Enski boltinn

Hamrarnir á­fram eftir fag­mann­lega frammi­stöðu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jarrod Bowen skoraði eitt og lagði upp annað í kvöld.
Jarrod Bowen skoraði eitt og lagði upp annað í kvöld. West Ham United

West Ham United vann C-deildarlið Derby County 2-0 í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld. Hamrarnir mæta Manchester United á Old Trafford í næstu umferð.

Fyrir fram var búist við sigri West Ham þó svo að liðið hafi ekki verið að spila neitt sérstaklega vel um þessar mundir. Munurinn á liðunum er hins vegar of mikill og segja má að sigur gestanna hafi aldrei verið í hætti.

Jarrod Bowen kom Hömrunum yfir strax á 10. mínútu með skoti af stuttu færi eftir að Tomáš Souček skallaði boltann fyrir markið.

Það reyndist eina mark fyrri hálfleik en Michail Antonio tvöfaldaði forystu West Ham þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Aftur kom markið eftir afgreiðslu af stuttu færi en Antonio skallaði þá fyrirgjöf Bowen – sem hafði viðkomu í varnarmanni – í netið.

Staðan orðin 2-0 og þar sem fleiri mörk voru ekki skoruð urðu það lokatölur. Við fáum því úrvalsdeildarslag í 5. umferð keppninnar þegar West Ham sækir Man United heim.

Ekki er búið að ákveða hvenær leikurinn verður spilaður en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 þegar að honum kemur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.