Innlent

Eldur í rað­húsi í Kópa­vogi

Atli Ísleifsson skrifar
Svartan reyk lagði frá þaki hússins.
Svartan reyk lagði frá þaki hússins. Aðsend

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að eldur kom upp í raðhúsi við Hrauntungu í Kópavogi í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkvilið barst tilkynningin um 13:30 og var fjölmennt lið slökkviliðs kallað á staðinn.

Unnið er að því að slökkva í glæðum á staðnum.

RÚV segir frá því að tveir hafi verið inni í húsinu þegar eldurinn kom upp en að báðir hafi komist óslasaðir út. Annar hafi komist út af sjálfsdáðum en hinum hafi þurft að bjarga niður af svölum hússins. Þá segir að eldurinn hafi komið upp í svefnherbergi hússins. 

Klippa: Bruni í Kópavogi
Frá vettvangi í dag.Aðsend


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×