er ekki nýtt af nálinni að vísindamenn, þá sérstaklega þróunarlíffræðingar séu að reyna að vekja útdauðar tegundir til lífs. Fjallað hefur verið um tilraunir við að vekja loðfílinn og tasmaníutígurinn til lífs í fjölmiðlum erlendis. Í þeim tilraunum er notast við svipaðar aðferðir og Shapiro stefnir á að nota. Aðspurð hvers vegna hún vill fá dódó-fuglinn til baka segir Shapiro að nú sé útrýmingarkrísa í gangi í heiminum. Það sé á ábyrgð hennar hóps að sýna fram á mikilvægi þess að dýrategundir deyi ekki út. Þá geti tæknin mögulega bjargað öðrum dýrum frá útrýmingu.
Dýr Máritíus Bandaríkin Fuglar Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Sjá meira